Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 31

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 31
31 UNIFEM á Íslandi gaf 27 milljónir króna sem söfnuðust í Fiðrilda- átaki félagsins á þessu ári til verkefna UNIFEM í Líberíu. Styrkurinn kom sér mjög vel þar sem fjármagn var að verða uppurið. Með því að styrkja stöðu kvenna og bæta lífskjör þeirra er lagður grunnur að uppbyggingarstarfi í Líberíu. Fjármagnið verður nýtt til að styðja við bakið á konum fyrir sveit- arstjórnarkosningar sem nú eru áætlaðar að ári (kosningunum hefur þegar verið aflýst nokkrum sinnum sem sýnir hversu óstöðugt ástandið er í Líberíu). Verkefnið miðar að því að styrkja og þjálfa konur sem ætla að bjóða sig fram með námskeiðum, m.a. í leið- togahæfni, framkomu og ræðuhöldum. Einnig verður áfram unnið með samtökum þingkvenna sem UNIFEM kom á fót fyrir nokkru til þess að efla samstöðu fyrir næstu þingkosningar árið 2011, sem og að styrkja tengslin milli þeirra, grasrótarsamtaka kvenna og jafn- réttis- og þróunarmálaráðuneytisins. UNIFEM í Líberíu styður líka mikilvægar aðgerðir til að útrýma ofbeldi gegn konum í samfélaginu á margvíslegan hátt. Mikilvæg- asta verkefnið er að styðja stjórnvöld í því að tryggja framkvæmd nýrra laga og koma á úrræðum fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Stjórnvöld, í samstarfi við frjáls félagasamtök og kvennahreyfingar, eru að opna leiðir að réttlæti og þjónustu við þolendur kynferð- isofbeldis og ofbeldis sem beint var sérstaklega að konum í stríð- inu. UNIFEM aðstoðar einnig við þjálfun starfsfólks í löggæslu og örygg- ismálum. Þjálfunin mun ná inn í dómsali landsins að einhverju marki þar sem löglærðu fólki og höfðingjum sem ráða miklu í samfélaginu, sérstaklega úti í sveitum, verður veitt fræðsla um hversu mikilvægt það er að útrýma kynbundnu ofbeldi, hvernig hægt er að veita konum öryggi gegn ofbeldi og hvernig á að aðstoða þolendur slíks ofbeldis. Þannig styður UNIFEM við uppbyggingu á löggæslu og rétt- arkerfi sem tekur tillit til kynjasjónarmiða. Líbería: Land hinna frjálsu? dóms Stríðsglæpadómstólsins í Haag. Geng- ið var til friðsamlegra þing- og forsetakosn- inga árið 2005.1 Friðarsamkomulagið sem var undirritað í Accra í Ghana árið 2003 er enn í gildi. Til að gæta friðar er í landinu 12 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna. Friður stærsta fjárfestingin Fyrir borgarastríðið bjó Líbería við blómstr- andi efnahag en þurfti að byrja næstum því frá grunni við að endurreisa atvinnuvegi landsins við lok stríðsins. Erlendir fjárfestar og viðskiptaaðilar sem yfirgáfu landið eru þó farnir að koma aftur. Landbúnaður er enn í dag aðalatvinnuvegur landsins en járngrýti, timbur og gúmmí eru mikilvæg- ustu tekjulindirnar fyrir utan skráningu skipa en landið er orðið í dag annað stærsta skipaskráningarland heims. Konur hafa í gegnum tíðina unnið mest við landbúnað en eru í auknum mæli að komast að í timb- urframleiðslu og gull- og demantanám- unum. Stefna Johnson Sirleaf forseta er að gera konur að fullum þátttakendum í end- urreisn landsins en hún réð konur í margar háttsettar stöður í stjórnsýslu landsins; t.d. eru núverandi utanríkisráðherra og fjár- málaráðherra konur. kynferðisofbeldi beitt kerfisbundið sem vopni Meðan á borgarastríðinu stóð urðu lands- menn fyrir ægilegu ofbeldi og sérhver fjöl- skylda þjáðist. Villimennskunni voru nær engin takmörk sett og því til staðfestingar eru frásagnir um hvernig nauðgunum og kynferðisofbeldi var beitt kerfisbundið sem vopni í átökunum. Það var gagngert notað í þeim ásetningi að niðurlægja og brjóta niður konur, stúlkur og fjölskyldur þeirra. Það voru alltof mörg dæmi um ungling- sstúlkur og konur sem teknar voru með valdi frá fjölskyldum sínum og þeim haldið í kynlífsþrælkun í herbúðum uppreisnar- manna. Einnig voru þær neyddar til að bera vopn og taka þátt í árásum. Hins vegar er önnur saga, ekki síður átak- anleg, af hinum fjölmörgu konum sem tóku þátt í stríðinu af fúsum og frjálsum vilja. Mörgum þeirra fannst öruggara að vera þeim megin víglínunnar en flestar þeirra stúlkna og ungu kvenna urðu ástkonur uppreisnarmanna (svokallaðar „bushwifes“) sjálfviljugar. Nýleg rannsókn í Líberíu sýnir að 30% kvenna sem tóku þátt í stríðinu væru viljugar að taka aftur upp vopn ef þær sæju hag sínum betur borgið þannig efnahagslega, á móti einungis 20% karl- manna. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að hlutverk kvenna í stríðinu var margvísilegt, og ekki síður sem gerendur. Mikill meirihluti stúlkna og kvenna voru þó fórnarlömb stríðsins. Rannsókn hjálparsam- takanna International Rescue Committee meðal flóttafólks frá Líberíu sýndi að 75% kvennanna í búðunum höfðu orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi áður en þær náðu að flýja yfir landamærin til nágrannaríkja. Þó að erfitt sé að staðfesta nákvæmar tölur er talið að allt að 40% stúlkna og kvenna í Líberíu hafi verið nauðgað eða þær beittar öðru kynferðislegu ofbeldi meðan á borgarastríðinu stóð.2 Fyrir þessar konur, fórnarlömb kynferðisof- beldis í sinni hrottalegustu mynd, er stríð- inu ekki lokið – jafnvel þegar því er lokið. Þær þurfa að lifa með afleiðingunum um ókomna tíð en fjölmargar stúlkur og konur urðu ófrískar í kjölfar nauðgana eða fengu kynsjúkdóma, og þurfa síðan að lifa við félagslega útskúfun sem fylgir í kjölfarið. Enn hafa þessar stúlkur og konur ekki upp- skorið réttlæti og þurfa að lifa við að ger- endurnir fara frjálsir ferða sinna. Innviðir réttar- og dómskerfisins, sem nauðsynlegir eru til þess að taka á kynbundnu ofbeldi, þar á meðal löggæsla og málsmeðferð kærumála, hafa ekki verið styrktir nægilega til þess að bregðast við af réttlæti. Kristjana Sigurbjörnsdóttir 1 Ítarefni: BBC Country Profile – Liberia www.news.bbc. co.uk/1/hi/world/africa/country_profiles/1043500.stm & www.news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/6266155.stm; World Bank Country Brief: Liberia; The World Factbook, Liberia. CIA; Heimildir fyrir Staðreyndir: Human Develop- ment Report 2007/2008: www.hdrstats.undp.org/count- ries/data_sheets/cty_ds_LBR.html 2 Our Bodies - Their Battle Ground: Gender-based Violence in Conflict Zones. IRIN 2004. uniFEM á íslandi styrkir konur í líBEríu

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.