Feykir


Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 7
41/1994 FEYKIR7 r \ ' \ „1 Hver er maðurinn? Fjölmargir höfðu samband eftir síðustu myndbirtingu í Feyki og þekktu mynd nr. 19 af systkinunum. Var ekki laust við að hlegið væri að skjalaverði lyrir fáfræðina að birta svona mynd, sem allir þekktu og hann sjálfur hefði átt að kunna skil á, þekkti sjálfur mörg systkinanna á myndinni og sum allvel. En loksins fékk hann viðbrögð við spumingum sínum og þaö var vel. Myndin var sem sagt af Sölva- systkinunum, sem allir eldri Króksarar þekkja, böm Sölva Jónssonar smiðs og Stefaníu Fcrdinandsdóttur. Þau em talin frá vinstri í aftari röð: Kristján, Sveinn, Albert og Kristín, en framan við tvíburamir Maríus og Jónas og síðan Sölvi. Mynd nr. 17 var cinnig af Albert Sölvasyni elsta bróðumum. Mynd nr. 18 er hinsvegar af Hafliða Eiríkssyni bónda í Neskoti í Flókadal og komu upplýsingar um hana frá fjómm aðilum. Enginn gat hins vegar sagt fyrir víst hver væri á mynd nr. 20. Bestu þakkir til allra sem ómökuðu sig að svara. Myndimar að þessu sinni em tvær. Sú fyrri, nr. 21., er af prúð- búnum hjónum í kaupstaðaferð á Mynd nr. 21. Króknum. Það er Sveinn Guð- mundsson sem færði safninu þessa mynd. Nr. 22 mun vera tekin á Breiðavaði fremur en Bjömólfsstöðum í Langadal nálægt 1930. Vinsamlegast komið upplýs- ingum til Héraðsskjalasafnsins á Sauðáricróki, sími 95-36640. Ókeypis smáar Til sölu Til sölu amerískurFord Granada árgerð 1980. Verð 175 þúsund. Upplýsingar í síma 36034 (Eiríkur). Til sölu nýlegur Philkom tau- þunkari. Á sama stað er einig til sölu fataskápur. Upplýsingar í síma 36462. Til sölu hvítar aligæsir. Upplýsingar í síma 36780. Tveggja hásinga hestakerra til sölu. Upplýsingar í síma 24024. Til sölu Skoda Favorit LS árgerð 1991, ekinn 28 þús. km. Skipti á ódýrari bíl koma til greina eða góður staógreiðslu- afsláttur. Upplýsingar í síma 36496. Til sölu frystiskápur. Upplýs- ingar í síma 95-35064. Til sölu gömul þriggja hellna eldavél í góðu lagi og vifta, hvomtveggja af Husqama gerð. Ennfremur til sölu á sama stað eldhúsvaskur í borói, skápa- hurðir og fleira. Upplýsingar í síma 36750 eða 35602. Til sölu eikarhurðir og rúllu- gardínur. Upplýsingar í síma 35538. Höfum til sölu falleg tau- jóladagatöl og falleg jólatré í mörgum stærðum. Upplýsingar í síma 36661 á kvöldin. Skátafélagið Eilífsbúar. Skjalaskápur óskast! Notaður rúmgóóur skjalaskápur óskast. Upplýsingar gefur Þór- hallur í vs. 35757 og hs. 35729 á kvöldin. íbúð óskast! Óska eftir íbúð á leigu, 4-5 herbergja. Upplýsingar í síma 35929 og 35966 (Inga). Opið hús! Opið hús verður í Sveinsbúð í kvöld, miðvikudag kl. 20,30, á vegum svæðisfélags HRFI. Rikke Marie Schultz dýralæknir verður meó erindi sem okkur varðar um. Allir velkomnir. Þú tippar til að vinna! Getraunanúmer Tindastóls er 550 Umsóknir til húsfriðunarsjóðs! Húsfriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til húsfriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um húsfriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir em styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tækni- legrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi - byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigandi bent á að leita eftir áliti húsfriðunamefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1995 til húsfriðunamefndar ríkisins, Þjóðminjasafni Islands, Suðurgötu41, 101 Reykjavík, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Frekar upplýsingar veitir Magnús Skúlason í síma 91- 622475 milli kl. 10,30 og 12,00 virka daga. Húsfriðunarnefnd ríkisins. Mynd nr. 22. Leikfélag Sauðárkróks sýnir leikritið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner við leikstjórn Einars Þorbergssonar. sunnudaginn 27. nóvember AUKASYNING KL. 15 sunnudaginn 27. nóv. þriðjudaginn 29. nóv. mióvikudaginn 30. nóv. fimmtudaginn 1. des. - Síöasta sýning. sýning kl. 18 uppselt sýning kl. 20 sýning kl. 20 sýning kl. 20 Miðapantanir í síma 36117 kl. 17-19 og við innganginn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.