Feykir


Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 42/1994 „Innrásin orsakaði heilmikla forvitni hjá kvenfólkinu" Þegar setuliðið kom til Blönduóss í Lesbók Morgunblaósins mátti fyrir skömmu sjá athyglisverða frásögn eftir Ríkharö Pálsson tannlækni í Reykjavík um hersetuna á Blönduósi í byrjun fimmta áratugs aldarinnar. Ríkharóur var þá aó alast upp á bænum Sauðanesi skammt íyrir utan Blönduós, og það má nærri geta aó þaó hafi verió mikió ævintýri fyrir tæplega 10 ára stveitstrákinn þegar aó herinn kom í nágrennió. Feykir tekur sér hér bessaleyfi aó birta smábút úr þessari ífásögn sem birtist í Lesbókinni 12. nóvember síðastliðinni. Frá Blönduósi 1935. Mynd Húnaþing/E. Hemmert. „Síðla sumars 1940 kom Bret- inn norður og settist að á melnum milli kvennaskólans og kaupfé- lagsins, noiðan Blöndu. Ekki varð ég nú sjálfur vitni að landnámi hans. Átta ára snáði í fimm kíló- metra fjarlægð var ekki alltaf á ferðinni og þetta var eilítið utan við kúa- og hrossasmalasvæði hans. En umtalió, sögumar og sveitaspjallið kom til eyma hans. Hann heyrði bara um venjulega klaufa sem kunnu varla að halda á hamri eða beita sög, sem væm orðnir „gervismióif' hjá hemám- inu og þénuðu morð fjár. Bróðir minn Hermann, seinna prófessor í Edinborg, var þá í Menntaskól- anum á Akureyri og smíðaði meira að segja fyrir Bretann, en Hemmi var ffekar klaufskur að smíða. Ég sá hann telja hýmna þegar hann var búinn að merja þumalputtana hjá þegnum Georgs konungs og sá hann telja 20-30 fimmkalla. Ég hafði aldrei séð slíka summu á einum stað. Á melnum milli gamla kvennaskólans og gamla hvíta kaupfélagshússins reis nú upp braggaþyrping þar sem um 300 breskum hermönnum var hrúgað saman. Braggamir vom hin mesta hrákasmíð, gerðir úr bogum úr stáli og klæddir ógalvanisemðu bámjámi. Til einangrunar var haft trétex sem í daglegu tali var kall- að Bretapappi. Gluggabomr vom hafðar á öómm gaflinum. Innrás þrjú hundmð ungra manna í þrjú hundruð og fimmtíu manna þorp orsakaði náttúrlega heilmikla forvitni hjá kvenfólkinu og ótta og andúð hjá karlpeningn- um. En yíirvöldin höfðu góða stjóm á öllu. Mesta hættan þótti steðja að kvennaskólanum með 20-30 ungpíum á besta aldri, en skólinn var eins og áður er getið í jaðri braggahverfisins. Vom nú settar strangar reglur um lífemi stúlkn- anna, td. máttu þær einungis vera úti við í tvo tíma á dag, kl. 17-19 að mig minnir. Tókst vel að passa stúlkumar og fréttist ekki af óliffi- aði eða smáskotum milli setuliðs- ins og kvennaskólastúlknanna. En þó fréttist af einhverju „ástandi“ hjá kvenfólki á Blöndu- ósi. Til dæmist nýtti ein piparmey á góðum aldri sér aðstæðumar og naut lífsins meðan tækifæri gafst. Einnig heyrði ég að Blönduósing- ar hefði komið í fjáihúskofa sinn óvænt og komið þar að hermanni og ungri stúlku úr sveitinni við ástarleik í heytuggu í garðanum. Stundum var ég sendur niður á Blönduós til að ná í eitthvert lítil- ræði úr verslun. Hálfvegis var ég hræddur við hermennina, sem gengu alltaf um með byssu og meó hjálm á höfðinu. Þeir vom allt í kringum braggahverfið í varðskúmm, við Blöndubrúna og úti á bryggju. Eitt sinn er ég var úti hjá kaupfélaginu heyrðist skyndilega í flugvél. Þá varð nú aldeilis handagangur í öskjunni. Dátamir alvopnaöir mddust niöur í skotgrafimar og í