Feykir


Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 40/1994 'U "171 rprrix C| CJ A \ Texti: Kristján J. Gunnarss. X JL JLij iJxxVXxV. Teikningar: Halldór Péturss. 193. Þessi saga kom um haustió austur til Túnsbergs. Og er Þorsteinn drómundur íretti vígin, varð hann mjög hljóóur við, því að honum var sagt, að Öngull væri mjög gildur og haiðfengur. Minntist Þorsteinn ummæla þeirra, sem hann hafði, þá er þeir Grettir töluðust við endur fyrir löngu um handleggina. Þorsteinn hélt nú fréttum til um ferðir Onguls. Vora þeir báðir í Noregi um veturinn, og hafði hvoragur séð annan. En þó varð Þorbjöm þess vís, að Grettir átti bróður í Noregi. 194. í þennan tíma fór margt Noiömanna út í Mikla- garð og gengu þar á mála. Af því þótti Þorbimi fýsilegt að fara þangað og afla sér íjár og frægðar, en hafa sig eigi í Norðurlöndum fyrir frændum Grettís. Bjó hann nú ferð sína úr Noregi og fór út í lönd og létti eigi fyrr cn hann kom út í Miklagarð og gekk þar á mála. Dvaldist hann þar um hríð. 195. Þorsteinn drómundur spuiöi nú, að Óngull var farinn úr landi og út í Miklagaiö. Brá hann skjótt við og réðst til feróar og leitaði eftir Óngli og fór jafnan þar eft- ir, sem hann fór undan. Vissi ÖnguII ekki til hans feiöa. Þorsteinn vildi fyrir hvem mun drepa Óngul, en hvor- ugur kenndi annan. Komu þeir sér nú í sveit með Vær- ingjum. Þorsteinn lá jafnan vakandi og undi lítt við sinn hag. Þóttist hann mikils hafa missL 196. Það var siður Væringa að eiga vopnaþing áður en þeir héldu í hemað. Þar skyldu allir Væringar koma og svo þeir, sem þá ætluðu að ráðast til feiöar meó þeim, og sýndu vopn sín. Hérkomu þeirbáðir, Þorsteinn og Öngull. BarÞor- bjöm fyrr fram sín vopn. Hann hafði þá saxið Grettis- nauL En er hann sýndi það, þá dáðust margir að og sögóu að það væri allgott vopn, og kváðu það mikið lýti á, að skarðið var í miðri egginni, og spuróu hann, hvað til hefði borið. Sjóferðasögur í nýútkomnu afinælisblaði Lionsklúbbs Sauðárkróks er að finna margt skemmtilegra mynda og frásagna af starfinu síðustu 30 árin. I>ar sem blaðið kemur aðeins fyrir augu tak- markaðs hóps, en trúlega hefðu margir fleiri gaman af ýmsu sem þar er, tökum við bessaleyf- ið og birtum hér „Sjóferðasög- ur“, sem Jón Jósafatsson tók saman. Hér á áram áður stunduðu Lionsfélagar sjóróðra til fjáröflun- ar. Vora einkum stundaðar drag- nótaveiðar, aðallega á m/b Tý, sem undirritaður var skipstjóri á og meðeigandi að, og m/b Andvara sem Fiskiðjan átti. Svo vel vildi til að Marteinn Friöriksson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar og Hörður Guðmundsson sem nú er fallinn frá og var skipstjóri á And- vara, og undirritaður, vora allir fé- lagar í Lionsklúbbi Sauðárkróks. Þurfti því ekki að borga leigu fyrir bátana og rann aflinn óskiptur til klúbbsins. Afli var misjafn eins og gengur, aldrei á vísan að róa. Eg man eftir fjögurra tonna afia af þorski og 3,5 tonna afia af kola í annað skipti. Var þá nóg að gera í aðgerðinni, því menn vora misjafhlega klárir í að gera að kola, Ld. Geirmundur bankastjóri og Helgi heitinn Rafn Traustason kaupfélagsstjóri, en það þarf talsverða þjálfún fyrir örv- henta menn að gera að kola svo að vel sé. Menn tóku þessar sjóferóir alvarlega og enginn lét sitt eftir liggja þó sjóveikur væri. Sáust þá alls konar litbrigði á andlitum manna og margir færðu sjávarguð- inum fómir. En menn vora sam- viskusamir og löghlýðnir eins og eftirfarandi saga bcr með sér. Þaö var dregin lína úr Hegra- nesi í Fagranes og mátti ekki veiða innan þessarar línu. Það þótti vin- sælt að láta baujuna fara á línunni og kasta innfyrir og draga síðan ÚL Eitt sinn á útleið fór undirritaður að snúast og