Feykir


Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 11

Feykir - 21.12.1994, Blaðsíða 11
45/1994 FEYKIR 11 Gunnar og Ragnheiður á gullbrúðkaupsdegi sínum á þjóðhátíðinni á Þingvöllum 17. júní sl. eruðum“ kallaði skólameistari Sigurður Guðmunds- son okkur á sal, og hélt yfir okkur eina af sínum merku og miklu ræðum. Hann lagði áherslu á í máli sínu, að eftir fleiru væri að slægjast en embættis- frama. Atvinnuvegirnir og framleiðslan þyrftu ekki síður á störfum okkar og hæfileikum að halda. Og ég tók mína ákvörðun. Sveitamaður var ég og er. Til annarra starfa en þeirra sem unnin eru í sveit kunni ég ekki, enda þótt ég hefði verið eitt sumar kvamar- drengur í síldarverksmióju á Siglufirði, og hjá presti og á prestheimili hafði ég alist upp í guðsótta og góð- um siðum og kynnst prestsstörfum vel. Eg innritaðist í guðfræðideildina 1938 og lauk þar námi í janúar 1943. Þá um vorið voru tvö prstaköll í Skagafirði laus til umsóknar, Hvammsprestakall og Glaumbæjarprestakall, og til Skagafjarðar vildi ég helst halda. Eg hafði fengið að vita að íbúar í minni gömlu heimabyggð vildu gjarnan fá mig til sín. Kempan Sölvi Guðmundsson á Skíðastöðum hafði afhent mér plagg uppáskrifað af flestum íbúum prestakallsins því til staðfestingar. Þaö fór svo að ég ákvað að sækja um Glaumbæ. Við vorum þrír um- sækjendur, auk mín þeir sr. Guðmundur Benedikts- son á Barði og sr. Sigurður Pálsson í Hraunsgerði. Og sú prestskosning fór þannig, að nýútskrifaóur og reynslulítill kandidatinn var tekinn fram yfir tvo merka mektarklerka. Þess eru fleiri dæmi að svo takist til. Þekkti heildsalana vel Ekki verður sagt, að aðkoman að Glaumbæ hafi verið álitleg að því er varðaði húsakost staðarins. Bærinn tekinn í umsjá og varðveislu Þjóðminjasafns- ins og ekki hugsaður í framtíð sem prestsíbúð og úti- hús öll að falli komin. Ég var fyrsta prestskaparár mitt lítið í Glaumbæ, gisti þó gamla bæinn þónokkrar næt- ur, en hélt annars til út á Sauðárkróki hjá móðursystur minni Stefaníu Amórsdóttur og manni hennar Sigurði sýslumanni. Þeim hjónum átti ég margt gott upp að unna. Ari síðar, 1944, var farið að huga að byggingu prestsseturshúss í Glaumbæ. Og á þjóðhátíðinni á Þingvöllum kvæntist ég í Þingvallakirkju Ragnheiði Margréti Ólafsdóttur, dóttur Olafs Ágústs Gíslasonar stórkaupmanns og konu hans Ágústu Þorsteinsdóttur. Og nú þegar ég nefni tengdaföður minn rifjast upp fyrir mér atvik sem átti sér stað í stjómmálaþjarkinu. Það var á framboðsfundi, trúlega haustið 1959, að Skúli Guðmundsson, sá mæti maður, kvartaði sárlega yfir heildsölunum í Reykjavík og öllu þeirra fram- ferði. Ég sté í stólinn næst á eftir Skúla og sagði: „Þú þarft ekki Skúli að lýsa heildsölunum fyrir mér, ég þekki þá, því ég er kvæntur heildsaladóttur úr Reykja- vík“. Skúli minntist ekki framar á heildsalana, sjálf- Sjö Gunnarar Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson Gunnarssonar, fyrir framan hann er Gunnar sonur séra Gísla í Glaumbæ, þá Gunnar Gunnarsson og íyrir framan hann Gunnar sonur Margrétar í Grindavík, þá Gunnar Stefánsson Gunnarssonar, Atli Gunnar sonur Arnórs í Glaumbæ og síðast ættfaðirinn sjálfur. sagt af tillitssemi við mig. Hvenær byrjaðir þú að skipta þér af pólitík? „Það var á háskólaárunum. Ég var í Vöku félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, og formaður um skeið, og átti sæti í stúdentaráði sem fulltrúi félagsins. Síðan er það ekki fyrr en 1953 að ég skipaði 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Það var fyrst og fremst fyrir áeggjan Jóns á Reynistað og fleiri flokksfé- laga minna að ég gaf kost á mér að vera á framboðs- listanum, en áhugi var takmarkaður. Nýliðinn rengdi forsætisráðherrann Svo sem venja var voru haldnir framboðsfundir víða í héraðinu og fyrsti fundurinn að þessu sinni var haldinn í samkomuhúsinu í Haganesvík. Þá hittist svo á að Jón á Reynistað, efsti maður listans, var