Feykir


Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SERVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Arnar og Örvar verða fljótandi frystihús á loðnuvertíðinni Skagstrendingur hf á Skaga- strönd hefur gerst aðili að sam- eignarfélagi þriggja fyrirtækja varðandi frystingu loðnu á komandi vertíð. Er gert ráð fyrir að bæði Arnar og Örvar verði staðsettir í höfninni á Seyðisfirði meðan loðnan er í hvað bestu ástandi til frysting- ar, en sá tími er stuttur og af- kastageta í frystingu hefur oft reynst af skornum skammti. Að mati forráðamanna Skag- strendings er aðbært að Iáta skipin í loðnufrystinguna og með því móti endist kvóti skip- anna Iengur. Sameignarfyrirtækið heitir Strandberg og er í eigu Skag- strendings, Bergs/Hugins í Vest- mannaeyjum og Vestdalsmjöls hf á Seyðisfirði sem keypti þrotabú loðnuverksmiðjunnar Hafsíldar. Auk Amars og Örvars mun Vest- mannaey frysta loðnu við bryggju á Seyðisfirði og fljótlega verður komið upp loðnuflokkara fyrir skipin eystra. Frystigeta Amars er 50 tonn á sólarhring og hinna skipanna hvors um sig 30 tonn. A komandi vertíð verður eingöngu um heilfrystingu að ræða, ekki hrognafiystingu. Amar hefur verið á úthafs- karfa að undanfömu. I síðustu viku landaði skipið í Hafnarfirði 230 tonnum af unnum fiski og var aflaverðmætið 50 milljónir króna. Þetta var fyrsti flottrollstúr togarans með Gloríutroll frá Hampiðjunni, sagði í Degi fyrir helgina. Kosið til Búnaðarþings í Skagafirði: Jóhannes og Rögn- valdur aðalmenn í gærdag var kosið til Bún- aðarþings í Skagfirði og fór talning fram í gærkveldi. I>eir Jóhannes Ríkharðsson á Brúna- stöðum í Fljótum og Rögn- valdur Ólafsson í Flugumýr- arhvammi í Blönduhlíð hlutu kosningu sem aðalmenn. Vara- menn verða þau Gunnar Sig- urðsson Stóru-Ökrum í Blöndu- hlíð og Anna Margrét Stef- ánsdóttir í Hátúni í Staðar- hreppi. Kjördcildir vom í öllum hreppum héraðsins og var kjör- sókn 47,5%. Jóhannes hlaut langflcst atkvæði, 102 sent aðal- maður og 19 sem varamaður, Rögnvaldi féllu í skaut 63 sem aðalmaður og 27 sem varamaður, Gunnar fékk 53 atkvæði sem aðalmaður og 35 sem varamaður og Anna Margrét 19 sem aðal- maður og 34 sem varamaður. Skagfirðingar eiga einn full- trúa í viðbót á hinni nýju bún- aðarsamkundu. Það er Einar Gíslason á Syðra-Skörðugili sem fulltrúi Landssamtaka sauðfjár- bænda. Einar hlaut jafnmörg atkvæði og formaður samtak- anna, Amór Karlsson, en Einar hafði vinninginn á hlutkesti. Til nokkurra ára hafa konurnar í Lionessuklúbbnum Björk á Sauðárkróki fært átta ára bömum í Barnaskóla Sauðárkróks litabækur við upphaf jólaföstu. Efni litabókanna fjallar um eldvarnir á heimilum og er því nokkurs konar árlegt brunavarnarátak hjá klúbbnum. Að þessu sinni gekk Óskar Óskarsson slökkviliðsstjóri í lið með Iionessunum Huldu Valdísi Tómasdóttur og Sigurlaugu Gunnarsdóttur við afhendingu bókanna og litapakka, einnig fengu börnin afhent spjald með neyðamúmeri slökkviliðs og lögreglu. Og krakkarnir voru ánægðir eftir að fá þessar gjafir eins og myndin ber með sér. Sveinn Allan Mortens segir sig úr Alþýðubandalaginu „Þetta á sér dálítinn aðdrag- anda. Þeir sem fylgjast með og horfa út í þjóðfélagið verða varir við bullandi óánægju. Eg hef lengi verið talsmaður þess að flokkurinn beitti sér fyrir sameiginlegu framboði félags- legu aflanna. Þessar sameining- arhugmyndir fengu góðar und- irtektir á miðstjórnarfúndi fyr- ir hálfúm mánuði en síðan tveim dögum síðar kom vara- formaður flokksins og tilkynnti að áfram yrði boðið fram und- ir garnla G-inu. Þá var þolin- mæði mín á þrotum“, sagði Sveinn Allan Mortens fyrrv. formaður kjördæmissamband Alþýðubandalagsins í Norður- Iandi vestra. Sveinn Allan sagði sig úr flokknum í fyrradag og hefur ákveðið að ganga til liðs við væntanlegt framboð Jó- hönnu Sigurðardóttur. „Þaó er bullandi geijun í póli- tíkinni núna og mikiö að gerast. Þaó hafa margir sagt aö þetta sé loftbóla sem muni hjaðna. Mér finnst ekki hægt að sitja og horfa á og bíða eftir að þetta hjaðni. Þeir sem hafa áhuga á pólitík vilja taka þátt en ekki sitja og fylgjast með. Ég vil taka þátt í mótun nýs afls. Það er engin tilviljun að þessi óánægja mælist í 20%. Við höfum horft upp á atvinnuleysi og það er staðreynd að ákveðinn hópur fólks í þjóðfélaginu lifir við hungurmörk. Nú er að koma saman og sameina kraftana", seg- ir Sveinn Allan sem orðaður hef- ur verið við 1. sætið á lista Jó- hönnu hér í kjördæminu. Sveinn vildi ekkert gefa út á það hvar hann yrði, ekkert væri búið að ákveða með uppröðun á lista enn- þá. Sveinn Allan Mortens er framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu fatlaðra. í gegnum mála- flokka fatlaðra hafði hann mikið af Jóhönnu Sigurðardóttur að segja meðan hún gegndi starfi fé- lagsmálaráðherra. Þá hefur Jón Sæmundur Sigurjónsson einnig lýst yfir stuðningi við Jóhönnu. Ólíklegt er talið að Jón Sæmund- ur bjóði sig fram fyrir Jóhönnu hér í kjördæminu, talið líklegra að hann fari í framboð syðra, t.d. í Reykjaneskjördæmi. Ekki náð- ist í Jón Sæmund til að leita svara við þessum spumingum. —KTe»t$ifl fip— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36J40 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.