Feykir


Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 9

Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 9
45/1994 FEYKIR9 Menn eru sílaðir og veðurbarðir eftir bylinn á Glámujökli. sporið verið stigið, enda var okkur tjáð, að hér hefðu búið um eða yfir 100 stúlkur, þegar mest var. Herbergin sem við fengum til íbúðar eru svosem 3x4.5 fermetrar og í hverju þeirra sváfu 8 stúlkur. Borðstofan er full af gömlum munum og myndum frá fyrri tíð. Við einn vegginn stendur stór eldavél, þak- in ýmsum gömlum munum, sumt frá síldartímanum, annað eldra. Friggi Nikk var nú kominn aftur á kunnuglegar slóðir eftir 45 ár. Sumarið 1949 hafði hann verið hér í vinnu í síldarverksmiðjunni. Verksmiðjan var aðeins gangsett tvisvar sinnum þetta sumar og það var svo lítið að gera, að Friggi sofnaði á mjölloftinu og Guð- mundur verksmiðjustjóri kom þar að honum og áttu þeir langar samræður, eftir að Friggi vaknaði. Guðmundur var faðir Maríu Guðmundsdóttur fegurðar- drottningar. Erfið lífsbarátta Lífsbaráttan á Djúpuvík er með ólík- um og öðrum hætti en flestir eiga að venjast. Þau eru eina fjölskyldan sem hefur vetursetu í Djúpuvík og eina fólkið í firðinum utan tvær konur, sem búa á bænum Reykjarfirði. Þar er ekki hlaupið út í búð eftir nauðsynjum eða til nágrannans eftir aðstoð. Hér verður að treysta á sjálfan sig. Þau hjón sögðu okkur ýmislegt frá lífsbaráttunni á þessum stað, m.a. hvemig það er að koma bömunum í skólann um hverja helgi yfir fjallveg norður í Trékyllisvík. Þau keyptu sér nýjan sleða s.l. haust, sem getur tekið alla fjóra fjölskyldumeðlimina. Áður höfðu þau löngum reynt að koma böm- unum sjóveg eða landveg, meðan fært var. Eitt sinn, er þau vom nýlögð af stað frá Gögri í einni slíkri ferð, gerði kol- dimma hríð og komið náttmyrkur. Þau sigldu áfram eftir áttavitanum. Lóran- inn fór út, en þau tóku tímann, þangað til þau töldu sig vera komin að bryggju. Þar var öflugur ljóskastari, en þau sáu ekki neitt. Nú var slegið af, strákurinn fór frammí og rýndi, en sá ekki neitt. Svo var farið í hringi. Þá sást í kletta- belti, strákur hélt að það væri inni í Kjós, Ásbjörn taldi svo ekki vera og hélt áfram hringsóli, þangað til glytti í ljósið. Þá höfðu þau verið rétt fyrir framan bryggjuna. Það kom líka fyrir aó sjórok og selta settust svo á einangrara á raflínunum, aö línan sló út. Þá var það eitt til ráða að sækja langan stiga upp í verksmiðju- hús, streða með hann í kaffenni að raf- línustaumnum og klifra þar upp til að þvo seltuna af einangmmnum. Föstudagur 22. apríl. Við vöknuðum laust fyrir átta á föstudagsmorgunn. Utlitið var ekki sumarlegt, hríðarmugga og kólga í lofti. Datt þá upp úr Sigurþóri: “Jaaá, þær em líklega komnar þama kvensumar, sem mig var að dreyma í nótt”. “Núúú!”, sögðum við, “hvemig fóm þau viðskipti?” “Jaaa, ég gat nú snúið hana af mér þá fyrri”, svaraði Sóri. En við fengum aldrei að vita hvemig hafði farið með þá seinni. Þótti okkur nú ekki góður fyrirboðinn og var hringt var norður á Hombjargsvita í Ola komma, sem sagði að þar væri bjart. Við vomm því rólegir, vildum vita hvort létta mundi og spjölluðum við húsráðendur. Ásbjöm gestgjafi kom inn, þegar við sátum að morgun- verði og hóf að segja sögur, komst í slíkan ham, að hann fór á kostum og menn skemmtu sér hið besta. Hann var kunnugur ýmsum í Skagafirði, hafði búið á Sauðárkróki nokkur ár eftir 1960, var þá giftur Sigríði dóttur Kon- ráðs Þorsteinssonar og vann á kaupfé- lagsverkstæðinu. Þaðan komu margar sögur, sem undirritaður hefur því mið- ur flestum gleymt, en Ásbjöm kunni m.a. að segja frá Frigga Sig., sem gekk um annars hugar með skiptilykil í hendinni og skrúfaði hann sundur og saman. “Hvað ert þú að gera Friggi minn”, spuröi Ásbjöm sakleysislega. “Eg er að taka saman verkfærin”, tuldr- aði Friggi. Svo kom ein af bóksalanum á Króknum, Binna Júlla, sem þá vann á verkstæðinu. Binni var mikið í því að sprauta bíla. Og það vildi stundum renna til hjá honum lakkið, ef ofmikið var gefið á í einu. Viðskiptavinimir vom misánægðir með þetta og Binni þurfti því stundum að redda þessum missmíðum eða kjafta menn til og sansa þá, en maðurinn var aldrei laus við prakkaraskap og síst á þeim ámm. Einhverju sinni var Ásbjöm að bogra við eitthvert verk. Binni læðist aftan að honum óvömm og þrífur í hann óþyrmi- lega svo að Ásbjöm