Feykir


Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 8
 Sterkur auglýsingamiðill Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 16. nóvember 1994,40. tölublað 14. árgangur. Það komast ailir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið | Pottþéttur klúbbur! ■ §m Landsbanki Sími35353^ ísiands Banki allra landsmanna Lilli klifurmús, Bangsapabbi og Mikki refúr í forgrunni. Hér er verið að leggja á ráðin hvernig komist verði fram hjá varðhundinum til að bjarga bangsa litla. Leikfélag Sauðárkróks: Frumsýnir Dýrin í Hálsaskógi í kvöld Álit Samkeppnisstofnunar um erindi KH vegna áfengisútsölumálsins á Blönduósi: Samningurinn við Krútt löglegur í kvöld, miðvikudag, frumsýn- ir Leikfélag Sauðárkróks barnaleikritið Dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjörn Egner. Leikstjórn annast Einar I»or- bergsson og með helstu hlut- verk fara þau Kristján Gísla- son er Ieikur Mikka ref, Páll Friðriksson leikur Lilla klifur- mós, Pálmi Ragnarsson leikur Bangsapabba, í hiutverki Bangsamömmu er Dóra Helga- dóttir og Styrmir Gíslason leik- ur Martein skógarmós. Um- sjón með tónlist og söng hefur Hilmar Sverrisson. Fjöldi leikara tekur þátt í þess- ari uppfærslu og margt félaga í LS tekur þátt í þessari uppfærslu á einn og annan hátt. Það var líf í Bifröst þegar blaðamaður Feykis leit inn á æfingu sl. sunnudag og ljóst cr að það stefnir í stór- skemmtilegar sýningar. Það ættu allir að geta haft gaman af leikn- um, bæði böm og fullorðnir. Þær eru orðnar nokkrar kyn- slóðimar sem hreinlega hafa alist upp með hinum stórskemmtilegu verkum Thorbjöms Egners og lögin úrhans þekktustu leikritum, Dýrunum úr Hálsaskógi og Kardi- mommubænum, eru fyrir löngu orðin klassísk. Greinilegt er að leikarar í Lcikfélagi Sauðárkróks, sem margir hverjir eru ungir að árum og hafa ekki mikla reynslu á sviði, ná að skila þcim húmor og gleði sem felst í verkinu. Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að samningur ÁTVR sem gerður var við eign- araðila Krútts/Kökuhúss í tengslum við rekstur vínbúðar á Blönduósi brjóti ekki í bága við bannákvæði samkeppnislaga. Ennfremur telur samkeppnis- ráð að lagaskilyrði brestí til beit- ingar 17. greinar samkeppn- islaga þar sem ekki hafi verið sýnt fram á skaðleg áhrif á sam- keppni. Kröfúm Kaupfélags Húnvetninga um íhlutun sam- keppnisyfirvalda er hafnað og ráðið telur að samkeppnisyfir- völd eigi ekki úrskurðarvald um hvort meginreglur í stjórnsýslu hafi verið brotnar. Það var vegna ábendingar um- boðsmanns Alþingis sem lögfræó- ingur Kaupfélags Húnvetninga, Eiríkur Tómasson, leitaði álits Samkeppnisstofnunar. Annars eru tildrög þessa máls þau að á sínum tíma áformaði ÁTVR að viðhafa lokað útboð vegna opnunar áfengisútsölu á Blönduósi, og auglýsti eftir hugs- anlegum samstarfsaðilum um reksturáfengisútsölu á Blönduósi. Af nokkrum aðilum sem buðu fram húsnæói og lýstu yfir áhuga á samstarfi, fengu tveir þeirra bréf frá forstjóra ÁTVR þar sem fram kom að hann heföi lagt það til við ráðuneytið að þessir tveir aðilar, sem voru KH og verslunin Vísir, yrðu útilokaðir frá þátttöku í fyrir- huguðu útböði á þeim forscndum aó um væri að ræða matvömversl- anir. Hefði ráðuneytið fallist á þessi sjónarmið. Kaupfélagsmenn mótmæltu þessari ákvörðun cn án árangurs. ÁTVR gekk síðan til samninga við Krútt-Kökuhús án útboðs, þar sem að aðrir þeir aðilar scm áliuga höfðu sýnt þóttu ekki fullnægja þeim skilyrðum sem sett vom varðandi þennan rekstur. I tengsl- um við opnun vínbúðar á Blöndu- ósi vom gerðir þrenns konar samningar, ráðningarsamningur við útsölustjóra verslunarinnar, leigusamningur við eiganda jarð- hæðar hússins númer 8 við Aðal- götu á Blönduósi og samstarfs- samningur við efnalaugina ,AHt á hreinu“, eign Brynju S. Ingibergs- dóttur. Brynja er jafhffamt eigandi jarðhæðar hússins nr. 8 við Aðal- götu og nýráðinn útsölustjóri verslunar ÁTVR. Lögmaður KH heldur því fram að auk brots á greinum samkeppn- islaga, hafi verið gengið þvert gegn skráðum og óskráðum stjómarfarsreglum um fram- kvæmd útboða á vegum hins opin- bera, og ákvarðanir ÁTVR í mál- inu hafi einnig falið í sér brot á við- urkenndri jafnvægisreglu í stjóm- sýslunni, og brotið gegn þeinri ó- skráðu rcttarrcglu í stjómsýslunni að málefnaleg sjónarmið verði að búa að baki ákvörðunum stjóm- valda. Andstaða gegn prófkjöri hjá krötum Líklegt er talið að uppstíllingu verði beitt við röðun á fram- boðslista Alþýðuflokksins hér í kjördæminu. Tveir af þremur kandidötum sem áhuga hafa á efstu sætum listans eru þeirrar skoðunar að uppstilling sé best náist um það samkomulag. Stjórn kjördæmisráðs hefur tíma til 10. des. til að ákveða hvað verður gert í framboðs- málum, en stefht er að því að framboðslistinn liggi fýrir L febr. Alþýðublaðið birti fyrir helg- ina stutt viðtöl við þá Kristján Möller á Siglufirði og Bjöm Sig- urbjömsson á Sauðárkróki, en þessir tveir ásamt Jóni F. Hjartar- syni skólameistara eru sagðir koma sterkast til greina í efstu sætin. Ekki náðist í Jón þar sem hann er staddur þessar vikumar í Japan. Kristján segist vera andvígur prófkjörum og sá tími hljóti að koma að stjómmálaflokkar við- urkenni að tími þeirra sé liðinn. Eins og staðan er sé best aó þetta sé í höndum kjördæmisráðsins og vonandi náist góð sátt um uppstillinguna, segir Kristján. Bjöm segir að prófkjör geti orðið eins og vítamínsprauta, þá fari umræðan af stað um menn og málefni. Hættan sé hinsvegar sú að menn séu ekki nógu þroskaðir félagslega og fari í fylu. Ef sátt náist um uppstillingu á listann sé það happadrýgst. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.