Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 33

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 33
33 Stríðið gegn kon um í Austur-Kongó UNIFEM á Íslandi styður Styrktarsjóð til afnáms ofbeldis gegn kon- um með höfðinglegu fjármagni sem Íslendingar söfnuðu í Fiðrilda- átakinu. Upphæð að verðmæti 13,5 milljónir króna verður send til Austur-Kongó. Val á verkefnum stendur yfir og verður það tilkynnt í höfðustöðvum UNIFEM í New York 25.nóvember næstkomandi. Regnhlífarsamtök sem vinna að bættum hag og stöðu kvenna í Kongó fengu styrk árið 2007 úr Styrktarsjóðnum. Samtökin Réseau National des ONGs Pour Le Développement de la Femme fengu styrk fyrir átaki til að draga úr útbreiðslu á HIV/alnæmi meðal stúlkna og kvenna og fækka ofbeldistilfellum gegn konum. Verkefnið einbeitir sér á svæðum í landinu þar sem tíðni ofbeldis gegn konum er há og tíðni HIV/alnæmis sömuleiðis. Um er að ræða sex staði; Góma, Bukavu, Uvira, Kindu, Kalemie og Kinsangi. Átak- ið og verkefnið felst í því að draga úr neikvæðum áhrifum gagn- vart konum sem eru HIV-jákvæðar eða þjást af alnæmi með því að upplýsa viðkomandi aðila um réttindi kvenna og hvers konar stuðning og lögfræðilega aðstoð best sé að bjóða upp á. Um er að ræða þjálfun fyrir lögreglu, áhrifakonur í samfélaginu, aðila úr trúarsamfélögum og frjáls félagasamtök sem starfa á sviði mann- réttinda kvenna. Þar að auki er stúlkum og konum sem hafa þurft að þola kynferðislegt ofbeldi og konur sem hafa smitast af HIV/al- næmi veittur stuðningur með alhliða læknisþjónustu. Að auki mun verkefnið opna stuðningssetur þar sem veitt er sálfræðiþjónusta og aðstoð við að takast á við daglegt líf í samfélaginu eftir að hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi og uppgötvað HIV/alnæmissmit. Verkefnið mun einnig styðja konur til þátttöku í atvinnulífinu með því að stofna smálánasjóð fyrir konur á umræddum stöðum. uniFEM styður Við FórnarlöMB stríðsins í austur­kongó sem ráða yfir námusvæðum aðgang að og yfirráð yfir auðlindunum sem þeir nýta til að fjármagna stríðsátök og vinna því skæruliða- herir að því leynt eða ljóst að halda eða ná yfirræðum yfir auðlindaríkum svæðum. Erjur vegna auðlinda eru ekki eingöngu milli skæruliða og stjórnarhera heldur einnig milli ríkja, því t.d. deila Úganda og Austur Kongó um landamæri á Albertsvatni þar sem olíufyr- irtæki leitar að mögulegum olíusvæðum. Öll löndin sendu heri til að berjast fyrir sína bandamenn og Austur-Kongó varð að vígvelli. Óbreyttir borgarar flosnuðu upp af heimilum sínum og fóru á vergang til að leita skjóls. En í þessu stríði var víst lítið um skjól, því allar stríðandi fylkingar nýttu sér landsins gæði að vild, beittu óbreytta borgara ofbeldi og nauðguðu konum. Þegar síðasti erlendi her- inn yfirgaf landið eftir undirskrift Pretoriu- friðarsamningsins árið 2003 voru innviðir landsins í rúst, efnahagskerfið óvirkt og um ein milljón manna á vergangi eða í flótta- mannabúðum. Sameinuðu þjóðirnar eru með 17.000 manna friðargæslulið í Kongó, en langstærstur hluti þess er í Austur-Kongó. Óvirkur efnahagur Efnahagsstarfsemi í landinu hrundi á þessu tíu ára tímabili viðvarandi óstöðugleika og langvarandi stríða. Segja má að sjálfsþurft- arbúskapur og smáiðnaður séu aðalatvinnu- greinarnar í dag. Námuvinnslu hefur þó verið haldið áfram, en dregið hefur úr framleiðslu á