Feykir


Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 5
40/1994 FEYKIR5 Bætum kjör þeirra sem verst eru settir Meginmarkmiö þeirrar ríkis- stjómar sem nú situr hefur verið að tryggja stöðugleika og festu í stjóm efnahagsmála. í þjóðhags- spáfyrirárið 1995 segir „Mikils- verður árangur hefur því náðst á sviði efnahagsmála á undanföm- um ámm. Enginn vafi leikur á því aó höfuóverkefni hagstjómar á næstu ámm er að festa í sessi stöóugleikann og leggja um leið gmnn aö varanlegum framfömm og hagvexti....“ Rekstrargmndvöllur fyrirtækja hefur verið treystur m.a. með því að almenningur tók á sig auknar byrðar til þess að hægt væri að leysa úr brýnasta vanda fyrir- tækja. Eins konar þjóðarsátt ríkti um þaó, að bctra væri að fara þá leið heldur en horfa fram á stöðv- un í atvinnulífinu með öllu því at- vinnuleysi sem fylgdi. í meginat- riðum hefúr þetta tekist. Atvinnu- leysi er nú minnkandi, fyrirtækin geta á næstunni bætt við sig starfsfólki og má jafnvel gera sér vonir um að raunvemlegt at- vinnuleysi heyri brátt sögunni til. Þennan árangur sjá flestir og skilja. Þeir sem minnst hafa úr að spila skilja það hins vegar ekki hvers vegna þeir finna engan nrun. Þegar efnahagsbati er merkjanlegur og hægt er aó hrósa sér af honum á hann fyrst að koma þeim til góða sem búa við Hjálmar Jónsson gefur kost á sér í fyrsta sætið í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins. kröppust kjör. Erfið fjárhagsleg staða heimila og fjölskyldna hef- ur miklar og slæmar afleiðingar. Upplausn og sundmng verður því miður útkoman í allt of mörgum tilfellum. Þegar jafnvel ítrasti spamaður dugir ekki til þá missir margur maðurinn tökin á lífi sínu. Það sem best kæmi megin- þorra fólks væri hækkun skatt- leysismarka. Það á ekki að taka tekjuskatt af launum sem em lægri en ca. 70 þúsund krónur. Um það ætti að ríkja þögul þjóð- arsátt. Svo sjálfsagt hlýtur það að vera með batnandi þjóðarhag. Skattleysismörkin hafa lækkað ífá því staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Um leið og þaó verður leiðrétt þarf að tryggja láglauna- fólki kjarabætur umfram hina sem búa við allgóð kjör. Hálekjuskatturinn þykir ósann- gjam. Sjálfsagt má finna dæmi um það. Meiri ósanngimi felst þó í því að hækka skaítahlutfallið á öllum án tillits til þess hvort laun- in em 70 þúsund eða 700 þúsund. Slíkt gengur náttúrlega ekki. Bil- ið á að minnka, ekki breikka, milli lægstu og hæstu launa. Annað er siðferðilega rangt og gctur ekki leitt til velfamaðai'. Þctta erannað höfuðverkcfni hagstjómar og landsstjórnar á komandi mánuð- um og ámm. Unt þaö hlýtur að geta orðið þjóðarsátt. Hjálmar Jónsson. Útflutningur á vörum Við íslendingar höfum lifað hingaó til á vömútflutningi, þ.e. útflutningi á ftski. Við getum ver- ið ánægð með þann útflutning, vel hefúr tekist til og hæfir menn sem þar em að starfí. En það er á fleiri sviðum sem okkur hefur tekist sérdeilis vel upp varðandi útflutn- ing og er salan á íslensku lax- veiðiánum e.t.v. það besta sem ís- lendingar hafa gert í útflutnings- málum. Þar höfum við í gegnum árin verið í fremstu röð og fengið hingað til lands aðalinn af lax- veiðimönnum heimsins. Það hef- ur verið þannig tekið á móti þeim hér, að þeir koma hingað ár eftir ár. Aðeins hefur á síðustu tveim ámm borið á fækkun í þessum hópi en menn hafa þegar bmgðist við og ætla að endurheimta fyrri umsetningu og er engin ástæða til annars en ætla að það takist. Þetta með íslensku laxveiði- ámar er gott dæmi um starfsemi sem hefur gengið vel sl. áratugi og skilað