Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 25

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 25
25 „Eitt mest skapandi fjáröflunarverkefni sem ég hef orðið vitni að“ joannE sandlEr, þáVErandi FraMkVæMdastýra uniFEM í nEw york hönnuði og Kristínu Ólafsdóttur, framleið- anda og núverandi verndara UNIFEM á Íslandi. Örmyndirnar varpa ljósi á ofbeldi gegn konum á listrænan og fræðandi hátt og birtist ein örmynd á hverju kvöldi alla Fiðrildavikuna í Kastljósinu. Hægt er horfa á myndirnar á heimasíðu UNIFEM á Íslandi – www.unifem.is. Systralag og baráttuandi Í vikulokin á laugardagskvöldi var svo kven- leikanum fagnað með tilþrifum í glæsileg- um góðgerðarkvöldverði í Frímúrarahöll- inni. Þar komu saman konur hvaðanæva að og tóku þátt í ævintýri sem varð að ógleym- anlegri kvöldstund þar sem systralag ríkti. Jafnframt tóku þær þátt í að safna meira fé til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi en áður hefur þekkst hjá landsnefndum UNI- FEM. Heiðursgestur kvöldsins var hin óbil- andi baráttukona, Olubanke King-Akerele, sem nú gegnir stöðu utanríkisráðherra Líb- eríu en hún og fleiri góðar konur veittu gestum innblástur til að láta til sín taka í baráttunni fyrir lífi án ofbeldis. Höldum fiðrildunum á flugi! Íslenska landsnefndin hefur ákveðið að nota fiðrildahugmyndina áfram í starfi sínu. Appelsínugul fiðrildi verða áfram áberandi í efni sem landsnefndin sendir frá sér, ásamt því að tilvísun í hugmyndafræði fiðrilda- áhrifa verður brugðið upp reglulega til að hvetja almenning til áhrifa og aðgerða gegn þeirri skömm sem ofbeldi gegn konum er öllu mannkyninu. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi vill þar með halda áfram að hvetja fólk til að hafa fiðrildaáhrif í framtíðinni og halda áfram að gefa konum byr undir báða vængi í viðleitni sinni til að skapa sér betri tilveru – án ofbeldis. Höfundur er stjórnarkona í UNIFEM á Íslandi Lj ó sm yn d : R ó sa J ó h an n sd ó tt ir Lj ó sm yn d : V at n ad an sm ey ja fé la g ið H ra fn h ild u r

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.