Feykir


Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 3
43/1994 FEYKIR3 Meira um vígslu brimvarnargarðsins á Blönduósi Um miðbik fullveldisdagsins var á annan tug manna saman kom- inn í hríðarmuggu á hafnar- svæðinu á Blönduósi. Hafhar- svæðið lætur ekki mikið yfir sér, undirlcndi fremur lítið og þær verða sjálfsagt ekki margar lóð- irnar sem í framtíðinni verður úthlutað á svæðinu næst garðin- um. I skugga desembermugg- unnar grillti í hálfsnæviþakinn brimvarnargarðinn. Ekkert skip var við bryggju og óneitan- lega skaut að þeirri hugsun, hvað mcnn væru eiginlega að fagna því að þarna hefði verið dengt niöur um 300 metra löng- um grjótrana. Hvort það hefði nokkra þýðingu fyrir stað eins og Blönduós að nú hefði loksins verið bundinn endi á mestu hafnleysu þéttbýfisstaðar við strönd íslands. Og aó sjálfsögðu klöppuóu all- ir þegar Kári Snorrason formaöur haíhamefndar dró upp úr vasa sín- um hlut er líktist vasaljósi og tendraði ljósin á garöinum. Eins og fram kom í máli manna í fagnaðinum á Hótelinu, hefur umfjöllun um gerð brimvamar- garðsins á Blönduósi verið meó þeim hætti, að svo gott sem öll þjóóin þóttist á tímabili hafa vit á þessu máli og fordæmdi slíkt sukk sem gerð garðsins væri. En víst er aó það er allt önnur hlið er snýr að Blönduósingum sjálfúm, og það hlýtur aö teljast ósköp skiljanlegt að þeir skuli hafa lagt svo mikla áherslu á bætta hafnarastöóu, þeg- ar það er haft í huga að á síðustu 14 árum hefur hefðbundinn landbún- aður í héraðinu degist saman um meira en helming. En eins og allir vita byggist atvinnulíf á Blönduósi á þjónustu við sveitinarar. Frá ár- inu 1978 hefur hlutur sjávarafúrða aukist úr 50 milljónum í 400 millj- ónir og með sömu þróun er útlit fyrir aó þessi tala verði komin í 700 milljónir um aldamóL „Langþráð barátta hefur skilað árangri. Fyrst gekk lítið, síðan ekk- ert, en svo fór allt af stað“, sagöi Pétur Amar Pétursson forseti bæj- arstjómar. Pétur sagði margt skondið hafa komið fram í umræó- unni um brimvamargarðinn. Til dæmis talið um loðnupeningana sem hingað áttu að koma en komu aldrei. Ofeigur Gestsson fyrrver- andi bæjarstjóri minntist þess að þegar sendineftid ffá Blönduósi fór á fúnd fjárveitinganeftidar til að betla út pening í brimvamargarð- inn, hefði það verið segin saga að einn nefndarmanna hefði sofið á fundinum. Ahuginn hjá þessum fjárlaganefndarmanni hefði nú ekki verið meiri en svo. Halldór Blöndal samgönguráð- herra var ekki viðstaddur vígsluna. Pálmi Jónsson flutti kveðju hans og skýrði ástæðu íyrir fjarveru ráð- herra. Blöndal þótti afar slæmt að geta ekki verið viðstaddur, en svo var mál meó vexti að hann hafði fyrir löngu lofað öldruðum íoóur sínum, sem er Lárus Blöndal fyrrv. bóka- og þingskjalavörður, aó fylgja honum til vígslu þjóðarbók- hlöðunnar sem var þennan sama dag. Er ólíklegt annað en viðstadd- „Það voru engir slíkir samningar gerðir" Vilhjálmur Egilsson ætlar að taka 2. sætið „Málið snýst um að ná saman þessum tveimur fylkingum og ef það tekst ættum við að eiga jafhgóða möguleika og síðast að ná uppbótarsætinu. Það má þá náttúrlega ekkert klikka, því uppbótarsæti er alltaf happ- drætti“, segir Vilhjálmur Egils- son sem hefúr ákveðið að taka annað sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, en Vil- hjálmur fékk kosningu í það sæti í prófkjörinu á dögunum. „Nei það voru engir slíkir samningar geröir", sagði Vil- hjálmur þegar hann var spurður að því hvort að honum hefði ver- ið lofuð þingseta í ákveðinn tíma, eða áhrif í nefndum, með því aó taka annað sætið á listanum. „Nci, Askriftarsími Feykis er 35757 ég einfaldlega ákvað að takast á við það að berjast fyrir öðru sæt- inu og láta slag standa meó það". Hjálmar Jónsson sem mun skipa efsta sæti lista Sjálfstæðis- flokksins hefur sagt að listinn verði mun sterkari með þátttöku Vilhjálms og hvatti Hjálmar Vil- hjálm til að taka það sæti, en þess- ir tveir börðust hart um efsta sæti listans. Aðspurður hvort Vil- hjálmur ætli að halda Evrópumál- unum áfram til streitu sagði hann. )rJá ég mun halda áfram að koma til dyranna eins og ég er klæddur og tel að þannig hafi ég komist áfram í pólitíkinni. Eg er jafnsann- færður um það og áður að þaó muni koma til kasta næstu ríkis- stjómar að kanna möguleika fyrir umsókn okkar til ESB. En þetta verður alltaf spuming um það hvort við náum okkar kröfum í gegn, t.d. að hagsmunir okkar í sjávarútvegsmálum verði tryggð- ir. Þeir voru kampakátir yfir þessum áfanga á hafharmálum Blönduóss. Skúli Þórðarson bæjarstjóri, Pétur Amar Pétursson forseti bæjarstjómar og Hilmar Kristjánsson fyrrv. bæjarfulltrúi. ir hafi tekið þessa ástæðu fjarvistar ráðherrans til greina. Páll Pétursson alþingismaður ífá Höllustöðum kvaðst hafa kom- ist í pólitískan lífsháska með af- stöðu sinni til tveggja mála, Blönduvirkjunar og brimvamar- garðsins, og í sínum huga væri ekki nokkur vafi á því hvor ffam- kvæmdanna væri meiri virði fyrir Blönduósinga. Brimvamargarðuit- inn. Kveðjur vom fluttar ffá þingj- mönnunum Stefáni, Ragnari og Vilhjálmi. Mörgum var þakkað fyrir dyggan stuðning við gerð brimvamargarðsins, þó ekki Ragn- ari og minnihluta fyrrverandi bæj- arstjómar á Blönduósi, en það fór nú svo að allir vildu Lilju kveðið hafa. Ofeigur Gestsson fyrrv. bæjar- stjóri kvað Kára Snorrason for- mann hafnamefndar hafa verið einn ötulasta baráttumanninn fyrir geró brimvamargarðsins. Hilmar Kristjánsson fyrrverandi bæjar- stjómarmaður á Blönduósi sagðist líka langa til að eiga svolítið í garð- inum, en af þingmönnum kjör- dæmisins vildi Hilmar þakka Pálma mest að þetta skyldi hafa hafst. Sín tilfinning sé sú að þar sem áóur hafói verið gengió fram hjá Pálma varðandi ráðherradóm hafi honum varið geróur pólitískur greiði þegar stóra framlagið var tryggt á fjárlögum. Skagfirðingar! Verslum í heimabyggð! Veljum skagfirskar vörur. Þaó eflir atvinnu í Skagafirói. Verslum í kaupfelaginu okkar. Shagfirsht —Jd, tahh

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.