Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 17

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 17
17 Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum sem körlum. Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga á hlutfall kynjanna að vera sem jafnast og ekki minna en 40% þegar fulltrúar eru fleiri en þrír. Sama gildir um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að. Stöndum vörð um jafnrétti kynjanna Eitt meginmarkmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er að vinna gegn launamisrétti og annarri mismunun á grundvelli kynferðis á vinnumarkaði. Í lögunum segir m.a: • Mismunun á grundvelli kyns er bönnuð. Það gildir að sjálfsögðu einnig um uppsagnir. • Atvinnurekendur og stéttarfélög eiga að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. • Starfsfólk má alltaf skýra frá launakjör- um sínum. • Sérstaklega á að leggja áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar – og áhrifastöðum. • Konur og karlar hjá sama atvinnurek- anda eiga að fá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.