sandpokavirk- in og bjuggust til vamar. Aldrei sást flugvélin en mögulegt er að hér hafi verið þýsk njósnavél en þær komu stundum frá vestur- strönd Noregs. „Ætti ég hörpu" Nýútkominn geisladiskur með söng Höllu Jónasdóttur og Fríðar Sigurðardóttur Nýlega kom út geisladiskur og snælda sem ber nafnið „Ætti ég hörpu“. Er lag Pét- urs Sigurðssonar við ljóð Friðrik Hansen þar í önd- vegi. Flytjendur eru sópran- söngkonurnar Halla Soffía Jónasdóttir og Fríður Sig- urðardóttir auk Kára Gests- sonar píanóleikara. Efnisskráin samanstendur af 20 einsöngs og tvísöngslög- um, flestum íslenskum, þar af em þrír dúettar eftir Jón Bjömsson við ljóð Davíðs Stefánssonar. Þá er hið landskunna tvísöngslag Ey- þórs Stefánssonar „Ave Maria“ við ljóð eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka, en það er ort í minningu Jóhanns Hjálmarssonar frá Ljósalandi í Lýtingsstaðahreppi. Einnig em á diskinum og snældunni lög eftir Friðrik Jónsson, Þórarinn Guðmundsson, Sigurð Demetz Fransson, Inga T. Lámsson, Björgvin Þ. Valdimarsson o.fl. Tengsl söngkvennanna við Skagafjörð em mikil og sterk. Þær hafa sungið í Skagfirsku söngsveitinni í Reykjavík um áraraðir bæði sem einsöngvar- ar og kórfélagar, ásamt eigin- mönnum sínum sem báðir em Skagfirðingar. Auk þess tók Halla þátt í leik- og söngstarfi á Sauðárkróki þegar hún var búsett þar á ámnum 1965-70. Vegna hinna sterku tengsla við Skagafjörðinn þótti við hæfi að hafa perlur Skagfirskra ljóða og tónskálda í öndvegi. Með diski og snældu fylgir vandaður bæklingur með text- um og öðmm upplýsingum. Kiwanisklúbburinn Drangey hefur góðfúslega tekið að sér sölu í sveitum Skagafjarðar og verður „Ætti ég hörpu“ boóið til sölu ásamt fiskmeti góðu næst er þeir Drangeyjarmenn verða á ferð um héraðið. Nán- ari upplýsingar gefur Ingimar Hólm Ellertsson í síma 35455. Nokkuð var um slys hjá her- námsliðinu og em nokkrir her- menn jarðsettir í Blönduóskirkju- garði. Vel er hugsað um grafir þeirra og er sómi að því. Eitt sinn var herflokki skipað að vaða Blöndu. Héldu bresku liðsforingj- amir að um smásprænu væri að læða. Þeir fyrstu tveir hurfú í fljót- ið og dmkknuðu en hinum tókst að snúa við. Handriðið á Blöndu- brúnni var hátt og brúin þröng. Bretar vom að fara yfir brúna á bíl er í nágrenninu birtust ungar stúlkur. Einn rak hausinn út um gluggann og hrópaði: „Hi, girls“. En þetta var síðasta hrópið hans því að brúarhandriðið tók haus hrópandans af. Hjálmar Jónsson og Sigfús Jónsson óska hvor öðrum til ham- ingju með úrslitin. Þeir komu báðir sterkir út úr prófkjörinu. í miðið er eiginkona Sigfusar, Valgerður Þorvarðardóttir. Svipmyndir frá taln- ingarkvöldi í prófkjöri Fyrstu talna í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins var beðið með talsverðum spenningi. Frambjóðendur í prófkjörinu vom allir mættir til Sauðárkróks þar sem talningin fór fram. Þegar fregnaðist af því hvemig þátttakan hefði verið í prófkjörinu þótti mörgum líklegt að Vilhjálmur myndi sigra í prófkjörinu. Annað kom síðan á daginn þegar flokkun atkvæða hófst um miðnættið, og virðist því sem fylgi Hjálmars á Sauðárkróki hafi verið vanmetið. Frambjóðendurnir Runóifúr, Sigfus og Vilhjálmur. Myndin var tekin fyrr um kvöldið á kosningaskrifstofu Vilhjálms.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.