Feykir


Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 8
8FEYKIR 45/1994 Þrjú hundruð míliir Af Vestfjarðaferð Gufubaðsgengisins á sumardaginn fyrsta Texti og myndir: Hjalti Pálsson Fyrri hluti * A milli kl. 7 og 8 á mióviku- dögum hefur viss hópur manna á Sauðárkróki haldið hópinn í gufubaði í sundlaug- inni. Þetta er oröið eins og hvert annaó náttúrulögmál. Fáeinir hafa helst úr lestinni og nýir komió í staöinn, en annars hefur sami kjarninn haldið þama saman í 15 til 20 ár. Þarna er viss kjami úr Ferðafélagi Skagfirðinga, gam- alreyndir og þaulvanir ferða- menn, og allir eiga þeir það sameiginlegt að eiga eða hafa átt snjósleða og vera haldnir dálítilli sleðadellu, þó á mis- jafnlega alvarlegu stigi. Oft er rætt um feróir, bæði famar feróir og ófarnar og þegar leið að seinustu sumar- málum, var farið að ræða möguleika á sumarferð. Sum- ardagurinn fyrsti er jafnan fimmtudagur og almennur frí- dagur og meö því aö taka sér frí á föstudegi mátti fá fjóra daga samfellda. Eftir talsverðar undirbúnings- umræóur í gufubaðinu mættu nokkrir dellukallar hjá Braga Þór og Sigríði í ^uruhlíð 3 mánudagskvöldió 18. apríl til frekari undirbúnings og ráöa- gerða. Akveóið var aö stefna til Vestfjarða, helst alla leiö norður á Hom. Klukkan var að verða hálfníu að morgni sumardagsins fyrsta, 21. apríl 1994, þegar sex sleðakallar lögðu upp frá Messuholti í Vestfjarðaför: Sigur- þór í Messuholti, Friggi Nikk, Bjössi Svavars, Jói á Hrauni, Bragi Þór og Hjalti Páls. En einnig réðst til ferðar með okkur Sigríður Andrésdóttir, kona Braga og tvímenntu þau á sleða. Það hafði kastað smáéli um nóttina Bílalcstin komin vestur í Hrútafjörð. Ferðafélagarnir komnir að Hótel Djúpuvík. Frá vinstri: Jóhann Rögnvaldsson frá Hrauni á Skaga, Bragi Þór Har- aldsson og Sigríður Andrésdóttir frá Sauðárkróki, Friðrik Jónsson (Friggi Nikk.) og Sigurþór Hjörleifsson. A mynd- ina vantar Björn Svavarsson og Iijalta Pálsson á Sauðárkróki. urgistingu á Hótel Djúpuvík. Harófenni var, en víða í dældum mjúk fönn. Samt var heldur óþýtt færi og ekki ekið mjög hratt. Utbúnaður var allur sniðinn af fyrir- hyggju, enda flestir í hópnum þaul- reyndir feröamenn. Þrír sleðar voru með lorantæki, sem oft áttu eftir að koma í góðar þarfir og tveir búnir far- síma. Við gátum því hringt á undan okkur, og þegar við komum norður undir daladrög Reykjarfjarðar, hittum við fyrir mann, sem sendur hafði verið til móts við okkur og leiðbeindi eftir krókaleiðum niður í Kjósina og alla leið heim að Djúpuvík. Kom það sér vel, ella hefðum við áreiðanlega ratað margan refilsstig. Annars var leiðin vörðuð ofan í fjörðinn af veifum. Hjón- in í Djúpuvík höföu gert þetta því þau þurfa oft að fara á sleða norður í Tré- kyllisvík, m.a. til að koma bömum sín- um í skóla að Finnbogastöðum. Á Djúpuvík A Djúpuvík var sem kunnugt er rek- in umfangsmikil síldarverkun um tveggja áratuga skeið. Þar var byggð fullkomin verksmiðja á fjórða áratugn- um, bryggja og öll aðstaða. Fyrir fáein- um árum keyptu ung hjón, Asbjöm Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir verksmiðjuhúsin í Djúpuvík og hafa verið að koma sér þar fyrir síðan, reka nú ferðaþjónustu og smávegis útgerð. Við vorum að vísu fyrstu gestir ársin. Hótelið er í gamla kvennabragganum, sem hefur verið gerður upp á skemmti- legan hátt. A neðri hæð er matsalur og eldhús, en uppi em herbergi og setu- stofa. Þrepin upp gamla stigann eru gauðslitin og auðséð að þar hefur margt og dimma í lofti út á Krók, en þegar kom fram á Langholtið var sólin farin að skína. Fölið hafði gert sérstæðan gráan lit á Langholtið og vesturfjöllin brostu við ^kkur og gáfu fyrirheit um góða ferð. A Amarstapa gnæfði Steph- an G. og bar í sólskinsbaðaðan Vala- dalshnjúkinn. Ferðin gekk viðstöðulaust um Húna- vatnssýslur og aðeins staldrað við í Brúarskála, áður en haldið var áfram út Strandimar. Það munu vera ein 12 ár síðan ég fór um þessar slóðir, en samt var landið kunnuglegt, aðeins vegurinn hafði víða tekið stakkaskiptum, þar sem komnir voru olíubomir kaflar. Á Broddadalsá var enn sem fyrrum stór- búskaparlegt á að líta, útihús mjög stór, en gömul og farin að láta á sjá. Uppi standa veggir af gömlum torfhúsum. Svo koma fínu fjárhúsin í Broddanesi. Og nú kemur maður á veg eins og í gamla daga, sem farinn er að vaðast upp í aurbleytu og ég er ekki frá því að þær hafi verið þama ennþá holumar, sem ég sá fyrir 12 ámm. Ásbjöm Þorgilsson gestgjafí í Djúpuvík kominn á flug með sögurnar og sér í bakið á Frigga Nikk. Farið var niður á Hólmavík og kom- ió inn á bensínstöðina til að spá í spil- in. Haldið síðan upp á Steingrímsfjarð- arheiði og staðnæmst þar um hálf tvö. Þar var ekið út á hjarnfönn utan vegar og sett upp bækistöð. Veður var sæmi- lega bjart, sá til sólar annað slagið, en strekkingsvindur og smáskafrenningur, landið sem jökull yfir að líta. Nú var tekið til að ferðbúast, sleðar teknir af kerrum og bundinn upp á farangur eins og trússahesta í gamla daga. Einn aft- anísleði var hafður með. Gamli jaxlinn, Friggi Nikk, tók hann að sér. Um kl. þrjú var allt til reiðu, teknir lóranpunkt- ar og síðan lagt upp norðureftir. Stefn- an var norður í Reykjarfjörð, þar sem við höfðum pantað kvöldverð og næt-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.