Feykir


Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 44/1994 Guðrún Marteinsdóttir •f Fædd 15. janúar 1952, dáin 24. nóvember 1994 Hún Rúna mín er dáin. Vió sem eftir stöndum, ástvinimir, stóra fjölskyldan hennar og allir vinimir drúpum höfði í sorg og söknuði, en þökkum Guði fyrir að hún var til og að við fengum aó kynnast henni og njóta elsku henn- ar. Eg féll gjörsamlega fyrir Rúnu frænku minni, þegar ég sá hana fyrst á vordögum 1952, en þá var ég á sextánda ári. Að sjá þennan bústna kropp og glettna brosið hennar. Eg þrýsti henni að mér og hvíslaði í eyra hennar „ástarinnar bamið mitt“. Eg hugði gott til glóó- arinnar, að fá aö passa hana og vemda í framtíðinni. Síðan hefur mér fundist hún vera litla systir mín, mér þótti svo undur vænt um hana. Það var ekki annað hægt, all- ir elskuðu hana, hún var svo mikill gleóigjafi. Nú er hún farin frá okk- ur, svo alltof fljótt, en við erum svo lánsöm að eiga minningamar um hana, allar svo ljúfar og fagrar. Ég á minningar hér frá Sauðár- króki, Króknum sem Rúnu þótti svo vænt um. Hér sleit hún bams- skónum í stórri ástríkri íjölskyldu. Héma hlupu þær Gudda systir hennar og hún um Nafimar og nið- ur Grænuklauf á sólbjörtum dög- um, komu viö hjá Lillu frænku sinni og fengu skúffuköku og ávaxtasafa. Alltaf leiddi Rúna Guddu systur sína sem var rúmu ári yngri en hún. Það var gaman að horfa á þær litlu hnátumar, Rúna ábúðarmikil og kotroskin á svip, leiðandi Guddu hvert sem þær fóm, þær vom svo einstaklega samrýmdar systumar, svo ólíkar sem þær vom. Yfirleitt nefndi maóur þær báðar um leið. Rúna vemdaði Guddu alltaf og réð henni heilt. Þær vom í sama bekk og leiddust í gegnum bamaskólann og Gaggann hér á Krók og aó lokum í MA og alltaf bar Rúna fyrst og fremst hag Guddu fyrir brjósti. Gudda launaði systur sinni svo sannarlega ástina og umhyggjuna í gegnum árin, síöustu þrjá mánuð- ina sem Rúna lifði. Hún var hjá henni hverja frjálsa stund sem hún átti og meira en það, og ástin og umhyggjan sem hún sýndi henni var einstök. Hún var að þakka henni fyrir öll árin. Ég vil þakka elskulegri nöfnu minni fýrir að létta Rúnu okkar síðustu vikumar sem hún lifði. Það var oft mikió fjör og líf í tuskunum hjá okkur systrunum hér á Króknum. Systkinin á Ægis- stígnum vom sjö, en hjá mér á Oldustígnum vom fimm og vom þau eins og stór systkinahópur, stóóu saman í gegnum þunnt og þykkL Ég minnist jólanna á Ægis- stígnum þegar allir vom að dansa kringum jólatréó og Marteinn stóó upp á stól við aó taka myndir af öllum hópnum. Þetta vom dásam- legar stundir. En nú em tveir ærsla- belgir horfnir úr þessum fallega hóp. Eflaust sitja þau saman núna Sveinn Hlynur og Rúna í himnaranninum og riíja upp gleöi- stundir af Króknum. Ég var aldrei í neinum vand- ræöum með bamfóstrur 1 gamla daga ef ég þurfti að bregða mér frá. Systumar á Ægisstígnum sáu um það. Bömin hrópuðu af fögnuði ef ég sagði þeim að Rúna frænka ætti aö passa þau, því í þeirra augum var hún stóra góða systir þeirra. Oft var ég ein heima með bamahópinn og sváfu þær þá hjá mér til skiptis systumar. Mörg kvöldin sátum við Rúna og spjölluðum í rökkrinu og fram á nótt, um skólann, framtíð- ina, sæta stráka, sem hún var pínu skotin í og allt það sem hafði gerst þann daginn. Þegar ég átti sjötta og yngsta bamið mitt var Rúna komin um tvítugt og orðin móðir sjálf, búin að eiga Ragnheiði litlu, bað ég hana að vera skímarvott fyrir dótt- ur mína, hún ljómaói af stolti og ánægju yfir þessari upphefð aö fá aó vera guðmóóir litlu stúlkunnar minnar. Hún tók hlutverk sitt mjög alvarlega, því alltaf fylgdist hún með henni og sendi henni gjafir. Hvar sem Rúna mín var í heim- inum og frétti af því að eitthvað bjátaði á hjá mér sendi hún mér