Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 30

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 30
30 Ellen Johnson-Sirleaf hefur í tæp tvö ár gegnt embætti forseta Líberíu. Í upphafi beið hennar nær ómögulegt starf; uppbygg- ing í landi sem hafði, eftir 14 ára blóðugt borgarastríð, verið skilið eftir sundrað og í rúst. Eitt af hennar fyrstu verkum var að kveikja á fyrstu götuljósunum í höfuðborg- inni, Monróvíu, sem hafði þá verið án lýs- ingar í 15 ár. Mörg lítil skref hafa breytt lífi Líberíubúa til hins betra en endurreisn hefur víða gengið hægt; efnahagur og innviðir í rúst og spill- ing, sár fátækt, atvinnuleysi, ólæsi og stöð- ugt óöryggi borgaranna er landlægt. Talið er að allt að tvö hundruð þúsund manns hafi fallið í borgarastyrjöldinni, um ein milljón manna hraktist á vergang og margir hafa enn ekki snúið til síns heima. Landið hrundi efnahagslega og var fljótandi í vopnum og ofbeldi. Enn þann dag í dag má sjá skýr merki um eyðilegginguna; Monróvía er til dæmis að mestu án rafmagns og rennandi vatns. Stríð og eyðilegging Merkileg menningararfleifð Líberíu hefur fallið í skuggann af áralöngu borgarastríði. Öldum saman bjuggu þar í ró og spekt hinir ýmsu þjóðernishópar en afkomendur þeirra í dag eru um það bil 95% landsmanna. Nýfrjálsir þrælar frá Bandaríkjunum og eyjum Karabíska hafsins sneru aftur til gömlu álfunnar og settust að í Vestur-Afr- íkuríkinu upp úr 1820 og stofnuðu þar nýlendu sem þeir nefndu Líberíu, eða Land hinna frjálsu. Afkomendur þessara frjálsu þræla eru ekki nema 5% landsmanna í dag en mynda yfirstétt landsins. Landið varð sjálfstætt árið 1847 og þurfti aldrei að líða erlend yfirráð en Bandaríkin hafa haft þar mikil ítök og aðstoðað fjárhagslega. Lífið gekk friðsamlega fyrir sig í landinu þar til 1980 þegar óeirðir í kjölfar hækkaðs mat- vælaverðs urðu til þess að ríkisstjórninni var steypt af stóli í valdaráni hersins. Friðargæslu- sveitir Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) voru sendar til landsins án árang- urs og stríðið breiddist út. Föðurlandsfylk- ingin barðist undir stjórn Charles Taylor við lið Vestur-Afríkuríkja, stjórnarher Líberíu og klofningshópa úr eigin liði. Stríðandi fylk- ingar voru sakaðar um gríðarlegt ofbeldi gegn óbreyttum borgurum, beinlínis villi- mennsku. Friðarsamkomulag náðist í ágúst 1996 fyrir tilstilli Vestur-Afríkusambandsins. Árið 1997 gekk Líbería svo til kosninga. Stríðsherra landsins, Charles Taylor, vann kosningarnar með yfirburðum en hans helsti andstæðingur var Ellen Johnson-Sirleaf, sem gegnt hafði embætti fjármálaráðherra áður en stríðið hófst. Taylor virti ekki friðarsam- komulagið og árið 1999 til 2003 ríkti borg- arastyrjöldin áfram af mikilli grimmd. Með sameiginlegu átaki SÞ, Vestur-Afríkuríkja og Bandaríkjanna náðust loks friðarsamningar og Taylor fór í útlegð en hann bíður nú Líbería: Land hinna frjálsu? líBEría Höfuðborg: Monróvía Mannfjöldi: 3,8 milljónir lífslíkur við fæðingu: 45 ár (karlar), 47 ár (konur) atvinnuleysi: 85% vlF á mann, jafnvirðisgildi (PPP): 500 USD læsi (15 ára og eldri): 46% (konur), 58% (karlar) aðgangur að hreinu vatni: 61% aldursdreifing: 40% landsmanna eru yngri en 15 ára og 5% eldri en 65 ára Barn á hverja konu: 6,8 ungbarnadauði (1 árs og yngri) og barnadauði (5 ára og yngri) er meðal fimm hæstu í heimi tíðni HIv/alnæmis: 5,9% Konur eiga 13% sæta á þingi Konur í þorpinu Sinje í Líberíu, rétt við landamæri Sierra Leóne, halda upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna. Stjórn- völd og frjáls félagasamtök í landinu leggja áherslu á að efla konur í sveitum landsins þar sem nauðganir og annað ofbeldi gegn konum er mjög útbreitt og gerendum ekki enn refsað. Lj ó sm yn d : C h ri st o p h er H er w ig

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.