Feykir


Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 7
44/1994 FEYKIR7 Á hvern hátt skal staðið að kjaramálum aldraðra Á félagsfundi í Félagi eldri borgara SigluFirði þann 20. nóv. sl. las form. bréf frá Landssam- bandi aldraðra, þar sem kynnt er á hvem hátt staðið er að því aö vekja athygli á kjaramálum aldr- aðra. I upphafi bréfsins segir svo: „Félög eldri borgara eru hags- munafélög fólks, sem komið er á eftirlaunaaldur eða farið aó huga að þeim breytingum sem fylgja því aldursskeiði. Þó er gert ráö fyrir því að hagsmunagæslan sé nokkuð með öóru sniði en hjá hefðbundnum vcrkalýðs- eða starfsmannafélögum. Verkefni eru fjölbreyttari og breytileg eftir aðstæðum á hverjum stað. Segja má að ekkert málefhi sé félögun- um óviðkomandi ef það snertir hagsmuni aldraðra. Á síðustu misserum hafa þó stjómvöld séð til þess með aðgerðum sínum að kjarabaráttan, einkum hjá lands- sambandinu, hefur verið togstreita um laun líkt og hjá verkalýðsfé- lögunum. Samstarf Oryrkjabandalags Is- lands og Landssambands aldraðra hófst með stofhun samstarfs- nefhdar í nóvember 1993, og gerð hefur verið grein fyrir í fréttabréfi áður. Það samstarf er ótvírætt merkur áfangi í samstarfi þessara samtaka og á væntanlega eftir að skila báðum þessum landssam- böndum góðum árangri í réttinda- og kjarabaráttu þessara fjölmennu samtaka. Um næstu áramót em allir kjarasamningar lausir og nýir samningar því í undirbúningi. Stjóm landssambands aldraóra vildi fylgjast með undirbúningi samninganna frá byrjun og óskaði eftir fundi í Samstarfsnefndinni, sem einnig er skipuð fulltrúum frá stærstu landssamböndum laun- þega í landinu. Sá fundur var haldinn 6. sept- ember og var þar ákveðið að Landssamband aldraðra og Ör- yrkjabandalagið tækju saman þau atriði í kjaramálum lífeyrisþega sem helst bæri að leggja áherslu á í tengslum við kjarasamninga launþega". Áhersluatriði aldraðra og ör- yrkja með tilliti til væntanlegra kjarasamninga í upphafi nýs árs em þessi helst. Að skattleysis- mörk verói hækkuð vemlega frá næstu áramótum. Tekjutapi ríkis- sjóðs verði mætt með nýju skatt- þrepi á hátekjur, og með fjár- magnsskatti. 2. Eingreióslur skv. samning- um aðila vinnumarkaðarins skili sér að fullu til lífeyrisþega. Or- lofsgreiðslur og desembergreiðsl- ur verði greiddar út sem prósenta af gmnnlífeyri, en láglaunabótum og viðskiptakjarabótum verði var- iö til hækkunar á gmnnlífeyri, sem greiddur er mánaðarlega. Ekki verði rofin tengsl launaþró- unar almennt og bótafjárhæóa til lífeyrisþega. 3. Tvísköttun á greiðslur úr líf- eyrissjóðum verði afnumin. Greiðslur í lífeyrissjóði verði við- uikenndar sem spamaðarform, og fái skattalega meðferð við út- greiðslur til lífeyrisþega sam- kvæmt því. Sett verði hió fyrsta heildarlöggjöf um starfsemi líf- eyrissjóóa í landinu og staða þeirra og hlutverk í lífeyris- og tryggingarkerfi þjóófélagsins skil- greint. Greiðslur einstaklinga inn á séreignareikninga leysi engan ffá þeirri skyldu að greiða lögboð- ið framlag inn í lífeyrissjóð, sem starfar innan laganna. 4. Að húsaleigubætur komi til framkvæmda í öllum sveitarfé- lögum frá næstu áramótum, en tilllaga fjármálaráðherra um fjár- mögnun þeirra með spamaói í tryggingarkerfinu og lækkun lána í félagslega íbúðakerfinu er ein- dregið mótmælt. 5. Framkvæmdasjóður aldr- aðra og Framkvæmdastjóður fatl- aðra sinni eingöngu sínum upp- haflegu hlutveikum, en veiði ekki notaðir til rekstrarverkefha. 6. Tekið verði af fullri alvöm á því siðleysi í þjóófélaginu sem skattsvik em. Kröfur á heilbrigðis- ráðuneytið 1. Tryggingastofnun ríkisins greiði áfram þau læknisvottorð sem fólki er nú ætlað að greiða sjálft, enda er það stofhunin sjálf, sem krefst þessara vottorða. 