Feykir


Feykir - 07.12.1994, Qupperneq 1

Feykir - 07.12.1994, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Bændur óhressir með sölu Melrakkka Samningur gerður um sölu húsnæðis fóðurstöðvarinnar til Fiskiðjunnar í hríðarmuggunni við brimvamargarðinn á fullveldisdaginn. Vinstra megin á myndinni má m.a. sjá Pál Pétursson alþingismann og Sigurlaugu Hermannsdóttur formann bæjarráðs Blönduóss. Lengst til hægri er Pálmi Jónsson alþingismaður, þá Agúst Þór Bragason bæjarstjórnarmaður og Hermann Guðjónsson hafnarmálastjóri. Brimvarnargarðurinn vígður Allar líkur eru á að Fiskiðj- an/Skagfirðingur kaupi fóður- stöð Melrakka á Gránumóum ásamt frystiklefa stöðvarinnar sem er 3000 rúmmetrar að stærð. Aætlað er að pökkunar- stöð Fiskiðjunnar sem sett verð- ur upp í byrjun nýs árs verði staðsett í húsnæði fóðurstöðvar- innar. Ekki er ljóst í hvaða hús- næði fóðurstöðin flytur en Þórólfúr Gíslason kaupfélags- stjóri, sem jafnframt er stjórn- arformaður Fiskiðjunnar hefúr gefið loðdýrabændum vilyrði fyrir því að séð verði fyrir fóð- urmálum þeirra. „Bændur eru í miklum vanda út af því að Fiskiðjumenn telja sig bráð- vanta þetta húsnæði undir nýju vélasamstæðuna, en kaupfé- Iagsmenn bjóða aftur á móti að útvega þeim ódýrt og gott fóður næstu aldirnar. Haldi það sam- komulag sýnist mér bændur vera í góðum málum“, segir Arni Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Melrakka. I fyrradag undirritaði Leifur Jóhannesson framkvæmdastjóri Stofnlánadeildar landbúnaðarins samning um sölu Melrakka, sem væntanlega verður lagður fyrir stjóm Stofnlánadeildarinnar til samþykkis á fundi í næstu viku. Stjóm Stofnlánadeildar fól Leifi að ganga frá sölunni og jafnframt Pálma Jónssyni formanni stjómar- innar að fylgjast með málinu og gæta þar hagsmuna loðdýra- bænda. Þegar haft var samband við Pálma í gær og samnings- drögin oróuð við hann kom hann af fjöllum og hafði ekki heyrt um að neinn samningur hefði verið gerður, þannig að greinilega var gengið framhjá Pálma við gerð samningsins. Tólf loðdýrabú í Skagafirði og eitt í Langadal hafa keypt fóður hjá Melrakka. Loðdýrabændur em uggandi um hvemig leyst verði úr fóðurmálunum og séð verði fyrir nægjanlega góðri að- stöðu fýrir fóðurframleiðsluna, Ld. sé ákaflega mikilvægt að hafa yfir að ráöa góðri ffystigeymslu til að unnt sá að hafa ávallt fyrirliggj- andi næga hrávöm í ffamleiðsl- una. Úlfar Sveinsson formaður Félags loðdýrabænda í Skagafirói segir að loðdýrabændur hefðu gjaman viljað fá tækifæn til aö bjóða í eignir Melrakka. „Eg ffétti þetta ekki fýrr en núna rétt fýrir helgina. Það er alveg ljóst að þaö kostar tugi milljóna að koma upp góðri aðstöðu til fóóurffamleiðslu. Fyrst kaupfélagið er tilbúið að gera það, er ekkert nema gott um það að segja “, sagði Úlfar. Sölu- verð eigna Melrakka veróur ekki gefið upp fýrr en efdr stjómarfúnd í næstu viku, en telja verður það mjög líklegt að salan verði sam- þykkt enda málið komið það langt. Ekki náðist í Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra í gær. Blönduósingar héldu hátíð 1. desember sl. og fögnuðu þar á- fanga í hafnargerð á Blönduósi, þeim stærsta til þessa, gerð brim- vamargarðsins er lokið. Það er kannski táknrænt að Blönduós- ingarskyldufagnaþessum áiánga á fullveldisdaginn. Mikil and- staða hefúr ríkt í þjóðfélaginu gegn þessari framkvæmd, og það má líkja baráttu