Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 21

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 21
21 Nú eru sjö ár þangað til þúsaldarmarkmið- unum um þróun á að vera náð; markmiðum sem sett voru árið 2000, meðal annars til að ná fram jafnrétti kynjanna og eflingu kvenna. Í markmiðssetningunni er að finna stikur sem mæla framþróunina og markmið sem á að ná, sem snúa meðal annars að aukinni menntun stúlkna og fækkun andláta við barnsburð. Einnig á, með þeim stikum, að vera hægt að fylgjast með möguleikum kvenna til að taka þátt í efnahagslífinu og opinberri ákvarðana- töku, til jafns við karlmenn. Það ber að standa við skuldbindingar um að verja réttindi kvenna Ef þessum mannréttindum kvenna á að vera náð fyrir árið 2015, þarf að vera hægt að draga aðila til ábyrgðar á skuldbinding- um sínum og pólitískum loforðum er snúa að bættum réttindum kvenna og jafnrétti kynjanna, jafnt innan ríkja sem á alþjóð- legum vettvangi. Konur horfa öðrum augum á ábyrgð því þær upplifa ábyrgðarleysi örðruvísi en karlar. Í skýrslunni kemur fram að góð stjórn- sýsla þarf á þátttöku kvenna að halda – alveg eins og jafnrétti kynjanna krefst þess að ríki beri ábyrgð á og geti staðið við loforð um kvenréttindi. Í of mörgum löndum er þessu ekki sinnt, jafnvel þótt það þýði að brotið sé í bága við stjórnarskrá eða lög. Fjölmörg dæmi eru um að konur og karlar fái ekki jöfn laun, að konur verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað, eða þeim sé sagt upp þegar þær eru með barni. Þá er það of algengt að konur, sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, mæti dómurum sem hafa meiri sam- hug með ofbeldismönnunum en konunum, sem fá því engar bætur fyrir þjáningar sínar. Konur eiga að geta farið fram á það við stjórnvöld í sínu ríki að þau ábyrgist skuld- bindingar sem hafa verið settar í lög og þeim sé framfylgt af löggæslunni, í rétt- arfarskerfinu, af vinnuveitendum og opin- berum þjónustuaðilum. Þá eiga þær að geta krafist þess að alþjóðastofnanir standi við loforð sín um að verja þessi réttindi. Ábyrgð þýðir að það sé hægt að draga einhvern til ábyrgðar En þegar ekki er staðið við gefnar skuldbindingar um réttindi kvenna, hvert geta þá konur leitað? Hver er það sem ber ábyrgð á að réttindum kvenna sé framfylgt? Ábyrgð, frá jafnréttissjón- armiði, felur í sér að ákvarðanir hins opin- bera séu gegnsæjar, þannig að hægt sé að meta þær. Konur geta tekið þátt í lýðræð- islegu samfélagi með því að kjósa, taka þátt í stjórnmálum eða jafnvel dómsstörfum, en þær þurfa að hafa forsendur til að meta hvaða áhrif ákvarðanir og stefnur hafa á réttindi og stöðu kvenna. Þær forsendur eru ekki fyrir hendi ef ákvarðanirnar eru ekki gengsæjar. Ábyrgð, út frá jafnréttissjón- armiði, krefst þess því ekki einungis að konur taki þátt í samfélaginu, heldur einnig að framkvæmd hins opinbera sé metin út frá jafnréttissjónarmiðum. Slík ábyrgð verður einungis að veruleika þegar ákvarðanir hins opinbera, sem hafa áhrif á réttindi kvenna, eru gegnsæjar og því hægt að krefjast leið- réttingar, ef eða þegar hið opinbera bregst skyldum sínum með því að standa ekki vörð um réttindi þeirra. Þessarar ábyrgðar er krafist af borgurum, til dæmis í gegnum kosningar, til að hafa áhrif á þingmenn og löggjöf. Hins vegar er ábyrgðarinnar krafist með baráttu í gegn- um fjölmiðla og annarri borgaralegri þátt- töku, eins og í gegnum þrýstihópa. Frjáls félagasamtök og borgaralegar hreyfingar hafa því mjög mikilvægu hlutverki að gegna við að veita stjórnvöldum aðhald. Til að konur geti staðið vörð um réttindi sín þurfa þær einnig að vera í þeirri aðstöðu að geta tekið þátt í opinberri stefnumótun á öllum stigum stjórnkerfisins. Þar er hægt að benda á, og draga til ábyrgðar, þá aðila sem hunsa eða brjóta gegn réttindum og þörfum kvenna. Því er þátttaka kvenna í stjórnmálum og á þingi mikilvæg, til að rödd kvenna nái að berast til stjórnvalda. Á undanförnum áratug hefur orðið átta prósentna aukning meðal kvenna í landstjórnum, sem er mikilvægt þegar haft er í huga að aukning var einungis eitt prósent áratugina þar á undan. Nú eru konur rúmlega átján prósent þjóðkjörinna fulltrúa á þingum, sem er nokkuð frá jafnri stöðu kynjanna, að hvort kynið fyrir sig sé um 40-60 prósent þingmanna. Það að konum hefur nú fjölgað á þingi þýðir ekki að þörfum kvenna verði sjálfkrafa svarað. Hins vegar er það svo að þátttaka kvenna í stjórnmálum er mikilvægur þáttur í því að kvenréttindi verði mikilvægur málaþáttur stjórnmála. Það verður að vera hægt að draga einhvern til ábyrgðar, annars eru loforðin og lögin innantóm. Án virkrar ábyrgðar munu stjórn- völd ekki deila út fjármagni af sanngirni, sem getur komið illa niður á þeim sem minnst hafa í samfélaginu. Fátækar konur standa sérstaklega illa, hvar sem er í heim- inum, því yfirleitt skortir þær aðgang að menntun, stjórnmálum og dómskerfinu. Hvar sem valdið er, þar eru þær ekki. Sér- staklega þarf að vera hægt að draga ein- hvern til ábyrgðar á því að skuldbindingar gagnvart kvenréttindum séu staðfærðar í verulegar breytingar á lífi kvenna í fátækari löndum heims, þar sem réttindi kvenna ná ekki eyrum yfirvalda. Slíkri skyldu á ábyrgð er ábótavant, en það er réttlætismál, gagn- vart heiminum öllum, að það sé tryggt að kvenréttindi séu virt. Konur eru helmingur jarðarbúa en fjórðungur þingmanna, 60 prósent þeirra sem vinna ólaunuð störf við matvælaframleiðslu og þjónustustörf, þær hafa að meðaltali 17 prósent lægri tekjur en karlmenn og þriðjungur kvenna mun þola kynbundið ofbeldi á lífsleiðinni. Svanborg Sigmarsdóttir 1 Skýrslan kallast Progress of the World’s Women 2008/2009: Who Answers to Women? www.unifem. org/progress/2008/ Að bera ábyrgð á réttindum kvenna úr skýrslu uniFEM um stöðu kvenna í heiminum 2008­20091 Lj ó sm yn d : G u n n ar S al va rs so n

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.