Feykir


Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 14.12.1994, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 14. desember 1994,44. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsinganiiðill GFNCB Það komast allir í Gengið ungiingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið | Pottþéttur klúbbur! tm Landsbanki Sími 35353^ ^nds Banki allra landsmanna Frá útskrift námskeiðs Farskólans sem fram fór á Kaffi Krók sl. laugardag. Áætlað að rækjuverk- smiðjurnar kaupi Tanga „Við erum vongóðir um að þetta gangi eftir, enda er um mikið þrifa- og mengunar- varnamál að ræða , auk þess sem við teljum ágætan rekstr- argrundvöll fyrir verksmiðj- una, verði henni tryggt þetta hráefhi. Markaðurinn hefur verið nægur undanfarið, ekki hafst undan að framleiða og verðið er orðið þokkalegt“, segir Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Meleyrar á Hvammstanga. Margt bendir til þess að innan skamms verði rækjumjölsverk- smiðjan Tangi á Hvammstanga rekin í samvinnu rækjuverk- smiðjanna á Hvammstanga, Skaga- strönd, Blönduósi og Sauðár- króki er jafnframt muni sjá verk- smiðjunni fyrir hráefni. Þá er einnig í athugun að sveitarfélögin kaupi í sameiningu húsnæði það á hafnarsvæöinu á Hvamms- tanga semveiksmiðjanerstarfrækt í og er líklega metið á 8-9 millj. Hingað til hefúr einungis einn maður starfað í Tanga og hrá- efnisskortur m.a. staðið starfsem- inni fyrir þrifúm. Með auknu hrá- efhi er áætlað að fjölga störfum upp í 2-3. Áætlað er ársfram- leiðsla Tangagetiorðið 1000 tonn. Farskóli Norðurlands vestra: Námskeið í stofnun og rekstri fyrirtækja Vesturósbrúin tekin í notkun í haust hafa verið haldin á veg- um Farskóla Norðurlands vestra, með styrk frá Iðnaðar- ráðuneytinu, námskeið í stofh- un og rekstri smáfyrirtækja. Fyrsta námskeiðið var haldið á Hvammstanga fyrir skömmu og því seinna lauk á Sauðár- króki fyrir helgina. Um 15 þátt- Jón á Búrfelli á Búnaðarþing I kosningum til Búnaðar- þings sem fram fóru í A.- Hún. í síðustu viku var Jón Gíslason bóni á Stóra-Búrfelli kosinn fulltrúi Austur-Hún- vetninga. Kosningaþátttaka var um 50% og hlaut Jón 60% greiddra atkvæða. Varamaður Jóns á Búnaðarþingið var kjörinn Ragnar Bjamason bóndi í Norðurhaga. takendur sóttu hvert námskeið fyrir sig. Vonir standa til að áður en langt um líði verði unnt að halda þetta námskeið á Siglufirði. Meginhluti námsefnis kemur frá Iðntæknistofnun. Námskeiðið stendur í 34 kennslustundir og að sögn Einars Steinssonar umsjón- armanns er ekki farið mjög djúpt í viðfangsefnið, stofnun og rekst- ur smáfyrirtækja. Farið er yfir mikið námsefni á skömmum tíma, og er markmið námskeiðs- ins að nemendur frigóða innsýn í viðfangsefnið og séu betur hæfari til að takast á við það en áður. Helmingur þátttakenda í nám- skeiðunum til þessa standa ann- aðhvort í rekstri eða hafa verið meó fyrirtæki. Á námskeiðinu á Króknum voru leiðbeinendur auk Einars Steinssonar þeir Helgi Hannes- son, Ingvar Þóroddsson og Krist- ján Jónasson. Útskrift fór fram í Kaffi Krók sl. laugardag. Sl. sunnudag var hleypt umferð á nýjan veg og brú um Vesturós Héraðsvatna hjá Sauðárkróki. Þar með er gamla brúin tekin úr notkun, en hún var byggð á ár- unum 1925-1926. Vegurinn að henni er með mjög kröppum beygjum, þannig að lengstu bíl- ar áttu í erfiðleikum með að komast um hann, auk þess sem hann var hættulegur allri um- ferð, einkum í hálku. Nýja brúin er 100 mctra löng i þremur höfúm, steypt, eftirspennt bitabrú. Brúin er tvibreið meó sjö metra akbraut og aö auki með 1,5 m gangbraut Hún var byggð af vinnuflokki Vegagerðarinnar, brú- arsmiður var Guðmundur Sigurðs- son Hvammstanga. Kostnaður við brúna var um 42 millj. króna, sem er um 20% lægri kostnaður en áætlað hafði veriö. Kióksveik hf á Sauðáricróki var verktaki við gerð vegarins að brúnni. Nýi vegurinn er 1,9 km að lengd auk leiðigarða við brúna. Magn fyllingar, burðarlags og grjótvamar var rúmlega 60 þúsund rúmmetrar. Tilboð Króksverks var um 14,8 millj. króna sem var 65% af kostnaðaráætlun. Fyllingarefhið var að mestu tekið úr farvegi Hér- aðsvatnanna og þurfti því að haga framkvæmdum eftir sjávarföllum. Hluti fyllingar var gerður í desem- ber 1993 og var brúin byggð á þeirri fyllingu. Króksveik var einnig verktaki vió það verk er kostnaði 4 millj. króna. Samkvæmt upplýsingum Jón- asar Snæbjömssonar umdæmis- stjóra Vegagerðar ríkisins er stytt- ing Sauðáikróksbrautar vegna nýja vegarins um 300 metrar. Verkinu verður ekki að fúllu lokið fyrr en bundið slitlag verður lagt í júní 1995. Heildarkostnaður verður 90 milljónir. Oddvitinn Eg mundi segja að nýja brúin yfir Vötnin væri önnur kyn- slóðin frá Jóni Osmanni. Hún mýkist til muna beygjan við Vesturósbrúna frá því sem var við þá gömlu, en þar gátu lengri bflar stundum lent í erfiðleikum. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.