uppörvandi bréf, sem vom svo skemmtileg og vel skrifuð, að það birti til á ný við lestur þeirra. En ferskust í minni mér er ferð- in okkar til Dyflinnar fyrir tveimur ámm, hvað við vomm hissa jiegar við hittumst á flugvellinum. Þá vissi ég að feróin yrði stórkostleg fyrst Halli og Rúna vom með. Þetta vom yndislegir dagar, við hittumst á kvöldin og sýndum hvor annarri hvað við höfðum keypt, fengum okkur bjórtár og sungum gömlu góðu Sæluvikulögin og támðumst pínu, þegar við sungum „Undir bláhimni“. Hápunkturinn í ferðinni var síðasta kvöldið á skemmtun. Halli og Rúna, þetta glæsilega par, vom kölluð upp á svið til að syngja og þau kölluðu á mig til að aóstoða sig, og þama stjómuðum við fjöldasöng við svo mikinn fögnuð áheyrenda að allt ætlaði um koll aó keyra, þá vomm vió frænkumar nú svolítið stoltar, en stoltust var ég yfír því að eiga svona geislandi fallega frænku. Ég gæti endalaust tínt fram minningar um Rúnu mína, og allar em þær ljúfar og bjartar og ylja mér og okkur öllum um ókomin ár. Viö höfum öll misst mikið, en sárastur er missirinn hjá elsku Halla mínum og bömunum og for- eldrum, það er sárt að horfa upp á bamið sitt deyja. Stríóió var stutt hjá Rúnu minni, en hún stóð uppi sem sigurvegari. Hún gekk aldrei frá óloknu verki, það var ekki að hennar skapi. Fáeinum stundum áður en hún dó, skrifaði hún undir skjöl, sem áttu að koma doktorsrit- gerð hennar í heila höfn, þetta var hennar sigur að ganga frá öllum sínum málum áóur en hún yfirgaf þettajarðsvið. Rúna lést á heimili sínu umvaf- in elsku ástvina sinna, þannig vildi hún fara. Ég vil þakka Rúnu fyrir alla gleóina og ástúðina, sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Það voru fonéttindi íyrir okkur aó fá að þekkja hana svona vel og elska. Eg felli tár, en hví ég grœt því heimskingi ég er, því minning, hún er sœl og scet og sömu leið égfer. (KJ.) Elsku Halli minn, Ranka, sem mamma var svo stolt af, Héðinn Þór, Maren litla, Rakel og Svafa, Radda systir og Marteinn og öll systkinin af Ægisstígnum, ég sendi ykkur öllum innilegar samúðar- kveðjur og megi glaða fallega brosið hennar Rúnu okkar lýsa okkur veginn framundan. Far þú í Guðs friði, elsku Rúna mín. Guðbjörg Bjarman (Lilla frænka), Sauðárkróki. Tindastóll úr næst- neðsta sætinu Eftir góðan sigur á Val, 81:74 „Þetta var gífurlega mikilvæg- ur sigur fyrir okkur og það er þægilegt að vera kominn úr næstneðsta sæti dcildarinnar. Strákamir börðust mjög vel og ég hcf trú á að þetta sé allt á uppleið hjá okkur. Sjálfur setti ég í haust takmarkið á að ná átta stigum fyrir áramót, og það hefur tekist gott betur“, sagði Páll Kolbcinsson þjálfari og leikmaður Tindastóls himinlif- andi eftir sigur liðs síns á Val á Króknum sl. sunnudagskvöld. Páll fór fyrir lærisveinum sín- um í gærkveldi og átti drýgstan þátt í því að Tindastóll náði frum- kvæði í leiknum, þegar liðið náði 10 stiga forskoti rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik, sem Valsmönnum tókst reyndar að ná niður fyrir leikhlé. Leikurinn var jafn og hörku- spennandi allan tímann, og grimm vöm leikin á báða bóga. í seinni hálfleiknum var oft jafnt og mun- urinn aldrei mikill, mestur 9 stig, og Tindastóll var ætíö með frum- kvæðið. Lokamínútumar voru æsispennandi, enda voru heima- menn komnir í talsverð villuvand- ræði. John Torrey var bestur í Tindastólsliðinu, en Hinrik, Páll, Ómar og Amar voru allir góóir, sem og Óli Baródal sem leikur geysigóða vöm og er greinlega framtíðar körfuboltamaóur. Hjá Val var Bow bestur en John Tor- rey hélt honum vel niðri. Þaó verður ekki ofsögum sagt að heppnin hefúr fylgt Tindastóli við val á erlendum leikmanni í ár. Stig Tindastóls: Torrey 26, Ómar 16, Hinrik 14, Páll lO,Am- ar 8, Óli 