2. Endurgreiðslur tannlækna- kostnaðar verði færðar til fyrra horfs og ekki krafist fullrar tekju- tryggingar til hámarks endur- greiðslu, þar sem greiðslur úr eig- in lífeyrissjóðum skerða oft tekju- trygginguna. 3. Hjálpartækjamál Trygg- ingastofnunar ríkisins verði tekin til gagngerrar endurskoóunar með fullri aðild samtaka fatlaðra og aldraðra að þeirri endurskoðun. Kröfur um aukin réttindi sam- takanna: 1. Öryikjabandalag íslands og Landssambands aldraðra fái fulla aðild að Tryggingarráði, þar sem megin viðfangsefni ráðsins varða þessa tvo hópa. 2. Að stofnað verði samráðs- nefnd fulltrúa frá Landssambandi aldraðra og Öryrkjabandalagi ís- lands, ásamt fjármálaráðherra, fé- lagsmálaráðherra og heilbrigðis og tryggingarmálaráðherra. Nefndin hafi meó höndum sam- skipti ráðuneytanna við fyrrgreind samtök einkum þegar kjarasamn- ingareru til meóferðar. Halda skal fundi í nefndinni þegar tilefni er til og eigi sjaldnar en einu sinni á ári. 3. Að Landssamband aldraðra fái aðild að samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Einar M. Albertsson. Frjálsar íþróttir: Mörg héraðs- met fallið að undanförnu Frjálsíþróttaráð UMSS hefur haldið tvö mót í desember. Keppt var í völdum greinum og árangurinn mjög góður á mótunum og nokkur héraðs- met fellu. Sérstaka athygli vekur góð- ur árangur Birgis Óla Sig- mundssonar Tindastóli, sem hefur sett fjölda héraðsmeta í sínum aldursflokki (13-14 ára) í kúluvarpi og spjótkasti á þessu ári og nálgast Islandsmet í þess- um flokki vemlega. Þá hefur Teódór Karlsson Glóðarfeyki einnig bætt héraðmet í hástökki í drengjaflokki (17-18 ára) í 1,87 metra. Theódór sækir sig ár frá ári sem stökkvari og gæti nálgast tvo metrana vemlega í innanhússmótum vetrarins. Tugþrautarmaðurinn Jón Amar Magnússon Tindastóli sýnir einnig framfarir í kúlu- varpi, einni grein þrautarinnar, og varpaði hann 15,15 metra á dögunum. Það er bæting á per- sónulegu meti um 30 senti- metra og sannarlega gott vega- nesti fyrir Jón Amar nú þegar keppnistímabilið í innanhúss- mótunum nálgast. Auglýsið í Feyki Ókeypis smáar íbúð óskast! Óska eftir tveggja til þriggja herbergja íbúð til leigu, sem fyrst. Upplýsingar í síma 36260 eða 35648 eftir kl. 19. Hlutir óskast! Óska eftir notuðum bambílstól á góðu verði. Upplýsingar í síma 38220. Hendurðu gömlu jólakortunum? Ef svo er þá er ég jólakortasafh- ari og þigg öll jólakort. Upplýs- ingar í síma 95-22740 (Guðrún). Ýmislegt! Til sölu hvítur Subaru Justy árgerð 1991. Verð 670 þús., staðgreitt. Upplýsingar í síma 36533. Pennasafnarar! Enn em til nokkur sett af pennum, sem orgelsjóður Glaumbæjarkirkju lét útbúa. Hafið samband við Sigmar í síma 38187. Markaður í Höfðaborg Hofsósi, laugardaginn 17. desember kl. 13-15. Fljótakonur. Þú tippar til að vinna! Getraunanúmer Tindastóls er 550 Skagfirskar æviskrár I bindi tímabilsins 1910-1950. Hér er fjallað um fólk sem þú þekkir. Sögufélag, Skagfirðinga Safnahúsinu Sauöárkróki sími 95-36640. Vanos^' Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Vorönn 1995 athygli á kennslu í bóklegum faggreinum ía, rafióna og húsasmíóa, ef næg þátttaka cnarfrestur er til 20. desember nk. n á skrifstofu skólans og í síma 36400. Skólameistari. er Húsaleigubætur Umsóknareyóublöó vegna húsaleigubóta eru til á bæjarskrifstofunni. Þeir sem ætla aö fá greiddar húsaleigubætur fyrir janúar 1995 þurfa aö hafa skilaó inn umsóknum ásamt tilheyrandi gögnum fyrir 20. desember. Bæjarstjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.