Feykir


Feykir - 09.11.1994, Page 8

Feykir - 09.11.1994, Page 8
9. nóvember 1994,39. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Það komast allir í Gengið ungiingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið | Pottþéttur klúbbur! jt Landsbanki Sími35353^4 isiands Banki allra landsmanna Erlingur Ólason verkstjóri í Fiskiðjunni, til hægri á myndinni, sýnir bæjarstjórnarmönnum afurðir sem fara beint til veitingahúsa og verslanakeðja vestan hafs og austan. Fiskiðjan stefnir að uppsetningu vinnslulínu fyrir fullunnar afurðir Fiskiðjan á Sauðárkróki sækir æ lengra inn á markaðinn með framleiðsluafúrðir sínar. í dag eru 60% framleiðslunnar sér- pakkaðir bitar er fara beint til veitingahúsa og verslunarkeðja austan hafs og vestan. Stefnt er að því að mæta þeim samdrætti er orffið hefur í veiðiheimildum með því að auka fúllvinnslu af- urða enn frekar og til að fylgja þeirri þróun eftir er reiknað með verulegri hlutafjáraukn- ingu í Fiskiðjunni/Skagfirðingi á næstu tveim árum. Forráða- menn Fiskiðjunnar stefna að uppsetningu framleiðslulínu fyrir fúllunnar afurðir og til greina kemur samstarf við við- skiptaaðila fyrirtækisins er- lendis. Þetta kom fram á kynn- ingarfundi sem Fiskiðjumenn héldu meðbæjarstjórn Sauðár- króks sl. föstudag. Mikið starf hefur verið unnið hjá Fiskiðjunni/Skagfirðingi í markaðsmálum á undanfömum árum, bæði hvað varðar kaup og sölu á hráefni og sölu afúrða, það er að segja j>ess hluta framleiðsl- unnar sem ekki er seldur í gegn- um Islenskar sjávarafurðir, en stærstur hluti frystra afurða er seldur gegnum þau sölusamtök. Þessi starfsemi hefur hlaðið svo á sig að nýlega var skipt í tvennt því starfssviði sem Magnús Erlings- son hefur gengt í nokkur ár, ffam- leiðslu- og markaðsstjómun. Stofnað hefur verið sérstakt markaðssvið sem Magnús veitir forstöðu og nær yfir innkaup, sölu, markaðssetningu, flutninga- mál og ýmiss sérverkefhi. Þá var í haust ráóinn sérstakur fram- leiðslustjóri til fyrirtækisins, Pálmar Olafsson, sem auk fram- leiðslustjómunar hefur með hönd- um yfimmsjón vöruþróunar. Ingimar Jónsson fjármálastjóri Fiskiðjunnar/Skagfirðings gat þess á fundinum með bæjarstjóm- inni að í fyrirtækinu væri stöðugt unnið að þróun framleiðslu og markaðsmála. Það væri mat manna að jressi þróun mundi skapa aukin störf á næstu ámm, og eftir því sem fyrirtækið kæm- ist lengra inn á markaðinn í átt til fullvinnslu mundi skapast meiri þekking í fyrirtækinu. Magnús Erlingsson markaðs- stjóri sagði að það hefði sýnt sig að með því vera stöðugt með aug- un opin fyrir markaðnum mætti ná góöum árangri. Þannig hefói t.d. ágætis verð fengist fyrir salt- fiskinn sem skipin veiddu í Smuginni í sumar og seldur var á hina hefðbundnu markaði í Suð- ur-Evrópu. Þá væri hráefni í boði víða að, t.d. hefði hann fengið þama um morguninn símtal frá Singapoore þar sem boöið hefói verið upp á Alaskaufsa. í máli Magnús kom m.a. fram að það hefði óformlega verið fært í tal við stóran viðskipaaðila Fiskiðj- unnar erlendis, að fyrirtækin stæðu sameiginlega að uppbygg- ingu vinnslulínu fyrir fullunnar afurðir á Sauðárkróki. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Prófkjör sjálfstæðismanna: Frambjóðendur verða a.m.k. sex Útlit er fyrir að minnsta kosti sex aðilar gefi kost á sér í fram- boð til prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi vestra er fram fer 26. nóvember nk, og hugsanlegt að einn til tveir bætist við þá tölu. I»etta kom fram í samtali við Erlend Ey- steinsson á Stóru-Giljá for- mann kjörnefndar, en fram- boðsfrestur í prófkjörið rennur út á morgun, 10. nóvember. Einungis tvö framboð höfðu borist Eriendi, frá þeim Vilhjálmi og Hjálmari í efsta sætið, en vitað er til þess að nokkrir aðilar eru að undirbúa sín ffamboð. Agúst Sig- urðsson á Geitaskraði sem ætlar að gefa kost á sér í 2. sætið, Sig- fús Jónsson frá Söndum fram- kvæmdastjóri Ferskra afurða á Hvammstanga hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sætið, ungir sjálfstæðismenn í A.-Hún. hafa skorað á Þóru Sverrisdóttur hús- freyju á Stóru-Giljá að gefa kost á sér í 4. sætið og ætlar hún að taka áskoruninni. Þá eru þær fréttir frá Siglufirði að stuóningsmenn þeirra Bjöms Jónassonar og Run- ólfs Birgissonar séu aö leita sam- komulags um að annaritvor þeirra gefi kost á sér í eitt af efstu sætun- um, og er talið fremur líklegt að Siglfirðingar muni sameinast urn eitt framboð. Bjöm Jónasson er talinn líklegri kandidat. Adolf Hjörvar Bemdsen á Skagaströnd, sem orðaður hefur verið við þátt- töku í prófkjöri, segir að það sé ekki á dagskrá í þetta sinn. „Vil bæta stöðu heimilanna" segir Sigfús frá Söndum „Fjölmargir sjálfctæðismenn í héraðinu hafa óskað eftir því að ég gefi kost á mér í eitt af efstu sætunum á framboðslista flokks- ins og ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2.-4. sætið í prófkjörinu“, segir Sigfús Jóns- son á Laugarbakka er gjarnan er kenndur við Sanda. Aðspurður hvaða pólitík Sig- fús mundi leggja áherslu á segir hann: „Eg fer fram með það í huga að reyna að bæta stöðu heimilanna í landinu, sem ég tel óvióunandi í dag. Mér finnst borðleggjandi að það verði ekki lengur komist hjá aðgerðum í þessum málum. Það sem mér Trygginga- miðstöðin hf. sýnist liggja beinast við að gera, er að hækka skattleysismörkin. Þau em alltof lág. Til öflunar tekna þama á móti mæli ég með hátekjuskatti og fjármagnstekju- skatti, auk þess sem að lækkun tekjuskatts með hækkun skatt- leysismarka mundi skila sér inn í ríkissjóð aftur að hluta til í formi neysluskatta. Mér finnst það mjög brýnt að bæta hag þeirra sem minnst mega sín. Eg þykist sjá þess glögg merki allt í kring- um mig“, sagði Sigfús frá Sönd- um. Oddvitinn Við Fúsi skörum ekki eld að okkar köku.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.