Feykir


Feykir - 09.11.1994, Qupperneq 5

Feykir - 09.11.1994, Qupperneq 5
39/1994 FEYKIR5 Byggingarnefndin sér nú um umferðarmálin Vegna þeirrar miklu umræðu um um- ferðarmál sem átt hefur sér stað hér í bæn- um undanfamar vikur, vill undirritaður koma á framfæri upplýsingum til bæjarbúa um stöðu þcssara mála hjá bænum í dag og hvað sé framundan. A fundi sínum þann 18. ágúst sl. sam- þykkti bæjarráð Sauðárkróks að fela bygg- ingamefhd að taka við verkefnum umferð- amefhdar þar til annað yrði ákveðið. Það cr því byggingamefnd Sauðárkróks sem fer með umferðarmálefnin í dag og er þaó ekki ócðlilegt, þar sem byggingamefhd er einnig skipulagsnefnd sem hefur með alla skipulagsvinnu á vegum bæjarfélagsins að gera og þar á meðal skipulagningu umferð- ametsins. Undanfarin ár og fram að síðustu bæjar- stjómarkosningum hefur hins vegar verið starfandi sérstök umferðamefnd á Sauðár- króki sem hefur séð um að útfæra nánar at- riói í umferðametinu sem ekki er kveðið á um í skipulagi, svo sem merkingar og lag- færingar ýmiskonar. Um það leyti sem byggingamefhd kom að þessum málum vora umferðamál á skólasvæóinu við Sæmundarhlíð komin í hámæli. Mikið var og er rætt um þessi mál og oft meira af tilfinningasemi en rökhyggju. Við, sem um þessi mál fjöllum, urðum fljótt varir við mikinn þrýsting víða að um að gera nú eitthvað í málinu áður en það yrði um seinan. Byggingamefnd hafði reyndar einsett sér að vinna eins faglega að lausn vanda- málsins, þ.e. umferðinni gegnum skóla- svæðið, og kostur væri og sinna ekki öðra en því sem kalla mætti endanlegum lausn- um. Það gekk þó ekki eftir og hafa undan- famar vikur að nokkra leyti farið í að skoða bráðabirgðalausnir og era þær niðurstöóur til kynningar hér í blaóinu í dag. Þá má einnig nefha nokkra aðra staöi í bænum sem hafa verið til umfjöllunar sérstaklega, svo sem svæðið við Villa Nova, hraða- hindranir við Hegrabraut o.fl. Hvað varðar endanlegar lausnir á um- ferðarvandamálum skólasvæðisins við Sæ- mundarhlíð, þá er verið að vinna að málinu í tengslum við endurskoðun aðalskipulags fyrir Sauðárkrók og stefhir nefndin að því að ljúka þeirri vinnu fljótlega eftir áramót þannig að hægt sé að taka tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1995. En það er ekki nóg að hafa umferðar- kerfi sem virkar sæmilega. Þeir sem nota það þurfa líka að vera nokkum veginn í lagi og hlíta þeim lögum og reglum sem í gildi era fyrir akandi, hjólandi og gangandi um- ferð í landinu. Guðmundur Ragnarsson byggingarfulltrúi. Sæmundarhlíð við Sauðá Bráðabirgðaráðstafanir vegna umferðar haustið 1994 Tillögur skv. umfjöllun Byggingarnefndar Sauðárkróks 17. október 1994: 1. Girðing á þrjá vegu að Sauðárbrú á akbraut Sæmundarhlíðar. Gert er ráð fyrir eins metra hárri vírnetsgirðingu á stálstaurum, í þrem hlutum, alls 45 metra langri. Tilgangur: Að draga úr gangandi umferð þvert yfir brúna á akbrautinni. 2. Merkt gangbraut yfir akbraut Sæmundarhlíðar rétt neðan við Sauðárbrú. Tilgangur: Að beina fyrrgreindri gangandi umferð fólks á gangbraut og neðri gangbrúna yfir Sauðá. 3. Afmörkun bílastæða við Verknámshús Fjölbrautaskólans að akbraut í Sæmundarhlíð. Gert er ráð fyrir einu lárréttu borði eða liggjandi símastaurum, í u.þ.b. 50 sm hæð yfir jörðu. Alls 55 lengdarmetrar. Gert er ráð fyrir að ekið verði inn á bílastæðin alveg vestast og að þar megi keyra út af þeim aftur. Önnur útkeyrsla verður neðar. Tilgangur: Að fyrirbyggja akstur þvert yfir Sæmundarhlíð og að ekið sé í ringulreið út af bílastæðinu og inn á þau í allri lengd götunnar milli brúar og Skagfirðingabrautar. Þá að draga úr því að bílar stöðvi til þess að hleyþa út farþegum við akbrautarkant. 4. Gangbraut yfir akbraut Sæmundarhlíðar ofan við gatnamót á Skagfirðingabraut gegnt anddyrum á Gagnfræðaskóla og Verknáms- húsi Fjölbrautaskólans. Tilgangur: Að beina umferð gangandi fólks á gangbraut. (Langt er á milli gangbrauta við Sauðárbrú og Skagfirðingabraut.) Tilkynning um lokun Sæmundarhlíðar Vegna framkvæmda viö umferöarmannvirki á skólasvæöi viö Sæmundarhlíö veróur Sæmundarhlíó lokuó allri umferö frá Sjúkrahúsafleggjara, frá fimmtudeginum 10. nóvember kl. 8,00 til kl. 15,00 föstudaginn 11. nóvember.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.