veikur og gat ekki mætt á fundinn. Kom því í hlut minn að halda uppi merk- inu og með mér í för var Gísli Gottskálksson bóndi og kennari í Sólheimagerði, traustur maður og gegn. Þama lenti okkur aðeins saman mér og Steingrími Steinþórs- syni sem þá var forsætisráðherra. Steingrímur kvartaði yfir samstarfinu við sjálfstæóismenn, landbúnaðurinn nyti ekki stuðnings þeirra og þá ekki samvinnufélögin, sem meðal annars kom fram í því að ekki fengjust flutt inn ný tæki og vélar til landbúnaðarstarfa. Ég hafði í fór- um mínum haldbærar upplýsingar um innflutning á ýms- um landbúnaðartækjum og vélum og gat með tölum sýnt fram á að ráðherrann færi ekki með rétt mál. Á næsta fúndi sem haldinn var á Hofsósi tók Steingrímur svo klerkinn til bæna. Annars kom okkur Steingrími yfirleitt vel saman. Gat vel hugsað mér að víkja fyrír Jóni á Akri Síðan er ég aftur í 2. sæti í kosningunum 1956, næst- ur á eftir Jóni á Reynistað. Þegar kemur til kosninga 1959 hættir Jón á þingi og ég flyst upp í efsta sætið. Það var kosið tvisvar þetta ár vegna breytinga á kjördæmaskipan. Þeir atburðir höfðu gerst vestur í sýslu að Jón á Akri hafði fallið út af þingi fyrir Bimi Pálssyni á Löngumýri. Það voru uppi raddir um að Jón á Akri ætti samt að leiða listann fyrir sjálfstæðismenn um haustið, en skoðanir voru mjög skiptar. Meira að segja þeir sem verið höfðu sterkustu stuðningsmenn Jóns í langa tíð voru mótfalln- ir því og ég fékk m.a. tvo mektarmenn frá Blönduósi í heimsókn í Glaumbæ, sem hvöttu mig mjög tilþess að gefa ekki eftir efsta sætið, en undir niðri gat ég vel hugs- að mér að gefa það eftir til Jóns á Akri, sem mér reynd- ist hinn mesti heiðursmaður og var þjóðkunnur þingskör- ungur. Til þess kom ekki þar sem kjördæmisráðið ákvað að svona skyldi þetta vera“. Síðan hættir þú á þinginu 1974. En hvemig var það, var fólk ekkert mótfallið því að þú stundaóir þing- mennsku með prestskapnum? „Það var misjafnt álit á því. Ég heyrði það aldrei frá mínum flokksfélögum í prestakallinu. Ég man bara eftir einni manneskju sem hafði eitthvað vemlega út á það að setja, mikilli framsóknarkona hér í prestakallinu sem þótti það ekki við hæfi“. Þegar Gunnar var ynntur eftir því hvort eitthvað væri honum öðm fremur minnisstætt frá þingtímanum segir hann: „Nei ekki er nú mikið. Hörmungaratburðurinn mikli líður mér að sjálfsögðu aldrei úr minni, þegar ráðherra- bústaðurinn á Þingvöllum brann 7. júlí 1970 og í bmnan- um fómst Bjami forsætisráðherra og Sigríður kona hans og bamungur dóttursonur. Þessar fregnir bámst okkur fjárveitingamefhdarmönnum þegar við vomm á ferð um Vestfirði og vomm staddir í Bjarkarlundi. Það var mikið talað í þinginu þá eins og núna. T.d. urðu umræður um EFTA málin langdregnar. Engin frægðarverk get ég talið upp sem eftir mig liggja ffá þing- mennskunni og Bjöm á Löngumýri lét að því liggja ein- hvem tíma á framboðsfundi, að það eina sem lægi eftir mig væri brúin sem ég fékk byggja yfir Húseyjarkvísl- ina svo að kýmar í Glaumbæ kæmust í hagann. Kannski er þetta rétt hjá Bimi. En ég kynntist mörgum ágætis- mönnum í þinginu. Mönnum eins og Bjama Benediks- syni sem ég mat ákaflega mikils og Eysteini Jónssyni kynntist ég allvel. Eysteinn var forseti Alþingis á sama tíma og ég var fyrsti varaforseti neðri deildar, þannig að okkar leiðir láu alloft saman er ræða þurfti þingstörfin. Eysteinn var mætur maður svo og Ólafúr Jóhannesson. Ég man að eitt sinn er við félagamin Pálmi, Eykon og ég vomm á fundahaldi hér í héraðinu, að á Ketilási töluðu á undan mér bæði Pálmi og Eykon og Fljótamenn klöpp- uðu lítið fyrir þeim. En eftir að ég hafði gasprað eitthvað í ræðustóli klöppuðu þeir heilmikið. Síðan hefur mér alltaf þótt vænt um Fljótamenn og það dró ekki úr því eft- ir að ég var prestur þeirra um skeið,“ sagði Gunnar, og nú fannst okkur nóg komið og slógum bominn í viðtalið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.