Feykir


Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 1
30. nóvember 1994, 42. tölublað 14. árgangur. Oháö fréttablaö á Norðurlandi vestra rafSjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Prófkjör Sjálfstæðisf lokksins: Hjálmar hlaut ótví- ræðan stuðning í efsta sæti listans Hjálmar Jónsson vann ótvíræð- an sigur í baráttunni við Vil- hjálm Egilsson um cfsla sætið á framboðslista sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu, í prófkjörinu sem fram fór um helgina. Hjálmar hlaut 832 atkvæði í fyrsta sætið, rúmlega helming greiddra atkvæða og er kosn- ingin bindandi, sem og kjör Vil- hjálms Egifssonar í annað sæti Iistans. Vifhjátmur hlaut 626 at- kvæði í fyrsta sætið og samanfagt 812 í fyrstu tvö sætin. Kosningaþátttaka var góð, 1641 kaus og til saman- burðar má geta þess að Sjálf- stæðisflokkurinn fekk um 100 atkvæðum fleiri í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum. Miðað við kjörfyfgi flokksins úr þeim kosningum var kosninga- þátttakan tiltölulega jöfn um allt kjördæmið, best var hún á Sigluflrði, Sauðárkróki og í Skagafírði en minnkaði oflir því sem yestar dró. „Ég varð var við sífellt meiri stuðning eftir því sem leið á baráttuna, þannig að þetta kemur mér ekkert sérstaklega á óvart Eg fór víða til að hlýða á fólk og varð margs vísari eins og ég hef sagt. Prófkjörsbaráttan og heimsókn- irnar og ferðalögin í tengslum við hana hafa reynst mér eins og gott námskeið. Mér sýnist verk að vinna fyrir stjórmálamenn og ráöamenn á þessu svæði að beita sér af fremsta megni fyrir því að Norðurland vestra verði ekki leng- ur mesta láglaunasvæði landsins. Ég þakka Vilhjálmi fyrir prófkjörs- baráttuna. Við sögðum báðir á Kjördæmisþinginu að það væri líf eftir prófkjör og nú er að vinna að því af heilindum að undirbúa alþingiskosningamar næsta vor. En fyrst skulum við nú lifa aðventuna og halda hátíð ljóss og friðar", segir Hjálmar Jónsson. Stuðningsmenn Vilhjálms funduðu sl. sunnudag. Þar kom fram að þeir teldu það pólitískt slys aö Vilhjálmur hafi misst af efsta sætinu og nokkrir aðilar ætla ekki að vinna fyrir flokkinn fyrir kosningamar í vor með Hjálmar í efsta sætinu. Vilhjálmur segir að Pálmi Jónsson alþingismaður hafi komið óeólilega við sögu í próf- kjörsbaráttunni og verið sinn erf- iöasti andstæðingurinn í prófkjör- inu, og prófkjörið hafi verið hald- ið til að henda sér út Það hafi ekki tekist og í raun hafi hann hvorki tapað né sigrað í prófkjörinu. Hann hafi haldið öðru sætinu, en á þessari stundu liggi ekkert fyrir um hvort hann gefi kost á sér í það í vor. Það eigi eftir að fara yfir sviðið og meta hlutina til fulls. Sjá töflu um úrslitin í prófkjör- inu og viðtal við Pálma Jónsson á síðu 3. í dag. Hjálmar fagnar fyrstu tölum ásamt stuðningsmönnum og samframbjóðendum er staddir voru á kosningaskrifstofu hans aðfaranótt sunnudagsins. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki um áætlunarflugið: Þýðir ekkert að ræða þessi mál við samgönguráðherra „Það þýðir ekkert að ræða þessi sérleyfismál í sambandi við áætlunarflugið við samgöngu- ráðherra, það hefur alveg sýnt sig. Við höfum ekki verið með neinar ySrlýsingar núna eða Kjör Gunnars í Hrútatungu á Búnaðarþing: Rússnesk" kosning u Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu hlaut „rússneska kosningu" í kosningum full- trúa til Búnaðarþings er fram fóru í Vestur-Húnavatnssýslu sl. laugardag. Gunnar hlaut 90 atkvæði, næstí maður var með 3 atkvæði, Þórarinn Þorvalds- son á Þóroddsstöðum. Á kjörskrá voru 184 og kusu 104 eða 56,2%, sem að sögn Ólafs B. Óskarssonar í Víðidals- tungu telst nokkuð góð kjörsókn þar sem nokkuð ljóst var fyrir hvemig kosningaúrslitin yrðu, en Búnaðarsamband V.-Hún. á ein- ungis rétt á einum fulltrúa á Bún- aðarþing. Varamaður Gunnars var kosinn Rafn Benediktsson á Staðarbakka er hlaut 30 atkvæði sem varamaður, næstur kom Heimir Ágústsson á Sauðadalsá með 28 atkvæði og Elín Líndal á Lækjarmóti fékk 24 atkvæði. þrýst á okkar mál í tengslum við stöðu flugáætíunar tíl Siglu- fjarðar, þó svo að það liggi í augum uppi að það samræmist mun betur að samnýta flugleið- ina Sauðárkrókur-Siglufjörður en Sauðárkrókur-I lúsavík. Það er rúmt ár síðan við óskuðum eftír því að Ffugleiðir skiluðu inn ilugjcyfimi þegar forráða- menn íslandsflug lýstu yfir áhuga síiiutn að fljúga hingað og töldu sig geta þjónað okkur betur en Flugleiðir gera, en síð- an hefur ekkert gersr", segir Snorrí Björn Sigurðsson bæjar- stjóri. „Sætaframboðið sem Flugleið- ir bjóða upp á hingað er alveg nægjanlegt, en ferðir hingað eru hinsvegar ekki á þeim tímum dagsins sem þeirra er mest þörf. Stærri staðimir út um landið virð- ast sitja fyrir og þeir eiga ekki vél- ar á þeim tímum sem henta okkur best", sagði Snorri Bjöm enn- fremur. í viðtali við Halldór Blöndal samgönguráðherra í sjónvapinu í síðustu viku kom það berlega fram, að ef íslandsflug myndi gef- ast upp á því að fljúga til Siglu- fjarðar um áramótin, vegna 5 milljón króna taps á flugleiðinni á ársgrundvelli, mundi koma vel til greina að Flugfélag Norðurlands tæki við Siglufjarðarfluginu. Á fréttinni mátti helst skilja að far- þegar frá Siglufirði færu þá með Flugleiðum til og frá Akureyri. Sauðkrækingum sem sáu þessa frétt var hugsað til þess að kannski yrði þess ekki langt að bíða að svona yrði áætlunarflugi á Norð- urlandi háttað. Flugfélag Norður- lands smalaði fólkinu saman hér nyðra í áæflunarferðir Flugleiða milli Akureyrar og Reykjavíkur, HCTeH?i!» hfl— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverkstæði ÆAJLMJM sími: 95-35141 Sæmundargata Ih 550 Sauíárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.