Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 3

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 3
3 Vissir þú? … Að rúmur milljarður manna lifir á 1 dollara eða minna á dag? 70% þeirra eru konur. … Að á fátækustu svæðum heims vinna flest- ar konur utan heimilisins við landbúnaðar- störf og fæðuframleiðslu? Flestar þeirra fá engin laun greidd fyrir þessa mikilvægu vinnu. … Að konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en fá aðeins 10% af tekjum í heiminum í sinn hlut? … Að nú, árið 2008, þéna karlar í öllum lönd- um heims meira en konur? … Að það er að jafnaði ein kona fyrir hverja níu karlmenn í stjórnunarstöðum í einka- fyrirtækjum? … Að árið 2008 eru konur í 18% þingsæta í heiminum? … Að árið 2006 var í fyrsta sinn hægt að kjósa konur á þing í Kúveit? Konur fengu tvö þingsæti. … Að árið 2008 eru konur 7 af 150 þjóðkjörn- um þjóðarleiðtogum? … Að um eitt hundrað milljónir stúlkna hafa aldrei fæðst í heiminn vegna þess að þeim var kerfisbundið eytt á fósturstigi af því að þær áttu að fæðast stúlkur? … Að í dag eru lífslíkur kvenna á Íslandi 81 ár og í Kanada eru það rúmlega 82 ár en í Líberíu lifa konur að meðaltali rúmlega 45 ár og einungis 44 ár í Afganistan? Það er 20 árum undir meðalaldri kvenna á heimsvísu. … Að helmingur allra giftra kvenna í Suður- Asíu hefur ekki ákvörðunarvald um að leita sér heilsugæslu? … Að 33 milljónir manna eru smitaðar af HIV-veirunni eða lifa með alnæmi? 95% þeirra eru íbúar þróunarlandanna. … Að stúlkur og konur á aldrinum 15-49 ára eru helmingur HIV/ alnæmissmitaðra í heiminum í dag? … Að í Afríkulöndum sunnan Sahara á ein af hverjum 16 konum á hættu að deyja vegna erfiðleika í fæðingu eða fylgikvilla á meðgöngu á lífsleiðinni samanborið við eina af hverjum 3.800 konum á Íslandi? … Að árlega eru um 20 milljónir fóstureyð- inga framkvæmdar á óöruggan hátt, sem leiðir af sér dauða u.þ.b. 55.000 kvenna? … Að mansal, kynferðisleg áreitni, limlesting á kynfærum kvenna, morð vegna heim- anmunds, heiðursmorð og útburður stúlkubarna eru hluti af sama vandamáli? Allt er þetta ofbeldi gegn konum. … Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan hátt einhvern tímann á lífsleið- inni? … Að 13% til 60% stúlkna og kvenna verða fyrir líkamlegu ofbeldi af hendi maka eða kærasta á lífsleiðinni? Afnám alls ofbeldis gegn konum er hið týnda þúsaldarmark- mið. … Að það er áætlað að 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafi verið umskornar? Þrjár milljónir stúlkna eiga það á hættu á hverju ári. … Að 800 þúsund manns eru seld mansali ár hvert, flestir til kynlífsþrælkunar? 80% þeirra eru stúlkur og konur, og um helm- ingur undir lögaldri. Mansal er þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heim- inum á eftir verslun með ólögleg eiturlyf og vopn.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.