Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 8

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 8
8 Efling og vernd mannréttinda – ekki síst réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna – er ein meginstoðin í utanríkisstefnu Íslands og er samþætt öllu okkar atferli á alþjóða- vettvangi. Þeir efnahagslegu örðugleikar sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir eru til þess fallnir að koma harkalega niður á konum og börnum og gera stöðu þeirra enn erfiðari, ekki síst í þróun- arlöndunum þar sem staða þeirra er sér- staklega veik fyrir. Í ljósi þessa er nauð- synlegt að halda umræðunni um jafnrétt- ismál á lofti og tryggja, og þá á ég einnig við hér innanlands, að fjármálakreppan valdi ekki bakslagi í þessum málaflokki og að staða kvenna veikist ekki. Áherslur UNIFEM fara saman við áherslur íslenskrar utanríkisstefnu. Við erum sam- mála um að efla efnahagslegt öryggi og réttindi kvenna. Við erum sammála um að efla þátttöku kvenna í pólitískri stefnumótun og ákvarðanatökuferli, friðarumleitunum og uppbyggingu í kjölfar átaka. Við erum sammála um að stuðla að því að mannréttindi kvenna séu virt og að ofbeldi gegn konum verði ekki liðið. Ísland hefur um alllangt skeið lagt sitt af mörkum á alþjóðavettvangi til að mann- réttindi kvenna fái framgang. Þannig höfum við lagt mikla áherslu á allsherj- araðild og framkvæmd samnings Samein- uðu þjóðanna um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum (CEDAW) og tekið virkan þátt í umfjöllun um réttindi kvenna og jafnrétti kynjanna á allsherjarþingi SÞ, mannréttindaráðinu í Genf og í kvenna- nefnd SÞ (CSW). Þá er lögð áhersla á mál- efni kvenna í allri þróunarsamvinnu Íslendinga. Sem utanríkisráðherra hef ég lagt ríka áherslu á framkvæmd ályktunar öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1325 um konur, frið og öryggi og var áætlun Íslands um framkvæmd ályktunarinnar gefin út í mars á þessu ári. Ég er þeirrar skoðunar að algerlega nauðsynlegt sé að konur séu fullir þátttakendur í friðarferl- um og þar þarf alþjóðasamfélagið að gera miklu betur. Til að leggja okkar af mörkum ætlar utanríkisráðuneytið, í sam- vinnu við Háskóla Íslands, að halda alþjóð- lega ráðstefnu á Íslandi um aðkomu kvenna að friðarferlum í júní 2009. Sem utanríkisráðherra hef ég kynnst þeim krafti og gleði er ríkir í starfi UNI- FEM á Íslandi. Sérstaklega vil ég óska UNIFEM hjartanlega til hamingju með Fiðrildavikuna fyrr á þessu ári, sem var frábært átak, og einnig með yfirstand- andi átak „Segjum NEI við ofbeldi gegn konum“. Hvorutveggja eru mikilsverð framlög í þágu kvenna í heiminum. Okkur í utanríkisráðuneytinu er afar dýr- mætt hið góða og mikla samstarf sem við eigum við UNIFEM. Ég hlakka til áframhaldandi góðs samstarfs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Valdefling kvenna – aldrei mikilvægari en nú ingiBjörg sólrún gísladóttir utanríkisráðhErra

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.