Feykir


Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 45/1994 Fyrstu spor framkvæmdamanns Kafli úr bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Pálma í Hagkaup Pálmi Jónsson með fjölskyldu sinni árið 1958. Frá vinstri: Stella, Lilja, Sigurður Gísli, Jón, Ingibjörg Stefanía og Pálmi. Kaupmaðurinn í Hagkaup naut sín vel í faðmi fjölskvldunnar, þótt næðisstundirnar væru fáar á frumbýlingsárunum, þegar Hagkaup stækkaði mjög ört. Hof stendur sem næst miðja vegu milli fjalls og fjöru á mióri Höfða- strönd, og sést þaðan vítt um Skaga- fjörð, frá Mælifellshnjúk í suðvestri og alla leið norðvestur um Skaga og eyjamar, Drangey, Málmey og Þórð- arhöfða. Beint á móti Hofi, vestan Skagafjarðar, blasir hinn sæbratti Tindastóll við nyrst, en þá taka við lægri fjöll og heiðar á Skaga. Jörðin sjálf er landmikil og hvergi aðþrengd, enda var hún um langan aldur höfð- ingjasetur. I landi Hofs er Hofsós, einn elsti löggilti verslunarstaður á landinu. Hofsbóndi átti þar allar lóðir og réttindi. Hof liggur vestan undir svonefndum Tröllaskaga, hrikalegri hálendisgirðingu, sem lækkar smám saman til norðurs. Hagafjallið fyrir ofan Hof er hins vegar vinalegur stað- ur, og af því er mikið skjól fyrir norð- vestannæðingnum. Það er gróið langt upp eftir hlíðinni, og nýtur sólar vel. Fljótur að sjá úrræði Sonur bóndans á Hofi, Pálmi Jóns- son, svaf nokkur fyrstu árin í rúmi ömmu sinnar og fóstru, Stefaníu. Hann varð snemma ákveðinn, sjálf- stæður og þrekmikill. Ein fyrsta setn- ingin sem hann sagði, var: „Mámmi getur!“ Þá gat hann ekki sagt Pálmi, en vildi ekki láta sinn hlut eftir liggja. Pálmi gekk ungur til allra venjulegra búverka á bænum, en hugur hans stóð ekki til búskapar. Gramdist Jóni bónda Jónssyni það stundum, að sonur sinn skyldi ekki vilja taka við jörðinni af sér. Pálmi hafói engan áhuga á skepnuhaldi; hann vildi suður. „Pálmi var laginn við öll störf og mjög hagvirkur,“ sagði Andrés Bjömsson, móðurbróðir hans og upp- eldisbróðir. „Hann þoldi illa að menn ynnu sér hlutina erfiðar en þurfti. Hann var ákaflega fljótur að sjá úr- ræði í hverju máli og láta verkin ganga. Hann greip ungan ástríða til verslunarstarfa, og held ég, að hún sé úr ætt móður hans og móðurömmu. Það fólk hafði margt meiri áhuga á kaupmennsku en búskap". Andrés heldur áfram: „Þótt Pálmi hefði þannig ætíð mestan áhuga á verslun, var hann fjölhæfur. Hann var sérstak- lega vel gefinn maður, las mikið og hafði gott vit á myndlist. Hann átti talsvert safn málverka, er yfir lauk, hygg ég. Hann var sjálfur mjög drátt- hagur, þótt hann ræktaói þann hæfi- leika ekki sérstaklega með sér. Þá var hann vel kunnugur skáldskap og kunni margt vísna, þótt ég vissi ekki til, að hann fengist neitt við að yrkja sjálfur.“ A Hagafjalli ofan við Hof voru engjar, á meðan gamlir búskaparhættir héldust, og þar var eins konar leik- völlur barna og unglinga á Hofi, berjaland gott og gaman að klifra fjallið vegna útsýnis yfir ströndina fjær og nær. „Það segir sína sögu,“ kveður Andrés Bjömsson að orði, „að Pálmi tók Hagafjallið undan, þegar hann seldi Hof að lokum. Hof átti í honum sterkar taugar. Héðan hafði hann ungur horft yfir Hofstorfuna, sem breiddi úr sér fyrir neðan.