Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 10

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 10
10 Tímariti UNIFEM 2007 var dreift glóðvolgu á okkar árlega morgunverðarfundi föstu- daginn 23. nóvember. Meginefni ritsins var, í anda þema þess árs, helgað baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Á fundinum var hrundið af stað 16 daga átaki í þeim efnum og til varð samstaða á þriðja tug samtaka og stofnana um að vekja athygli á þessu aðkallandi vandamáli. Við urðum mjög ánægðar þegar ljóst varð að við fengjum heiðursgestinn sem við ósk- uðum eftir á morgunverðarfundinn. Þetta var Lindora Howard-Diawara frá Líberíu, framkvæmdastýra samtakanna WIP-NET, Women in Peacebuilding Network, sem eru líberísk kvenréttinda- og friðarsamtök. Lin- dora reyndist ekki einungis vera frábær og áhrifamikill fyrirlesari á fundinum heldur var hér einnig á ferð hin elskulegasta kona sem ljúft var að verja tíma með. Hún var sérlega áhugasöm um að kynnast landinu og yfir sig þakklát fyrir að fá tækifæri m.a. til að fá að sjá goshveri og fossa. Ég kynntist því vel með henni hvað það getur verið gef- andi og skemmtilegt að starfa í samtökum eins og UNIFEM. Þegar á veturinn leið urðu markmiðin háleit- ari. UNIFEM á Íslandi hafði á árinu 2007 fengið góðan byr undir sína fiðrildavængi í formi glæsilegra fjárframlaga og því voru áformin þetta haust mikil og áttu eftir að verða árangursrík. Hinn svokallaði Ofbeldis- sjóður UNIFEM fékk nýtt nafn; Styrktarsjóð- ur UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum. Fleira breyttist því framkvæmda- stýran okkar til tveggja ára, Sjöfn Vilhelms- dóttir, fór til annarra starfa og við keflinu og öllum stóru áformunum tók Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir og leysti af stakri prýði. Og fleiri konur komu í annarra stað því verndari UNIFEM á Íslandi, Ásdís Halla Bragadóttir, hafði lokið sínu tveggja ára tímabili en við þessu hlutverki tók Kristín Ólafsdóttir og fóru þessi verndaraskipti fram við ógleymanlega „gyðju“-athöfn, sem var einmitt vel við hæfi. vinnuhópar skila árangri Á starfsárinu voru myndaðir vinnuhópar, sem stjórnarkonur skiptu sér niður á. Í hinum stórhuga viðburðahópi héldu konur áfram þeirri undirbúningsvinnu sem hófst árið 2007 og varð að lokum hinn ótrúlegi fjáröflunarviðburður Fiðrildavikan. Hún hófst 3. mars og lauk á alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna 8. mars sl. Draumurinn um að koma af stað fiðrildaáhrifum með sam- stilltu átaki íslenskra kvenna náði hámarki í þessari viku og fékk Styrktarsjóðurinn verð- uga kynningu og stuðning meðal íslensks almennings. Þessu átaki eru gerð skil sér- staklega hér í blaðinu. EFtir sigríði Erlu jónsdóttur Horft eitt ár til baka Ég stend sjálfa mig að því að brosa breitt þegar ég hugsa til þessa síðastliðna árs sem stjórnarkona í landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Mér þykja það forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum hópi kvenna og fylltist í raun undrun og virðingu þegar mér varð ljóst að hér á landi hafa konur unnið að þessum fallega málstað í átján ár. En stöldrum við og lítum yfir síðustu tólf mánuði. Stjórn UNIFEM á Íslandi 2008-2009. Efri röð frá vinstri: Margrét Rósa Jochumsdóttir, Elsa Guðmundsdóttir, Friðbjörg Ingimarsdóttir, Katrín Hauksdóttir, Sigríður Erla Jónsdóttir, Regína Bjarnadóttir, Magnea Marinósdóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Dóra Sif Tynes, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Jónína Helga Þórólfsdóttir. Lj ó sm yn d : R ag n h ei ð u r Ey jó lf sd ó tt ir

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.