tímabilinu. Námuvinnsla er mikilvægasti iðnaðurinn enda er Austur- Kongó steinefnaríkt land. Þar er ekki aðeins að finna kopar, kóbalt, sink, kadmíum og olíu, heldur líka gull, silfur og demanta, sem unnið er til útflutnings. Austur-Kongó býr yfir miklum möguleikum til matvælaræktunar, en lélegar samgöngur og viðvarandi stíðsástand hefur orðið til þess að framleiðsla hefur hrunið frá því sem áður var. Fyrir flesta bændur er matvælafram- leiðsla fyrir fjölskylduna meginviðfangsefnið en önnur matvæli eru framleidd samhliða til sölu innanlands (t.d.kassava-rót og hrís- grjón), svo og fyrir útflutningsmarkað (t.d. kaffi, gúmmí) til að afla tekna. Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á matvörum, t.d. á kornmeti og fiski, því matvælaframleiðslan annar ekki eftirspurn innanlands. Nauðgunarstríðið í austur-kongó Þrátt fyrir friðarsamninga 2003 hefur borgara- stíðið herjað áfram, en þó í smærri mynd en áður. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu sem einu erfiðasta viðfangsefni í sögu samtak- anna. Gegndarlaust kynferðisofbeldi gagnvart konum og stúlkum, sem og litlar sem engar refsingar gagnvart kynferðisafbrotum her- manna og skæruliða, einkenna aðstæður þar. Talið er að um 70% stúlkna og kvenna á öllum aldri hafi verið nauðgað eða mátt þola annað kynferðisofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að kynferðisofbeldið í Austur- Kongó sé það versta í heimi. Ekki aðeins vegna fjölda nauðgana heldur einnig vegna hrotta- legra aðfara og líkamlegra limlestinga sem nauðgarar valda konum. Tugum, ef ekki hundruðum þúsunda kvenna hefur verið nauðgað. Alþjóðasamfélagið talar um stríðs- átökin í Austur-Kongó sem „nauðgunarstríðið í Kongó“. Konur í Austur-Kongó, mæður þjóð- arinnar, þjást í hljóði og flestar þeirra þekkja ekki gleði lengur. En fyrir tilstuðlan frjálsra félagasamtaka og stuðning alþjóðasamfélags- ins hafa raddir þeirra heyrst og þrátt fyrir hryll- inginn eygja stúlkurnar og konurnar í Austur- Kongó enn von um réttlæti og betra líf. Mikið uppbyggingarstarf er nauðsynlegt til að þessu linni. Draga þarf stjórnvöld og uppreisnarheri til ábyrgðar á kynferðisafbrotum og binda enda á refsileysið. Jafnfamt þarf að stórauka stuðning og aðstoð við þolendur ofbeldisverk- anna. Og nú berast fréttir af auknum átökum, enn og aftur. Enn fleiri flýja heimili sín og í flóttamannabúðir. Enn á ný þurfa íbúarnir, og sérstaklega konur, Austur-Kongó að þola hrikalegt ofbeldi, nauðganir, þjófnaði og stans- laust óöryggi á flótta, án matar, án aðgangs að hreinu vatni, án allrar mannlegrar reisnar. Elsa Guðmundsdóttir Heimildir: 1 Jeffrey Gettleman. “With tense calm in Congo, a time to assess the damange”. The New York Times, 1. nóvember, 2008; “It´s all relative”. The Economist, 12. júní, 2008; Lydia Polgreen, “Congo´s death rate unchanged since war ended”, The New York Times, 28. janúar, 2008; World Bank country brief: Democratic Republic of Congo; International Rescue Comittee: www.theirc.org/special-report/congo- forgotten-crisis.html. Heimildir staðreynda: Human Deve- lopment Report 2007/2008, UNDP; UNESCO, UNAIDS. 2 Jeffrey Gettleman. “Rape victims” words help jolt Congo unto change”, The New York Times, 18. október, 2008; The Greatest Silence, Rape in the Congo: www.thegrea- testsilence.org/main.html

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.