“ Hann gerði þetta óvart Sólveig, tvíburasystir Pálma, segir: „Við krakkarnir lékum okkur oftast með hornum, leggjum og skeljum, eins og sveitakrakka var siður, en Pálmi kom með alls konar hluti, sem hann sagði, að væru flugvélar, og renndi þeim með miklum hávaða um loftið. Hann var alltaf hugfanginn af vélum og nýrri tækni. Hann var eng- inn sveitamaður í sér. Frá blautu bamsbeini var Pálmi að velta fyrir sér nýjungum, gmfla í hlutum og grúska. Einu sinni sagði hann alvarlegur í bragði við Sólveigu: „Þú veist ekki, hvað ég þarf að hugsa mikið!“ Pálmi var að sögn systur sinnar tápmikill, en fremur baldinn, þegar hann var barn og unglingur, en þær móðir hans og amma létu allt eftir honum. Eitt sinn vom þau systkin að ganga með ömmu sinni, Stefaníu, út á engi til að færa fólki mat. Pálmi ýtti þá við Sólveigu, svo að hún hrasaði. Þá sagði amma hans: „Hann gerði þetta óvart. Þú veist að hann á hring- höndina!“ Stefanía bar hring á hægri hendi og kallaði hana því hringhönd- ina, og var hún vön að leiða Pálma með þeirri hendi. „Ég gat ekki óskað mér betri bróður. Ég var alltaf stolt af honum; mér fannst hann svo gáfaður, og hann var líka svo sterkur og stór,“ segir Sólveig. Kyndug skilríki A menntaskólaárum sínum í Reykjavík bjó Pálmi fyrst hjá Pálma Hannessyni rektor, frænda sínum, en síðar hjá móðursystrum sínum, Jór- unni Björnsdóttur á Þjórsárgötu 3 í Skerjafirði og Sigurlaugu Bjömsdótt- ur á Sólvallagötu 41. „Pálmi var létt- lyndur og kátur piltur. Hann var stríð- inn, gerði þó sjaldnast fólk sárt,“ segja frændsystkin hans, Jón Birgir Péturs- son og Ásthildur Pétursdóttir, börn Jórunnar. Minnist Jón Birgir þess, þegar Pálmi, sem þá var um tvítugt, hafi leikið á sig og vin sinn, Hörð Sig- urgestsson, síðar forstjóra. Hafi Pálmi tekið þá tali og sagst geta orðið þeim úti um ómælt súkkulaði og tyggi- gúmmi, en þetta voru mestu lífsgæði, sem ungir drengir gátu öðlast á þeim árum. Þeir hafi auðvitaö tekið boðinu ólmir. Pálmi hafi síðan útbúið skilríki fyrir guttana tvo, þar sem hann hafi tekið myndir af þeim og skrifað með texta á ensku. Þegar hermennirnir á flugvellinum rétt hjá hafi séð skilríkin, sem hinir smávöxnu herramenn hafi framvísað, hafi þeir kæst svo, að þeir hafi leyst þá út með meira súkkulaði og tyggigúmmíi en þá óraði fyrir að til væri í öllum heiminum. Það réðst á hann einhver drjóli Á þeirri tíð var nokkuð rætt um þá hugmynd Jónasar Jónssonar frá Hriflu, Pálma rektors Hannessonar og fleiri framsóknarmanna að flytja skól- ann upp í sveit. Taldi Jónas frá Hriflu nauðsynlegt að draga unglingana frá „vindlingum og víni, frá knæpum og danskjöllurum, frá iðjuleysi og hengil- mænuskap kringum kvikmyndahúsin og lítilfjörlega skemmtistaði", eins og hann orðaði það. Þessi hugmynd hlaut þó ekki hljómgrunn. Bóndasonurinn frá Hofi á Höfða- strönd, Pálmi Jónsson, eignaðist ekki nána vini í hópi bekkjarsystkina sinna í Menntaskólanum í Reykjavík. Á meðal bekkjarsystkina hans voru þau Lilja Petersen læknir, Sigurður Bald- ursson lögfræðingur og Jónas Ámason rithöfundur og alþingismaður. „Ég þekkti hann lítið í skóla,“ segir Sigurður Baldursson. „Vió vorum ekki í sömu klíku, og hann tók lítinn þátt í félagslífinu. Hann hefur aldrei mætt á stúdentaafmæli, sem við höf- um haldið upp á.“ Jónas Ámason seg- ir: „Pálmi var ekkert sérstaklega kátur drengur. Hann var fáskiptinn, jafnvel einfari. Hann tók til dæmis engan þátt

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.