Feykir


Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 5
43/1994 FEYKIR5 Draslið skorið og tálgað af vírunum Frásögn Péturs Sighvats af fágætri símabilun fyrir 60 árum Þær hafa orðið miklar breyt- ingarnar í starfi símamanna frá því fyrr á öldinni og til dagsins í dag. Og þeir hafa lent í ýmsu karlarnir hjá símanum um dagana. í símavinnuflokki þeim sem gerður hefur verið út frá Sauðárkróki hafa verið margir sem kenndir eru við Stöðina, Aðalgötu 11, en þar var sím- stöðin lengi til húsa, og þær voru margar símalínurnar sem lágu í staurana þar fyrir utan. A Stöðinni átti heima Sighvatur P. Sighvatsson, sem lengi vann hjá símanum. I»órður bróðir hans var lengi flokksstjóri. Þar áður hafði Pétur faðir þeirra verið flokksstjóri, og þeir hefðu sjálfsagt frá mörgu að segja þeir Stöðvarkarlar ef þeir væru enn ofan moldu. Rúnar Bjömsson símaverk- stjóri rakst á skemmtilegan pistil í símablaðinu frá 1934, eða 60 ára gamlan. Þar sendir Pétur Sighvats línur til blaðsins og segir orðrétt: „Ég skrifa þessar fáu línur til gamans og fróðleiks, því það mun vera fágætt að símabilun verði eins og sú er hér segir frá, en það er bilunin á Borgarsandi 26. og 27. október 1934. Það sem erein- stakt við þess bilun er þctta. A átta staura millibilum, þar sem staur- amir lágu flatir, vom allir þræð- imir sívafðir með allskonar msli: melgresi, hálmi, þara, tuskum, netaræflum, pokatuskum, heyi, kindagömum, fuglaræflum og ull. Þetta var bæði kalt og seinlegt að verka burtu, því allt var frosið og ekki mátti skemma þræðina. ísinn og klakann var gott að verka af því hann sprakk, en ruslið sprakk ekki neitt og varð að skera og tálga það í burtu. A þessum kafla hafói sjórinn gengið yfir sjávarkambinn og skolað með sér þessum óþverra, á öllum hinum staurabilunum sem lágu við jörð, var bara klaki, og sandur á pörtun- um. A þessum línukafla væri nauðsynlegt að flytja grjót að staumnum. Það á að vísu að leggja þama akveg, upphleyptan, og þá væri rétt að hafa staurana í vegkantinum, og ætti þeim þá að vera borgió. Gæti jafhvel borgað sig fyrir símann að taka einhvem þátt í gerö þessa vegarspotta, ef það gæti flýtt fyrir. I vetur hefur oft verið hér versta ísingaveður, samt hefir ekki borið á ísingu á Laxárdals- heióinni eða þar sem síminn beygir vestur í dalinn sunnan við Grímshúsin, eftir færsluna síðast liðið sumar. Gefur það góðar von- Norræna sjóeldið hyqqst leqqja seiðaeldið niður „Við erum svo sem þokkalega bjartsýnir með að rætist úr at- vinnumálum hér í sveitinni ef verður úr þeim áformum sem forráðamenn Norræna sjóeldis- ins hafa á prjónunum, það cr að segja að koma á fullvinnslu úr afurðum stöðvarinnar. Það mundi veita nokkur störf í við- bót, og starfsmannafjöldi yrði þá líklega orðinn svipaður og var meðan Miklilax var við lýði“, sagði Örn Þórarinsson oddviti Fljótahrepps í samtali við Feyki fyrir skömmu. Norræna sjóeldið áformar að leggja seiðaeldisstöð- ina á Lambanesrcykjum niður næsta vor þegar síðustu seiðin úr stöðinni fara í matfiskeldið, og koma þar upp í staðinn aðstöðu til úrvinnslu, m.a. reykingar- og pökkunaraðstöðu. Það mun óneitanlega hafa dreg- ið nokkuð úr trausti Fljótmanna á rekstraraðilunum norsku í Norræna sjóeldinu þegar það fregnaðist í síðustu viku að stjómarformaður stöðvarinnar hefði verið dæmdur í héraðsrétti í Lofoten fyrir skattsvik og svik undan virðisaukaskatti. Þá var hann einnig dæmdur fyrir aó hafa ekki tryggt starfsmenn og skráð þá. Dómurinn hljóðar upp á 15 þúsund norskra króna sekt og 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Dómurinn er tilkominn vegna svika fyrirtækis hans NFO-gruppen sem lýsti sig gjaldþrota árið 1992 í ffamhaldi af lögsögn vegna áður- nefndra brota. Skiptastjóri þrotabús Miklalax og Byggðastofhunar- menn öfluðu gagna um viðskipti og stöðu norska fyrirtækisins ffá norska bankaeftirlitinu og þar kom ekki annað fram en jressi aðili nyti trausts. Síðan hefur annað komið í ljós, samkv. frétt DV sl. mánudag. Byggðastofnun seldi norsku að- ilunum stöðina á 25 milljónir króna og taldi þar að með því væri best tryggður áframhaldandi rekstur laxeldis við Miklavatn. Fyrsta greiðslan, 5 milljónir króna, gjald- fellur um næstu áramót. Jón Magnússon hjá Byggðastofnun á Sauðárkróki, sagði norsku aóilana hafa sýnt verkefninu áhuga, og kröfur Byggðastofnunar væru tryggðar með veði í lífmassanum í stöðinni. Símavinnuflokkur Þórðar Sighvatssonar. Myndin tekin við vörubíl Sigga Bjöms, sem gamlir Króksarar kannast við, rétt fyrir 1960. Frá vinstri Þórður P. Sighvats, Sigtryggur Pálsson, Eiríkur Sigurðsson, Þorsteinn Andrésson, Sighvatur P. Sighvats á Stöðinni og Ragnar sonur hans. ir um að hann ætli að reynast bet- ur þama en á Kolugafjalli". Þannig fórust Pétri Sighvats orð. Greinilegt er að frárennslis- mál á Sauðárkróki hafa ekki ver- ið í jafngóðu lagi á þessum tíma og þau em í dag, en rusl á fjömm hefur snarminnkað á seinni ámm. A þessum tíma, 1934, hefur lík- lega tíðkast hugsunarhátturinn að lengi tæki sjórinn við. Til að mynda var öllum úrgangi ffá slát- uihúsinu, sem þá var þar sem bíla- og vélaverkstæðið er við Freyjugötuna, hleypt út í Sauðána sem þá rann þama skammt ffá, og það má nærri geta hvort ýmislegt smálegt hafi ekki lent út í Sauð- ánni sem þá rann í gegnum bæ- inn. SKAGFIRÐINGAR - SAUÐÁRKRÓKSBÚAR NÆRSVEITAMENN Jólaleikur í apótekinu Ef þú kaupir SNYRTIVÖRU, GJAFAVÖRU eóa BARNAVÖRU fyrir kr. 2000.- eða meir, áttu kost á því að komast í vinningspottinn sem veröur dreginn út LAUGARDAGINN 17. DESEMBER. 3 VINNINGAR ERU í BOÐI 1. VÖRUÚTTEKT FYRIR KR. 15.000.- 2. VÖRUÚTTEKT FYRIR KR. 10.000.- 3. VÖRUÚTTEKT FYRIR KR. 5.000.- ÞÁTTTÖKUSEÐLAR í APÓTEKINU TAKIÐ ÞÁTT í SPENNANDILEIK Sauðárkróks Apótek Hólavegi 16 Sírai 35336 Islensk vara Innlend atvinna ÍSLENSKT JÁ TAKK

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.