Feykir


Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 5
42/1994 FEYKIR5 Ljóð Gunnu Gísla komin út í bók „Gunna var í sinni sveit / saklaus prúð og undirleit / hláturmild en helst til feit / en hvað er að fást um það.“ l>að komst ein- hvern tíma á kreik að þessi kunni dægur- lagatexti sem er eftir Harald Á. Sigurðsson og fleiri revíuhöfúnda, væri Gunnu Gísla, eins og hún var alltaf kölluð hér á Krókn- um og fyrir norðan. Gunna þessi, Guðrún Gísladóttir, var ein aðalmanneskjan í því að koma á dægur- lagakeppni kvenfé- lagins á sínum tíma. Á Króknum tók hún mikið þátt í félagslífinu og hristi jafiivel leikrit og revíur fram úr erminni, ef þannig stóð á, og oft átti hún lög og texta í dægur- lagakeppninni. Nú eru Ijóð hennar að koma út í bók sem heitir Eyjan svarta. Það er vinkona Guðrúnar heit- innar, Sjöfn Helgadóttir systir Pét- urs Helgasonar fyrrum kaup- manns á Sauðárkróki, sem annast útgáfu bókarinnar. Sjöfn sagðist hafa lofað Gunnu því einhvem- tíma að gefa út ljóðin hennar ef hún lifði hana. „Og ég ætla koma því í verk. Eg kæri mig ekkert um að Gunnar svífi á mig þegar ég kem yfir um yfir slóðaskapnum “, segir Sjöfh Pippa systir. Gunna Gísla fæddist 26. des- ember 1918 á Bergsstööum í Svartárdal í Húnavatnssýslu, dótt- ir hjónanna Gísla Olafssonar skálds frá Eiríksstöóum og konu hans Jakobínu Þorleifsdóttur. Hún ólst upp í Húnavatnssýslu til 10 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Sauóárkróks. Átján ára fór Gunna til Reykavíkur og vann þar ýmiss störf. I borginni var hún í tæpan áratug. Flutti þá austur á Norðfjörð og bjó þar í tvö ár. Austan að flutti hún aftur til Sauð- árkóks. 1963 snéri Guðrún aftur til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags, en hún lést 17. febrú- ar 1988. „Guðrúnu var margt til lista lagt“, segir Sjöfn m.a. í inngangi að Eyjunni Svörtu, „skáldmælt bæöi á bundið og óbundið mál, samdi lög og lék á ýmis hljóðfæri. Einnig var hún listateiknari. Guð- rún orti mikið af gamanvísum sem hún söng gjaman sjálf og spilaði undir á gítar“. Hér á eftir birtist sýnishom af kveðskap Gunnu, og fékk blaðið það sent úr Skákprenti þar sem bókin er prentuð. Hér gætir bæði glettni og trega hjá Gunnu í þess- um ljóðbrotum. Viljinn og letin þau vöppuðu saman, eitt vorkvöld um aldamót. Andstœðum verum veita oft gaman, vingjarnlegt stefnumót. Letin var skotin í viljanum villta, sem veitti henni atlot hlý. Og viljinn lífgaði letina sríllta, sem lést ekki nenna því. Viljinn og letin þau giftu sig greyin og gátu sér barna-hóp. Lifandis skelfing var letin núfeg- in, að lenda á svo viljugum glóp. Oft ég vakna veik að morgni, þá eru vonbrigðin í hverju horni. Eigingyrnis-andinn forni, enn að hengja menn á kross. Þá er allt mér einskis virði, andinn jafnvel kvöl og byrði. Skömm mérfinnst að Skagafirði, ef hann skilur ekkert nema hross? Þó er lífmitt lygasaga, ég lifi árnegð fiesta daga, elskusátt við heimahaga, með hjartaðfullt afþakkargjörð. Foma hlutifœgi og bóna, frjálsum vilja öllu þjóna, kajfi gefég kóngi og róna, sem koma þyrstir í Skagajjörð. Þá er blátœrt bergvatn hitað, og brennivíni stundum litað. Þó er lífmitt sem lygasaga, í lúxus velríst alla daga, leik mér ejtir línum braga, labba um húsið dansa og syng. Þá er sól í sálu minni, sverta hana engin kynni. Þó að heift og hamr brynni, og hrœdd ég vœri á byssusríng. Eg klœðist dýrum, finumjotum, fer sem drottning eftir götum. Þjóna öllum eðlishvönim, ársins hvern einn sólarhring. Auglýsið íFeyki Árbók Landverndar komin út Græðum ísland, árbók Landgræðslunnar, er ný- komin út í ritinu er að finna 22 greinar er snerta gróðurvernd og uppgræðslustörf. „Sigurvonin í baráttunni við jarðvegseyðingu fer að mestu eft- ir baráttuvilja þeirra sem hana heyja og þeim stuðningi sem þeir fá. Vonandi eigum við eftir að geta miðlað öðrum þjóðum af reynslu okkar og þeirri þekkingu sem við höfúm á eðli jarð- vegseyðingar og aðferðum til að stöðva hana“. Þannig kemst að orði Björn Sigurbjörnsson for- stjóri IAEA hjá Sameinuðu þjóðunum