leita að fiskilóðningu á nefndu svæði og geröi sig líklegan að kasta. Þá segir einn ónefndur í áhöfhinni sem reyndar var á móti dragnótaveiðum yfirleitt „Eg tek ekki þátt í þessu þið ráðið hvað þið gerið“, og fór nióur í lúkar. Það þarf ekki að taka það fram aó ekk- ert varð úr þessu kastinu. Ekki vora allar ferðir til fjár þótt famar væra og fór það mikið eftir veðri, en ákveðið var með nokk- urra daga fyrirvara hvenær skyldi róið. Eitt sinn var farið klukkan sjö að morgni og haldið út meó Reykjaströnd. Það var norðaustan kaldaskítur, ágjöf og hjó báturinn talsvert. Fljótlega fóra að korna hausar upp í lúkarskappadymar til að gá til veðurs og færa fómir. Einn ónefndur var búinn að vera talsverða stund uppi og halda sér í vantinn og færa fómir. Kallaði þá einn upp og spurði hvað við vær- um komnir langL Honum var svar- að um hæl: „Við erum við af- leggjarann heim að Steini. Haldið var áfram og kastað á Hólakotsdjúpi. Þá vildi ekki betur til en svo að þegar nótin var tekin inn var hún rifin og enginn afii. Var nú tekió til við að bæta en mönnum leist misjafnlega vel á það og var ákveðið að lóna til And- vara sem var að taka nótina litlu innar og var það aðcins smáskaufi. Og enn bætti í bræluna. Þá kallar einn ónefndur til þeirra Andvara- manna „Ol ræt, allt rifið, allt í besta, við eram famir heim“. Svo- leiðis fór um sjóferð þá. Góð frammistaða gegn KR-ingum þrátt fyrir tap í leiknum, 73:85 Það fór eins og fiestir bjuggust við að Tindastólsmenn lentu í kröppum dansi þegar leikið var gegn KR-ingum á Seltjamarnesi sl. sunnudagskvöld. Þó var út- koman ekki verri í þessum leik en svo að Tindastóll vann seinni hálfleikinn og gerði þar gæfú- muninn góður kafli undir lok leiksins þar sem Páll Kolbeins- son og John Torrey skoruðu grimmL Ekki bætti úr skák fyrir Tinda- stólsmenn að Hinrik Gunnarsson gekk ekki heill til skógar og gat bara verið með fyrstu mínútumar. Hinrik hefur fundið fyrir slappleika aö undanfömu, verið kvefaður, og versnaði honum um helgina. Eru ekki góðar líkur að hann verði með gegn Val syðra annað kvöld, að sögn Páls Kolbeinssonar þjálfara Tindastóls. KR-ingar náðu lljótlega yfir- höndinni í leiknum gegn Tindastóli og höföu yfirleitt 10-15 stiga for- skot fram í seinni hálfleik að mun- urinn jókst upp í rúm 20 stig. Á lokakaflanum náðu síðan Tinda- stólsmenn aó minnka muninn mest niður í 9 stig og lokatölur urðu 85:73 fyrir KR. Stigahæstur í liði Tindastóls var John Torrey með 34 stig, Páll Kol- bcinsson skoraði 16, Omar Sig- marsson 13 og aðrir minna. Tindastóll á fyrir höndum tvo mjög erfiða leika, annað kvöld gegn Valsmönnum að Hlíðarenda og nk. sunnudagskvöld kcmur síð- an hið geysisterka lið Grindvíkinga í heimsókn, en Grindvíkingar rót- burstuðu Keflvíkinga með 28 stig- um í Keflavík á sunnudagskvöldið, og gætu jafnvel verið með besta lið landsins í dag. Foreldrar nemenda Gagnfræðaskóla Sauðárkróks tóku að sér forfallakennslu í skólanum sl. föstu- dag, þegar kennarar skólans brugðu sér í heimsókn í Síðuskóla á Akureyri til að kynna sér tilhögun kennslu og skólahalds þar. Ekki var kennt samkvæmt stundatöflu í GS á föstudaginn, heldur ræddu foreldrarnir við nemendur sína um ýmsa hluti, t.d. varðandi starf viðkomandi foreldris. Meðal foreldra í kennarahlutverkinu voru flugmenn, lögregluþjónar, bankastarfsmenn, húsmæður og fleiri. I>á voru ýmiss fyrirtæki í bænum heimsótt og farið í gönguferðir og sjóferð út á Skagafjörð. Hér er einn bekkurinn í heimsókn í dælustöð hitaveitunnar. Bæði nemendur og foreldrar munu hafa kunnað þessari nýbreytni í skólastarfi GS mjög vel, og var fostudagurinn þeim ánægjulegur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.