3, Atli 2 og Sigurvin 2. Stigahæstur hjá Val var Bow með 23 stig, Báróur og Ragnar skor- uðu 17 hvor. Gangur leiksins: 5:5, 18:12, 25:15,31:31,33:35, (39:38) 50:48, 61:55, 68:59, 71:65, 72:72,78:73, (81:74) Tindastóll og Valur hafa bæði 10 stig í deildinni, en Tindastóll hefur betur á fleiri sigmm í inn- byrðis viðureignum. Næstu lið fyrir ofan em IA og Haukar með 12 stig. Næsti leikur Tindastóls vcróur gegn Grindvíkingum suð- ur með sjó annað kvöld (fimmtu- dagskvöld) og síðasta umferð DHL deildinnarinnar fyrir jólafrí verður síðan nk. sunnudagskvöld. Þá koma Keflvíkingar í heimsókn í Síkið. Einn sigur í viðbót fyrir jól væri frábær uppskera á þessari leiktíð. Konurnar sigruðu ÍR Kvennalið Tindastóls vann góðan sigur á ÍR-ingum í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik um helgina, 71:42. Tindastóll er nú í fjórða sæti deildarinnar ásamt Stúdínum með 10 stig. Eins og úrslit leiksins benda til var sigur Tindastóls mjög ör- uggur og var snemma ljóst hvert stefndi. Stigahæstar í Tindastóls- liðinu voru Inga Dóra Magnúsdóttir með 21 stig og þær Kristín Magnúsdóttir og Asta Óskarsdóttir skoruðu 13 stig hver. Auk þessara þriggja þótti Sigrún Skarphéðinsdóttir leika mjög vel. Þetta var síðasti leikur kvennaliðsins í 1. deildinni á þessu ári. Tindastóll úr leik „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og útivellirnir ger- ast eldd crfiðari en hér á Krókn- um. Ég lagði það upp að við héldum jöfnu í hálfleik og það gekk eftir. Ég vissi að við mund- um taka þá í seinni hálflcikn- um“, sagði Jón Kr. Gíslason fyr- irliði Keflvíkinga að loknum sigri sinna manna á Tindastóli í 8-Iiða úrslitum Bikarkeppni KKI á Króknum sl. fimmtudags- kvöld. Leikurinn var skemmtilegur á að horfa og mikið af þriggja stiga skotum rataði ofan í. Torrey var þar lang atkvæðamestur hjá Stól- unum í þeim. Tindastóll lék áberandi betur í fyrri hálfleiknum í gærkveldi. Vömin var góó, en hinsvegar komu kaflar í sókninni sem áttu eftir aó reynast afdrifaríkir. Þannig hvarf 10 stiga forskot sem Tinda- stólsmenn ir náðu upp úr miðjum hálfleikum eins og dögg fyrir sólu, og á síðustu mínútu hálfleiksins varð bráólæti í sóknaraðgerðum til þess að Tindastólsmenn gengu með skiptan hlut til búningsher- bergja í stað þess að vera með 6-8 stiga forustu. Sá munur hefði gef- ið rétta mynd. Keflvfldngamir byrjuðu betur í seinni hálfleiknum og vom sterkari aðilinn allt til leiksloka og Tindastól skorti ætíð nokkuð á að jafna leikinn. Lokatölur urðu 83:87. Stig Tindastóls: J. Torrey 45, Hinrik G. 20, Páll K. 4, Sigurvin P. 3, Ómar 3, Atli Þ. 3, Óli B. 3 og Halldór H. 2. Stigahæstir hjá Kefla- víkingum vom Bums meö 27, KristjánG. 19 og Sigurðurl. 17. Golfara- grín komið út Út er komin bókin Golfara- grín eftir Braga V. Bergmann. Hún hefúr að geyma kímni- sögur um kylfinga og aðra þá, sem tengjast golfinu. Bókin ber undirtitilinn Hláturinn lengir lífið. Bókin skiptist í 12 kafla og segir þar m.a. af fjölskyldulífi og heilsufari ónafrigreindra kylf- inga: kylfusveinum, klaufum, svindlumm, fíklum og karl- rembum. „Svörtust" er kímnin í kaflanum „Gálgahúmor“ en þar segir m.a. af guðsmönnum á golf- vellinum. Bókin hefureinnig að geyma spakmæli, skoplegar skil- greiningar á helstu hugtökum íþróttarinnar og óábyrga sagn- fræði um það hvemig golf varð til. I frett frá útgefanda segir m.a.: „Golfaragrín er vissulega kjörbók kylfingsins. En hún á ekki síður crindi til þeinra sem hafa aldrei elt hvítu kúluna en kunna að meta græskulaust gaman". Golfaragrín er 128 síður að stærð. Bókin kostar 1994 krónur. Guðmundur Oddur hannaði kápu og Haraldur Sigurðsson teiknaði kápumynd. Munið endurskinsmerkin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.