góðum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Þetta sýnir okkur að menn hafa náð hér árangri á ýms- um sviðum útflutnings. Þessi starfsemi heldur síðan áfranr og skapar störf og tekjur í samfélag- inu. Því miður er þetta þó alltof fábrotið enn sem komið er. Víða em þó nýir og spennandi hlutir að gerast. Má þar t.d. nefna ferskgrasútflutninginn frá Vall- hólma í Skagafirði og vikurút- flutning frá Heklu. Þessari starf- semi á að skapa samskonar starfs- skilyrði og slík fyrirtæki fengju, væm þau starfandi í Skandinavíu. Gjaldeyristekjur þessara fyrir- tækja á að meðhöndla skattalega á annan hátt en þeirra sem em í al- mennri þjónustu og verslun á inn- anlandsmarkaði. Það þarf að hafa mikið fyrir þcim krónum sem menn em að fá fyrir sölu sína til útlanda og oft á tíðum stendur slíkt varla undir kostnaði og nrenn hætta öllu saman. Þessar krónur em okkur samt miklu dýrmætari en krónumar sem t.d. matvöm- verslunin em að velta. Þessir aðil- íxt er samt skattlagðir á sama hátt. Eitt af því sem við vonumst til Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur gefúr kost á sér í 2.-3. sætið í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem fram fer um aðra helgi. að sjá hér heima er að upp rísi verksmiðjur um land allt sem framleiði fullunna fiskrétti sem væm tilbúnir beint í ofhinn eða á pönnuna. Vísir er að slíkum fyrir- tækjum og cm þau að byrja að fóta sig hér á markaðnum. Er ekki rétt að taka á þessu máli með meiri alvöru og standa fyrir að byggð verði hér upp keðja af slík- um verksmiðjum. Staðið verði að undirbúningi og markaðsrann- sóknum ásamt rannsóknum og þróun á fiskréttum, þannig að tryggt væri að rekstrargmndvöll- ur væri íyrir slíkum verksmiðjum. Það er ljóst að slíkt verður alltaf áhættureksturog fjárfesting- in í húsnæði og búnaði veruleg. A það bcr hinsvegar að líta að það var á þennan hátt sem Síldar- verksmiójur ríkisins vom byggð- ar og það er þess háttar stórhugur sem þarf í dag til þess aó snúa efnahagslífinu við. Leggja verður í þessar verksmiðjur nauósynlegt fjármagn þannig að frá upphafi verði staðið að þessu meó fram- sýni. Slíkt á þó ekki að gerast með því að ríkið verði beinn eignar- eða rekstraraðili. Það á að gera gangskör að því að efla útflutning frá Islandi og það á aö fá sem flesta til að taka þátt í slíku átaki. Þetta er hægt að gera án beinna útgjalda fyrir hið opinbera. Ríkið á hinsvegar aó líta til nokkurra ára t.d. 10 ára og veita öllum fyrirtækjum skattaívilnanir á gjaldeyristekjum þeirra. Þessar skattaívilnanir ætti síðan að skoða að loknu þessu tímabili. Það sem við fengjum út úr slíkum reglum er að menn væm fúsari til að leggja í þann mikla kostnaó sem fylgir markaðssetn- ingu erlendis þar sem hagnaðar- vonin væri meiri en á heimamark- aðnum. Það sem áður var á mörk- unum að borgaði sig aö flytja út væri orðið hagkvæmt. Ef við vilj- um skapa hér fleiri störf og aukn- ar gjaldeyristekjur þá er þetta leið- in. Friðrik Hansen Guðmundsson. Aðseturssk.jjti Til þess aó íbúaskrá 1. desember 1994 verði sem réttust, minnum vió á nauðsyn þess aö tilkynna aósetursskipti til bæjarskrifstofunnar sem allra fyrst og í síðasta lagi 24. nóvember nk. Athugiö að einnig er nauösynlegt aó tilkynna þau aóseturskipti sem fyrirhuguð eru til 1. desember. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki. GARDINUDAGAR Föstudaginn 18. nóvember og laugardaginn 19. nóvember. Mikið úrval af nýjum efnum. Fagleg þjónusta á staðnum. 20% AFSLÁTTUR verið velkomin Skagfirðingabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.