Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 16

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 16
16 Sáttmálinn um afnám allrar mismununar gegn konum (e. Convention on the Elimina- tion of All Forms of Discrimination against Women, CEDAW) var samþykktur af allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1979. Sátt- málinn gekk í gildi tveimur árum síðar. Gert að tryggja jafnrétti með lögum Sáttmálinn skuldbindur aðildarríki Samein- uðu þjóðanna til að vinna gegn hvers kyns mismunun gegn konum, hvort sem er af pólitískum, félagslegum, efnahagslegum eða menningarlegum toga. Aðildarríkj- unum er þannig gert að tryggja konum jafnrétti með lögum, auk þess að taka á hinum undirliggjandi félagslega og pólit- íska ójöfnuði sem viðheldur misrétti milli kynjanna. virk eftirlitsnefnd Með sáttmálanum var sett á stofn nefnd 23 óháðra sérfræðinga víðsvegar úr heiminum sem reglulega gefur frá sér álit um ýmis ákvæði sáttmálans. Nefndin fer einnig yfir skýrslur frá aðildarríkjunum og beinir til þeirra tilmælum og tillögum um ýmis mál sem betur mættu fara. Árið 1998 var samþykktur viðauki við sátt- málann sem gefur einstaklingum og hópum sem telja að brotið hafi verið á réttindum sínum undir sáttmálanum færi á að senda kvartanir til nefndarinnar. Þá getur nefndin einnig sent fyrirspurnir og tekið til athug- unar alvarleg eða kerfisbundin brot á ákvæðum sáttmálans. Viðaukinn er hins vegar valkvæður og það er undir aðild- arríkjunum komið hvort þau staðfesta hann eða ekki. einn umdeildasti mannréttindasamningurinn Kvennasáttmálinn er einn af mikilvægustu en jafnframt umdeildustu mannréttinda- samningum SÞ. Sáttmálinn hefur verið stað- festur af 185 ríkjum heims en framkvæmd hans er víða áfátt. Margar ástæður eru fyrir því. Má þar nefna að mörg ríki hafa gert víðtæka fyrirvara við ýmis ákvæði og enn önnur hafa vanrækt að binda sáttmálann í lög eða framfylgja ákvæðum hans innan- lands. Þrátt fyrir að nær 30 ár séu liðin frá gerð sáttmálans er enn brotið á grundvall- armannréttindum kvenna á degi hverjum víða um heim. Gera má betur á Íslandi Ísland var meðal fyrstu ríkjanna sem undir- rituðu sáttmálann árið 1980. Sáttmálinn hefur ekki verið innleiddur á Íslandi sem slíkur en flest ákvæði hans hafa þó verið bundin í lög, fyrst með lögum nr. 96/2000 og nú nýlega með lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nýju lögin fela í sér töluverðar framfarir frá fyrri lögum og kveða meðal annars á um að gæta skuli kynjasjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins. Betur má þó ef duga skal. Í skuggaskýrslu Mannréttindaskrifstofu Íslands til CEDAW- nefndarinnar kemur fram að þörf er á frek- ari ráðstöfunum til þess að útrýma ofbeldi gegn konum, auka hlutfall kvenna í stjórn- unarstöðum og brúa viðvarandi launabil á milli kvenna og karla. Elín Halla Ásgeirsdóttir Frekari upplýsingar: • Kvennasáttmáli SÞ – www2.ohchr.org/english/law/cedaw. htm • Nefnd um afnám mismununar gagnvart konum – www2. ohchr.org/english/bodies/cedaw/index.htm • Lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla –www.althingi.is/lagas/nuna/2008010.html Grunnstoðin í vinnu UNIFEM kvennasáttmáli sameinuðu þjóðanna Sáttmálinn skilgreinir mismunun gegn konum sem „hvers kyns aðgreiningu, útilokun eða takmörkun sem byggð er á kynferði sem hefur þau áhrif eða markmið að hindra eða koma í veg fyrir að konur, óháð hjúskaparstöðu, á grundvelli jafnréttis karla og kvenna, fái viðurkennd, geti notið eða framfylgt mannréttindum og grundvallarfrelsi á sviði stjórn- mála, efnahagsmála, félagsmála, menningarmála, borgara- legra mála eða á sérhverju öðru sviði.“ Öll markmið og vinna UNIFEM miða að því að virða mann- réttindi kvenna. UNIFEM kemur í framkvæmd aðgerðum sem settar eru fram í Kvennasáttmálanum. Kvennasáttmál- inn er í sjálfu sér drifkraftur alls starfs og hugmyndafræði UNIFEM. Þar ber hæst starf UNIFEM við að aðstoða stjórn- völd við að framkvæma sáttmálann og stuðning við frjáls félagasamtök til þess að þau geti veitt stjórnvöldum að- hald, t.d með því að gefa út skuggaskýrslur um hvernig framkvæmd gengur og/eða er ábótavant.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.