í Vín, þar sem hann fylgir árbókinni úr hlaði. Hér á eftir birtist svo kafli úr grein Jóns Aðal- steins Hermannssonar fyrrum bónda í Hlíðskógum í Bárðardal. Bæjarhús á Hliðskógum em í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Þar sem bærinn stendur er dal- urinn aðeins um 1 km á breidd og nánast allt undir- lendi er Valley, eyja í Skjálfandafljóti. Eyjan er um 2 km á lengd og um 700 m þar sem hún er breiðust. Landið í Valley hefur verið grætt samhliða því sem það hefúr verið nýtt. Sumarið 1992 var byrjað að brjóta niður hæstu börðin í Valley. Líklega er búið að brjóta niður 500 m. Reynt er að stinga niður sem allra stærstar torfur og er notuó við það 100 hestafla dráttarvél með skóflu. Þar sem jarðtorfan er 1 -2 metrar á þykkt er nauðsynlegt að stinga skóflunni niður álíka langt inn í torfúna og hæð barðsins er, þá næst mestur árang- ur sé barðið ekki of hátt og ekki of hallandi. Best er að sem mest húsi undir, þá næst nær algerlega að loka moldarsárinu. í stað barðsins kemur skurður í láréttu landi, þessi skurður er ekki hættulegur því í hann fykur. Vel hefúr reynst að drcifa húsdýraáburði yfir, það ttyggir árangur. Við allra hæstu börðin, þau sem em hærri en tveir metrar, þarf meiri aógerðir. Þar vil ég setja heyrúll- ur í heilu lagi, þ.e. ekki dreifa úr þeim. Með því að dreifa úr heyrúllu lokast stærra svæöi í einu en ég held að það sé vinnufrck skammtímaaðgerð. Heilar rúllur loka sámm ömgglega, mynda skjól og gefa frá sér áburð í mörg ár. Við gemm ráð fyrir að það taki okkur fimm ár að loka öllum böröum í Valley. Auðvitað verður vélarafli ekki alls staðar komið við, þar verður að nota handaflið. Árin 1956-58 vom stungin niður með smnguspaða þau börð sem helst blasa við ffá bæ í Valley. Þar er ekki lengur hægt að tala um börð heldur brattar grasbrekkur. Þar kom húsdýraáburður ekki við sögu en kannski einhver til- búinn áburður. Við notum nokkur tonn af húsdýraáburði árlega á foksvæði og eyrar. I sumar sáðum við lúpínu í leir- lög þar sem enginn gróóur hefúr nokkum tíma þrif- ist. Vamargarður varbyggður 1983 við suðurenda eyjarinnar ffá landi. Hann veldur því að nú fyrst er tímabært að græða upp svæði þar sem fljótið kemst ekki lengur til að eyðileggja. Með sama áframhaldi gæti það tekiö okkur 15-20 ár að græða öll uppblást- urssvæði á eyjunni. Baggar með ónýtu heyi koma að góðum notum í landgræðslustarfinu. Eftir 2-3 ár verður þessi garður sandi hulinn en grænn af melgresi. Það kemst upp í skjóli bagganna, sem veita því jafhffamt nægan áburð í fjöldamörg ár (sjáv- arsandur í Skagafirði). Mynd Andrés Amalds. Stjórn beitar, bóndans hagur Ég hafði áður fyrr mikinn áhuga á uppgræðslu hálendis. Nú tel ég öll afskipti okkar af hálendinu á þann hátt flokkast undir náttúmspjöll. Jafhframt er afskiptaleysi okkar af uppblæstri í byggð og við byggð óafsakanlegt. Mín skoðun er sú að við eigum í fyrstu atrennu að beita kröftum okkar á uppblástursbörðin hvarvetna á landinu og setja okkur þau markmið að öllum börð- um, sérstaklega í byggð, verði lokað fyrir aldamót. Það verkefni verður best leyst með liðsinni bænda. Þannig nýtum við landið og græðum það um leið. Moldrokið sem mest ber á kemur að langmestu leyti úr þessum háu börðum og verður helst stöðvað með þeim hætti sem ég hef nefnt hér að framan. Ég hef fylgst með þeim breytingum sem orðið hafa á landi Hlíðskóga síðustu 40 árin. Breyttir beit- arhættir, ræktun og uppgræðsla hafa haft mikil áhrif á ástand þess og beitarþol. Þetta kemur meðal annars fram í því að nú virðist beit í skógi vöxnum hlíðum Vallafjalls ekki vera á nokkum hátt til skaða. Miklu máli skiptir að skógur sem þarf endumýjunar viö sé ekki beittur að hausti og sömuleiðis að sauðfé sé ekki sleppt á beit of snemma vors. Haustbeit virðist ekki hamla uppgræðslu í Valley. Stjóm beitar er hagur bæði bóndans og bújarðarinnar. Til jólagjafa Úr Klukkur Verslaðu við fagmanninn Stefán Bjarnason úrsmiður Aðalgötu 3 Sauðárkróki sími 95-36175

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.