Feykir


Feykir - 14.12.1994, Qupperneq 1

Feykir - 14.12.1994, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI „Ekki marktæk gagnvart okkur" Segir vöruhússtjóri Skagfirðingabúðar um niðurstöðu verðkönnunar þar sem verslunin kom ákaflega illa út „Þessi könnun er alls ekki marktæk hvað okkur varðar, þar sem flest þeirra vöru- merkja sem teknar eru í könn- uninni eru í lítilli sölu hjá okkur og því leggjum við litla áherslu á verðlag þeirra. Vegna beins innflutnings erum við með aðal- söluna í öðrum vörumerkjum sem hinar verslanirnar í könn- uninni eru ekki með. Það eru Súpermerkið og önnur merki. T.d. er nánast öll kafflsala hjá okkur í Súperkaffl, súkkulaði- drykkurinn Nesquick er iítið seldur hjá okkur, aðalsalan er í sambærilegum drykk sem heit- ir Mix fix, þannig mætti áfram telja, og ég fullyrði að Skagfirð- ingabúð er með fyllilega sam- bærilegt vöruverð við stærstu verslanirnar á Norðurlandi, og í mörgum tilfellum lægra verð. Þá er vöruframboð hjá okkur með því mesta sem gerist“, seg- ir Ómar Bragi Stefánsson vöru- hússstjóri í Skagfirðingabúð. „Okkur finnst þessi könnun ákaflega ósanngjöm, þar sem að greinilegt er að vöruflokkamir voru valdir í verslunum KEA á Akur- eyri. Síðan er það „presenterað“ að vömúrvalið sé minnst hjá okk- ur, þar sem fæst vörumerkin fund- ust af þeim 108 sem valdin vom í könnuninni. Það skýrist náttúrlega af því að við emm með svo mörg vömmerki sem koma í stað þeirra sem vom í könnuninni. Svona könnun gefur eiginlega tilefni til að ætla að það eigi að stefha fólki til Akureyrar til að versla fyrir jól- in“, sagði Ómar Bragi. Skagfirðingar urðu felmtri slegnir þegar niðurstöður könnun- arinnar birtust, og mörgum kom í hug hvort samkeppnin milli mat- vömverslana á Sauðárkróki væri nú ekki meiri en þetta. Niðurstaðan í verðkönnuninni sem Neytendasamtökin gerðu í matvöruverslunum á Norðurlandi nýlega er þessi. Lægst var verðið í KEA-Netto,16% dýrari í KEA Hrísalundi, 18% dýrari í Hag- kaup, 19% dýrari í Þingey á Húsa- vík, verðlag var 23% hærra í Mat- bæ á Akureyri en í Nettó, 29% hærra í Svarfdælabúð og Valberg á Ólafsfirði, 31 % hærra verð var í Kjörbúðinni Kaupvangi, 32% hærra hjá útibúi KEA Ölafsfirði og verðið var 34% hærra í Skag- firðingabúið en hjá Netto sam- kvæmt könnuninni. Vilhjálmur Ingi Amason for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis segir Húsvíkinga standa sig vel í verðsamkeppn- inni, enda hafi Húsvíkingar áttað sig á því að ef þeir stæðust ekki samkeppnina myndi hluti verslun- arinnar flytjast til Akureyrar. „I ljósi þessa er undarlegt hversu hátt verðið er á Sauðárkróki. Það virð- ist sem Skagfirðingar njóti ekki góðs af þeirri miklu samkeppni sem ríkir á matvömmarkaði á Norðurlandi", segir Vilhjálmur Ingi í samtali við Mbl. sl. laugar- dag. Hann spáir því að ef verðlag lækki ekki á Króknum muni verslun Skagfiróinga flytjast í auknum mæli til Akureyrar. „Mér er nú kunnugt um að Skagfirð- ingabúð hefur nú þegar lækkað verð á hluta þeirra vömflokka sem könnunin náði yfir og ætlar sér að gera enn betur, þannig að þessi könnun er nú þegar farin að skila kjarabót til Sauðkrækinga og ná- granna", sagði Vilhjálmur Ingi. Þrátt fyrir gengdarlausar veiðar skagfírskra togara í Smugunni á þessu ári, í óþökk frænda okkar Norðmanna, brást það ekki frekar en vanalega að vinabær Sauðárkróks, Kongsberg, sendi jólatré að gjöf til bæjarins og að þessu sinni stærra og myndarlegra en nokkru sinni áður. Það er 11 metra hátt og nær vel yfir fánastöngina á torginu. Kveikt var á trénu við hátíðlega athöfn á torginu sl. laugardag. Krakkarnir í skólakórnum drógu hvergi af sér við söng jóla- laganna, blásarasveit lék, Jónas Snæbjörsson forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og tendraði ljósin. I þann mun kom jólasveinamir arkandi ofan úr Gönguskörðum og blönduðu geði við þá fjölmörgu sem mættir voru á torgið, og að sjálfsögðu voru þeir með glaðning í pokanum sínum. Átta togarar að veiðum yfir jólin Helmingurinn togarar Skagfirðings Allir fjórir togarar Skagfirðings selja í crlcndum höfiium í byrjun næsta árs og verða því að veiðum yfir hátíðarnar. Fjögur önnur skip, frá sitthvorri útgerð, ;'.;rða einnig að veiðum yfir jólin og áramótin, og tvö til viðbótar fara út milli jóla og nýárs. Þá gæti Rauðinúpur frá Raufarhöfn bæst við þcnnan hóp en skipið á söludag í Hull í Bretlandi 11. jan- úar. Skagfirðingur og Hegranes selja í Bremerhafen í Þýskalandi. Skag- firðingur á söludag 9. janúar og Hegranes þann 11. Skafti og Drangeyjan selja í Hull í Bretlandi. Skafti á söludag 3. janúar og Drangey 9. janúar. Það verður Grandatogarinn Engey sem selur fyrstur skipa á nýja árinu, 2. janúar, þá Sveinn Jónsson frá Miðnesi í Sandgerði 4. janúar, Breki Vinnslustöóvarinnar í Vestmannaeyjum selur 5. janúar, Haukur frá Valbimi í Sandgerði á söludag 12. janúar, Viðey frá Granda þann 16. og Vestmannaey- ingurinn Dalarafn selur 19. janúar. Öll selja þessi skip í Bremerhafen í Þýskalandi. Svínavatnshreppur: Tvö riðu- tilfelli í haust Nýleg.' var staðfest riða í kind að Stóra-Búrfelli í Svínavatns- hreppi. Þetta er annað riðutil- fellið sem upp kemur í Svína- vatnshreppi í haust. Nýlega var fargað hjörðinni á Ytri- Löngumýri. Stór fjáruú hafa verið á báð- um þessum bæjum. Þrír hreppar hafa einkanlega orðið fyrir barð- inu á þessum illvíga sjúkdóm sem riðan er og virðist lítiö lát á þrátt fyrir að ýmsum aðgerðum hafi verið beitt á seinni árum. Þetta em Svínavatnshreppur, Engihlíðarhreppur og Ashrepp- ur. —KTcn^ill — Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata Ib 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 Bílaviögeröir • Hjólbaröaverkstæöi RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.