forvígismanna Blönduósbæjar við frelsisstríð, þeir hafa trúað á það lengi að höfú væri það sem staðinn skorti og vaxandi sjávarútvegur á Blönduósi gæti vegið á móti þeim mikla samdrætti sem orðið hefur í landbúnaðinum á síðustu ára- tugum. „An frumkvæefLs og bar- áttuvilja heimamanna hefði þetta ekki orðið að vemleika“, sagði Pálmi Jónsson alþingis- maður m.a. í fagnaði sem bæjar- stjómin hélt á Hótel BIönduósL Vígsla brimvamargarðsins hófst með smáathöffi úti á hafharsvæð- inu þar sem Kári Snorrason for- maður hafnamefhdar rakti sögu hafnargerðar á Blönduósi í stuttu máli. Skúli Þórðarson bæjarstjóri bauð síðan gestum til fagnaðar í boði bæjarstjómar í félagsheimil- inu, enda var hríöarmugga á hafharsvæðinu og viðraði ekki til langrar dagskrár þar. Um þessar mundir em um 100 ár liðin ffá því fyrst var unnið að hafnargerð á Blönduósi með styrk frá því opinbera. Umræður um byggingu brimvamargarðsins nýja munu hins vegar hafa átt sér staó í fýrsta skipti á fundi hafnamefndar í apríl 1977. Fyrsta fjárveiting til garösins var síðan samþykkt á Al- þingi 1986. Þá nokkmm ámm áóur hafði verið gert líkan að Blönduós- höfh hjá Hafnarmálastofnun. Það var síðan að loknu útboði sem ffam- kvæmdir hófúst að fullu í febrúar 1993. Verktaki var Viggó Brynjólfs- son á Skagaströnd og var grjótið sótt í námur við Enni og Uppsali. Geró garósins var ríflega hálfn- uð haustió 1993. Menn biðu spenntir að sjá hvemig garðinum reiddi af í lýrsta stórbrimi haustins er varð 2. desember. Þrátt fýrir að úthafsaldan reyndi sitt ítrasta stóðst garðurinn áhlaupið og kemur varla til annað en hann geri þaó nú í fúllri lengd og hæð. Næsta verkefhi í hafnarmálum á Blönduósi verður síðan að koma fýrir stálkeri við enda garðsins til að verja höfnina fýrir sunnan- og suðvestanáttum. Tilboð Viggós Brynjólfssonar við geró brimvamargarðsins hljóó- aði upp á 114 milljónir og þrátt fýr- ir svolitla viðbót við verkið varð endanlegur kostnaður nálægt þessu tilboði, eða 116 milljónir, þannig að tilboðið stóóst fullkomlega. Engin slys urðu meðan á fram- kvæmdinni stóð, aðeins vitað til þess að einn fingur matðisL og ein- hver tjón urðu á vélum. Þetta þyk- ir vel sloppið þegar þess er gætt að syeinamir vom sumir hátt í 15 tonn á þyngd, og þeir vom teknir í allt að 12 metra háu stáli. Siglingar falla niður Rússneskt flutningaskip landaði um helgina á Sauðárkróki 150 tonnum af góðum fiski úr BarenLshafinu. Að sögn Ingi- mars Jónssonar hjá Fiskiðjunni hefúr undanfarnar vikur verið unnið að því að ná Rússa hingað og tókst það ekki iýrr en nú. Erfiðlega hefúr gengið með hrá- cfnisöflun síðustu mánuði en samt tckist að halda uppi fullri vinnu í Fiskiðjunni. Af þeim sökum var fýrir nokkm ákveðið að sleppa sölu- degi sem Skafti hafói fengið út- hlutað í Þýskalandi og einnig varð ekkert úr siglingartúr Hegraness, en skipið átti að selja í dag. Vegna lélegra aflabragða tókst Hegranes- inu ekki að afla nægjanlega í sigl- ingu og var í þess staó sett í gám til sölu á mörkuðunum. Að sögn Gísla Svans Einars- sonar útgerðarstjóra Skagfirðings er stefnt að því að allir togarar Skagfirðings verói að veiðum yfir hátíðamar og selji á erlendum mörkuðum í upphafi nýs árs. —ICTeH^ifl hpl— JfMffbílaverkstæði Aðalgötu 24 Sauöárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA Æ i mm. m Sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.