hrekkur við og verður það til viðbragða að hann send- ir slummuna framan á Binna. “Hvað er þetta, hrækir þú á mig helvítið þitt”, segir Binni. “Já, vinur minn”, svarar Ásbjöm, “og rann ekki til.” Við fómm ekki frá Djúpuvík fyrr en kl. 11. Er við komum upp úr Reykjar- firði var strekkingur og gekk á með élj- um. Þar var slegið á ráðstefnu. Oráð- legt þótti að halda norðureftir á ókunn- ar slóðir, en e.t.v yrði hagstæðara veð- ur næsta dag. Var tekin sú ákvörðun að fara á Suðurfirðina til Þingeyrar. Þang- að vom þau hjón, Bragi Þór og Sigríð- ur, allfús, því þar búa foreldrar Sigríð- ar. Var því stefnan tekin til baka og komið í bækistöðina á Steingrímsfjarð- arheiði og höfó þar klukkustundar við- dvöl, þar sem menn og sleðar tóku til sín næringu. Vandræði sögumanns Nú er að segja frá vandamáli sögu- ritara, sem hann neyddist til að gjöra uppskátt á þessari stundu. I Djúpuvík hafði ég oröið þess var, að bíllyklar mínir vom ekki þar sem þeir áttu að vera í vasanum og gat ég hvergi fund- ið. Eg hafði áhyggjur af þessu — ég verð að segja þaö, en lét ekki á mér finna, því ég gældi við þá veiku von, að lyklamir hefðu orðið eftir skránni í bíl- hurðinni eða lent ofan í skottinu á bíln- um, þegar ég var að búa mig til ferðar. Var nú mitt fyrsta verk að huga að þessu, en auðvitað sáust engir lyklar. Hver maður fór að sínum bíl, tók til nestis og hagræddi sér. Ofurlítið föl hafði sest ofan á hjamið og ég fór að þreifa í snjónum kringum bílinn, ef lyklarnir hefðu dottið þama niður, en án árangurs. Var nú ekki annað fyrir en ganga á vit náunga síns og láta uppi vandræðin. Sjálfsagt hafa félagamir hugsað eitthvað fleira en þeir sögðu, en á málinu var tekið af umburðarlyndi og ákveðið að tefja sig ekki við aðgerðir að sinni, því koma tímar og koma ráð. Vesturförin Eftir klukkustundarviðdvöl var hald- ið af stað suður og vestur. Veður var hvasst og skafrenningur, stundum ofan- koma, en þó sjaldan svo að ekki sæi sæmilega frá sér. Landið var greiðfært á sleða og engar teljandi hindranir á leið okkar. Þegar kom vestumndir Glámujökul, var skollin á iðandi hríð svo að lítt eða ekki sá á jörð, allt rann saman loft og láð. Hvort var nú komin draumkonan hans Sigurþórs? Bjössi frá Lyngholti var helsti siglingafræðingur- inn og tók nú forystuna. Keyrt var eft- ir lóran og við siðluðum áfram í hala- rófu með tveggja til þriggja metra millibili. Sást stundum ekki hvort sleð- inn hreyfðist í iðunni, maður fann bara að hann ruggaði. Sem betur fór var land þama fremur greiðfært, en samt þurfti mikla varúð og allir settu traust sitt á Bjössa sem leiddi okkur áfram hægt en ömgglega. Við höfðum lóran- punkt austan í Glámujöklinum og á hann var stefnt. Loks vomm við komn- ir upp á jökulinn og skyndilega grillti í ókennilega þúst framundan, eins og fannbarið tröll. Þegar að dró kom í ljós að þetta var staur, sem hafði hlaðið á sig svo mikilli ísingu, aó hann var orð- inn margir metrar að ummáli. Þama var að sjálfsögðu stansað og teknar mynd- ir meðan menn virtu fyrir sér þetta undur. Til Dýrafjarðar Vestur af Glámujöklinum tók við hásléttan milli Amarfjarðar og Dýra- fjarðar. Sums staðar er ekki ýkjalangt á milli fjallsbrúna og víðast hengiflug. Þama er mjög hættulegt að vera á ferð í dimmu. Skyndilega getur maður ver- ið kominn fram á heljarbrún. En sem betur fór hafði létt veðrinu, eftir að kom niður af jöklinum, svo að ferðin sóttist allvel vestureftir fjallinu. Kom- um við von bráóar ofan á Hrafnsfjarð- arheiði og sáum ofan í Brekkudalinn og nú féllu öll vötn til Dýrafjarðar, eins og segir í Gíslasögu Súrssonar. Ferðin ofaneftir sóttist vel en þó var orðið mikið autt niðri í dalnum, svo við þurftum víða að þræða fannir. Samt komumst við alla leið niður að Sanda- fellinu og stönsuðum þar sunnan undir. Þangað kom Andrés tengdafaðir Braga Þórs og sótti okkur. Fengum við hinar mestu alúðarviðtökur á heimili Andrés- ar og Þórdísar, gistum þar fjögur, en Sigurþór fór ásamt tveim öðrum til systur sinnar, sem býr í Haukadal, þar skammt vestar. Fórum við þangað í kynnisferð um kvöldið og sáum yfir sögusvið Gísla Súrssonar. Dýrafjörður- inn er falleg sveit og allt var þetta land- svæði mér nýstárlegt. Á HrafnsQarðarheiði. Sér niður Brekkudalinn. jrNú falla öll vötn til Dýraljarðar“.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.