Feykir


Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 1
@ rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Rarik bætir tjón á vatnasvæði í Fljótum Forráðamenn Rafmagnsveitna ríkisins hafa ákveðið að koma til móts við veiðiréttarhafa í Veiðifélagi Miklavatns- og Fljótaár, með að bæta það tjón sem sýnt þykir að orðið hafi á lífríki vatnasvæðisins þegar uppistöðlón Skeiðsfossvirkjun- ar var tæmt á Iiðnu vori. Bæt- urnar sem Rarik er tilbúið að veita eru eingöngu í formi seiðasleppinga er framkvæmd- ar verða á næstu tveimur árum. Þegar nýrri botnloku var kom- ið fyrir í stífiugarði Skeiðsfoss- virkjunar á liðinu vori þurfti að tæma lónið. Við það flæddu býsnin öll af leir- og setlögum úr botni lónsins niður alla Fljótaá og út í Miklavatn. Sýnt þykir að þetta hafi valdið töiuverðum skaða á lífríki Fljótaár og Miklavatns og em forráðamenn Rariks tilbúnir að stuðla að því að náttúruleg skilyrði á þessu vatnssvæði verði söm og áður. Um þessar mundir cr verið að semja við veiöiréttar- hafa um hvemig að þessu verður staðið og er áformað að samning- ur við Rarik verði lagður fyrir að- alfund veiðifélagsins í byrjun næsta árs. Steinar Friögeirsson fram- kvæmdastjóri tæknisviðs Rariks segir að bætumar verði eingöngu í formi seiðasleppinga. A næsta vori verði sleppt gönguseiðum og sumaröldum seiðum í ána og vor- ið 1996 verði eingöngu sleppt sumaröldum seiðum í ána. Stein- ar sagði að með því að sleppa ákveðnu magni af seiðum í ána sé vonast til uppeldisstöðvar á þessu vatnasvæði komist í samt horf að nýju. Reyndar hafi verið sleppt talsverðu magni af seióuni í ána á liónu vori, þegar fyrir lá að botnlög úr uppistöðulóninu hefðu farið í svo miklu magni í Fljótaá. boði Japansstjórnar Jón F. Hjartarson skólameist- ari dvelur um þessar mundir í Japan. Jóni var boðið af Jap- ansstjórn, ásamt 60 öðrum skólamönnum víðsvegar að úr heiminum, í kynnisferð til landsins. Annar Islendingur er einnig með í för, Sigþór Magn- ússon formaður Skólastjórafé- lags Islands. Kynnisferðin hófst 8. nóvem- ber og mun standa til 24. nóvent- ber. Skólamönnnunum gefst kostur á aó kynnast ýmsu í mennta- og menningarmálum Japans. Þá verður japönsku at- vinnulífi gefinn gauntur, svo sem bíla- og hátækniiðnaðinum sem Japanir em hvað frægastir fyrir. Helga Andrésdóttir í hlutverki Uglu og Guðmundur Karl Ellertsson í hlutverki ástmanns hennar í sýningu Leikfélags Blönduóss á Atómstöðinni. Leikfélag Blönduóss: Sýnir Atómstöðina í tilefni 50 ára afmælis félagsins Á laugardaginn kemur, 19. nóvember, frumsýnir Leikfelag Blönduóss Atómstöðina eftir Nóbelsskáldið Halldór K. Lax- nes við leikgerð Bríetar Héðins- dóttur. Atómstöðin varð fyrir valinu sem afmælisverk, en um þessar mundir er haldið upp á 50 ára afmæli Leikfélags Blönduóss. Bruggaranir gripnir aftur Lögreglan á Sauðárkróki gómaði bruggara í annað skiptið á stuttum tíma sl. laugar- dagskvöld. Tildrög þess voru þau að lög- reglan stöðvaði grunsamlegt ökutæki við bæjarmörkin. Reyndust vera í því tveir menn við skál og fannst landi í fórum þeirra. Voru þeir nýkomnir frá því að tappa á í „verksmiðjunni“. Þarna voru á ferðinni þeir söniu og voru teknir fyrir brugg í bænum nýlega. Þeir höfðu kontið sér upp aðstöðu í nágrenni bæjarins og vom nú stórtækari en í fyrra skiptið. Lögregl- an gerði upptæka 600 lítra af ganibra og 20 lítra af landa auk bmggtækjanna. Grunsemdir eru um að þetta mikla niagn hafi átt að fara á niarkaó, en úr 600 lítrum af landa er talið að fáist 200 lítrar af þokkalega soðnum landa. Þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem lögregl- an á Sauðárkróki kemur upp urn bruggara. □ Æft hefur verið linnulaust síð- an í lok september og taka 40-50 manns þátt í sýningunni. Með helstu hlutverk fara Helga Andr- ésdóttir sem leikur Uglu, Búi Ár- land er lcikinn af Sturlu Þórðar- syni og Kristín Guðjónsdóttir leikur konu hans. Benedikt Lár- usson Blöndal gerir organistanum skil og Guðmundur Karl Ellerts- son leikur feimnu lögregluna, ást- mann Uglu. Guðntundur Karl er jafnframt formaður leikfélagsins. Hann segir Atómstöðina mjög skemmtilegt leikverk. „Ég bjóst við að þetta væri svolítið þungt verk, cn það er eitthvað annað. Þetta er þmmugóð leikgerð hjá Bríeti og full af húmor“, segir Guðmundur Karl. —KTenflill hp— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 Bílaviógerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.