Feykir


Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 44/1994 Nemendur Húnavallaskóla minnast lýðveldisafmælisins „Forsetinn hélt stutta ræðu en varó síóan aö flýta sér í burtu. Þaö var gaman aó standa auglitis til auglitis viö for- setann okkar. Þegar Vigdís var farin skoóuðum vió Bessa- staöi og Bessastaðakirkju. Húsið og kirkjan voru glæsileg en mest spennandi var aó skoða fomleifauppgröftinn sem er undir húsinu. Þar voru brot úr skálum, glösum og gam- an var aó skoöa gömlu herbeigin“, segir Tinna Magnúsdótt- ir nemandi Húnavallaskóla m.a. í frásögn sinni af feró 8.- 10. bekkjar skólans sem farin var í haust í tileíni 50 ára af- mælis lýðveldisins. Þaó var í byrjun skólaárs sem Björk Axelsdóttir einn kennara skólans vakti máls á því hvort skólinn gæti ekki minnst lýóveldisafmælisins á einhvem hátt. Undanfama vikur og mánuói hafa nemendur Húna- vallaskóla unnið aó ýmsum verkefnum er tengjast sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og nýlega var sýning í skólan- um á afrakstri þessarar vinnu. Á Þingvöllum var kirkjan og helstu Eldri bekkir Húnavallaskóla fóru í skólaferðina í lok septem- ber. Byrjaó var á því að fara í Perluna í Reykjavík, sem reyndar tengist ekki sjálfstæðisbaráttunni á neinn hátt. Síðan var farið að Bessastöðum og forsetinn heim- sóttur. Að þeirri heimsókn lokinni var farið í borgina aftur og ráð- húsið skoðað í fylgd Sigrúnar Magnúsdóttur. Því næst var hald- ið í Alþingishúsið og þar tók Páll Pétursson frá Höllustöðum alþing- ismaður, maður Sigrúnar, á móti krökkunum og leiddi þau í allan sannleika um þingið. Um kvöldið fóru krakkamir síðan í leikhús og bíó. Þau eldri fóru á Ærslaleik í Þjóóleikhúsinu og þau yngri á Bíódaga. Seinni dagur ferðarinnar byrj- aði með því aö farið var á tvær sýningar sem í gangi voru og tengjast lýðveldisafmælinu. I Þjóðminjasafninu var sýning sem hét Leiðin til lýóveldis og í Lista- safni Islands sýning á myndum nokkurra þekktustu listamanna þjóðarinnar frá tímum sjálfstæðis- baráttunnar og lýóveldistímans. Um hádegisbil var haldið til Þing- valla. Þar var gengið um vellina, á Lögberg, hátíðarpallinn og í kirkjuna. „Það var yndislegt veð- ur á Þingvöllum, stafalogn og vellimir eins fagrir eins og þeir frekast geta oröið á þessum árs- tíma. Við borðuðum nestió ut- andyra á grasflötinni við þjón- ustumiöstöðina", sagði Björk Ax- elsdóttir kennari. En hvemig var svo ferðin frá sjónarhóli nemandans. Grípum aftur niður í ritgerð Tinnu Magnúsdóttur. ,JPáll Pétursson frá Höllustöð- um fór meö okkur inn í þingsal- inn og settumst við þar niður og var hlegið mikið þegar krakkam- ir tóku sér sæti í stólum ráðherr- anna. Fræddi Páll okkur svo um ýmis málefni í sambandi við Al- þingi og störf þess. Að því loknu bauð hann okkur upp á hressingu. Við fómm í „leikhúsklæðnað- inn“ okkar og tókum síðan strikið í Þjóðleikhúsið á Gauragang. Leikritið fjallar um unglingsstrák og vandamál hans í lífinu. Eg hef aldrei farið á skemmtilegra leikrit á minni stuttu ævi. Þetta var hreint út sagt yndislega æðislegt. Við ókum niður í bæ til að sjá sýningu sem heitir „Lciðin til lýð- veldis“. Þar mátti sjá sjómanna- klæðnað, fallbyssu, mörg skjöl, vaxmyndir af þekktum mönnum og margt fleira. Löbbuðum við síðan sem leið lá að Þingvallavatni þar sem við vomm látin súnga hendinni ofan í sögustaðirnir skoðaðir. vatnið til aó finna hve kalt þaó væri. Það sem ég hugsaði þegar ég dýfði hendinni ofan í vatnið var Ekki vildi ég detta ofan í þetta vatn, ég mundi frjósa á stundinni. Við gengum um og skoðuðum marga söguffæga staði, m.a. Lög- berg þar sem Alþingi var haldið. Almannagjá þar sem menn vom t.d. hengdir á 17. öld, drekkingar- hyl þar sem konum var drekkt ef þær eignuðust óskilgetin böm og Skötutjöm þar sem sagan segir að gjá hafi legið undir bæinn og hafi verið hlemmur á eldhúsgólfinu sem var opnaður þegar átti að veióa murtu úr gjánni. Þar var alltaf mokveiði en það mátti ekki veiða nema í eina máltíð í einu. En eitt sinn þegar ungur og metnaðargjam maður keypti bæ- inn veiddi hann hverja murtuna á eftir annarri, því að hann skeytti því engu þó aö það mætti ekki veiða nema í eina máltíð í einu. Þegar hann var búinn að veiða í þónokkra stund beit stór murta á færið og eftir smá ryskingar stökk stór skata upp úr og hafði hún sjö hala. Þegar maðurinn sá þetta brá honum svo mikið að hann henti færinu í burtu og skellti hlemmn- um aftur. Því hann hélt að þetta væri djöfullinn sjálfur og eftir þetta hefúr ekki sést fiskur þar., Sýning var haldin í skólanum á verkefnum nemenda sem tileinkuð voru Iýðveidisafmælinu og sjálfstæðisbaráttunni fyrr á öldum. Við það tækifæri klæddust stúlkurnar íslenska þjóð- búningnum. Páll Pétursson alþingismaður ffá Höllustöðum tók á móti krökkunum í þinghúsinu við Austurvöll og leiddi þau í allan sannleika um þingið. Ljóðabók frá Kristjáni á Skálá „Fjöllin sál og ásýnd eiga“, er nafnið á ljóðabók scm Kristján Árnason smiður á Skálá í Sléttuhlíð hefur gefið út í bók- inni cru liðlega 100 ljóð ásamt einni smásögu eftir Kristján en bókina tileinkar hann föður sínum Árna Kristjánssyni. Kristján Ámason er fæddur á Stálpastöðum í Borgarfirði árið 1929. Hann fluttist með for- eldrum sínum að Kistufelli í sama héraði og dvaldi þar til ársins 1975 að hann fluttist norður í Sléttuhlíó þar sem hann hefur átti heima síðan. Kristján sagöist strax á bamsaldri hafa farið að setja saman vísur án þess þó að halda þeim til haga. Minna varð um ljóðagerð á fullorðinsárum en þegar heilsan bilaði árið 1990 snéri hann sér aftur að ljóóagerð og hún ásamt smíðum em nú hans helsta tómstundagaman. Kristján sagði að skyldmenni hans og vinir hafi eindregið hvatt sig úl að ráðast í bókaútgáfuna og nánast ýtt sér út í þetta, eins og hann oiðaði þaó. Ljóðin í bókinni em flest ort á síðustu fjómm ámm, margt verður höfundinum aó yrkisefni ekki síst náttúran eins og nafn bókarinnar gefur til kynna. Þess má að lokum geta að Kristján annast sjálfur dreifingu bókarinnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.