Feykir


Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 44/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverö 137 krónur hvert tölublað með virðisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Ungverskur tónlistar- kennari á Ströndina „I>að var ungverskur tónlistar- kennari á Siglufirði sem hafði samband við okkur um mitt sumar og sagði okkur frá því að það vantaði tónlistarkenn- ara og organista á Skaga- strönd og Blönduósi. Við höfð- um heyrt lítið um ísland en hugsuðum svo að þetta yrði á- gætis ævintýri og að við hefð- um engu að tapa“. Skagstrendingar hafa fengið konsertpíanista frá Ungverja- landi til að kenna sér á píanó. Pí- anistinn Miklos Dalmay kom hingað í september ásamt konu sinni, Edit Molnar, og þremur bömum, sex, þriggja og tveggja ára. Miklos hefur haldið tónleika víða um Evrópu, í Bandaríkjun- um, Kanada og Suður-Afríku. „Okkur líkar ágætlega á ís- landi og erum önnum kafin við að læra íslenskuna, en þar sem að við eigum þrjú böm gefst ekki mikill tími til íslenskunámsins nema á kvöldin. Við lærum heima bæði af bókum og hljóó- snældum". Aðspuröur hversu lengi þau hjón hafi í hyggju að dvelja á ís- landi sagði Miklos hlæjandi, að það fari svolítið eftir veðrinu í vetur. „Ég hef heyrt að það geti orðið svolítið slæmt héma fyrir noröan á vetuma. Svo fer það líka eftir því hvort ég get áfram farið í tónleikaferðir um heiminn eins og ég er vanur að gera“. Konur - Karlar! Litgreining er sparnaður til lengri tíma Athugið! Er með gjafakort. Góða jóla- eða afmælisgjöf, því ekki? Veriö velkomin! Litahornið Hólavegi 14, sími 35862 Erla S. Halldórsdóttir Dieter Kolb leiðbeinir starfsfólki Hólaskóla við kerruaksturinn. Ráðgert að koma á kennslu í kerruakstri við Hólaskóla Vegfarendur um Hjaltadal urðu í síðustu viku varir við óvenjulega umferð um dalinn, því það er ekki á hverjum degi sem fólk rússar þarna um á hestvagni. Þarna var á ferð þýski tannsmiðurinn og hesta- áhugamaðurinn Dieter Kolb að þjálfa hesta Hólabúsins í kerru- akstri og um leið að kenna starfsfólki skólans og bændum í nágrenninu kerruakstrurinn, en þetta sport á miklum vin- sældum að fagna víða um lönd. Hér á landi gerast hestvagnar sívinsælli farartæki við hátíðleg tækifæri svo sem brúðkaup. Kolb þessi er sá sami er fór Rættí bæjarstjórn hringferð á hestvagni um landið í sumar og endaói ferð sína á Landsmótinu á Hellu. Hann er mikill áhugamaður um íslenska hestinn og hefur komið auga á að þessi kostagripur ræóur yfir mun meiri eiginleikum til notkunar en íslendingar hafa nýtt til þessa og hefur hann sett sér það takmark að breikka notkunarsvið íslenska hestsins hér á landi. Kolb ætlaði að halda nám- skeið í Reykjavík fyrir skömmu en af ófyrirséóum ástæðum varð ekkert úr því. Hann fór þess í stað til Hóla en Jón Bjamason skóla- stjóri er einn þeirra manna er hef- ur mikla trú á að kerruaksturinn Sauðárkróks um: Verktöku endurskoð enda og arkitekta Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins hefúr lagt fram tillögu þess efnis að samningi við nú- verandi endurskoðendur Sauð- árkrókskaupstaðar og stofhana hans, Svein Jónsson og Hauk Gunnarsson verði sagt upp frá og með næstu áramótum og viðskiptin verði flutt til KPMG Endurskoðunar hf á Sauðár- króki. Tillögu Onnu var vísað sam- hljóða til bæjarráðs. Þetta er í ann- að sinn sem Anna flytur þessa til- lögu en hún hefur beitt sér fyrir því aö heimaaðilar veiði látnir sinna verkefhum á vegum bæjarins að svo miklu leyti sem þess sé kostur. A bæjarstjómarfundi í gær kom fram að íþróttaráð hefur sam- þykkt að Stefán Öm Stefánsson arkitekt geri tillögu að stækkun sem fyrirhuguð er á suðursal íþróttahússins. Þá hefur íþróttaráð einnig samþykkt að unnin verði kostnaðaráætfun fyrir#einni áfanga íþróttahússbyggingarinnar, fyrir- hugaða stækkun á suðursaí og einnig að reiknaður verði kostnað- ur við þriðju búningsklefaeining- una og tengibyggingu. Stefán Om Stefánsson er son- ur Stefáns heitins Jónssonar sem var arkitekt við íþróttahúsbygg- inguna. Fram kom í kynningu á fundargerð á bæjarstjómarfúndin- um að Stefáns hefði erft þctta verk. Brynjar Pálsson fulltrúi K- listans og Anna Kristín lýstu furðu sinni á því að svona hlutir gengju í erfðir og óskuðu skýringa. Fram kom hjá Stefáni Loga Haraldssyni að litið væri svo á að samningur við arkitektastofu feðganna væri enn í gildi. Málið yrði engu að síó- ur skoðað frekar. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri taldi sig vanhæfan að tjá sig um málið og skýra það vegna skyldleika við Stefán hcitinn og Stefán Öm son hans. eigi framtíð fyrir sér hér á landi, td. geti hann nýst ágætlega í sam- bandi við ferðaþjónustuna. Jón segir að til standi aó Kolb komi aftur til Hóla í vor eða næsta haust til að fylgja kennslunni betur eft- ir en Hólaskóli áformar að taka upp kennslu í kerruakstri á hrossaræktarbraut skólans. Jóhann Friðgeirsson hesta- maður og ferðaþjónustubóndi á Hofi segir að það sé enginn vafi á því að það sé hestinum til góðs að beita honum fyrir létta kenu með- an á tamningu stendur og þjálfun hestsins á þann hátt bæti bæði lík- amlegt og andlegt ástand hans. Slitlagið kemur á Alexanders- flugvöll Eins og fram hefúr komð í fréttum á undanfómum dögum verðaframlögtil flugvallanna á Sauðárkróki og Egilsstöðum skorin niður um alfs 30 millj- ónir frá því sem flugmála- áætlun gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir þennan niðurskurð verður staðið við áætlunina að því leyti að bundið slitlag verður lagt á Afexandersflugvöll í sumar, eins og Feykir greindi reyndar frá nýlega, en hinsvegar einungis á 1200 metra af 2000 metra lengd brautarinnar. Raunar vilja sumir meina að 1200 metramir séu ekki nægjanlegir, þeir dugi varla fyrir Fokkerinn í áætlunarfluginu, en Flugráösmenn eru annarrar skoðunar. Fyrirséð er að skerðing verði á rekstrarfé til flugvalla á næsta ári og er talið óhjákvæmi- legt annað en það orsaki skeiöingu á þjónustu á fiugvöllum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.