Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 34

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 34
34 Uppbygging úr rústum: Suður-Súdan suður­súdan Höfuðborg: Júba Mannfjöldi: 8,5 til 11 milljónir (af 40 milljónum í allri Súdan) lífslíkur við fæðingu: 42 ár (konur og karlar) vlF á mann, jafnvirðisgildi (PPP): 1.900 US$ (Súdan) – 90% fólks í Suður-Súdan lifa á 1 dollara eða minna á dag læsi: 12% (konur), 37% (karlar) (í norðurhluta Súdan eru 52% kvenna læs) aðgangur að öruggu vatnsbóli: 27% Fólksfjölgun: 2,8% – 49% íbúa eru undir 14 ára aldri Barn á hverja konu: 6,7 ungbarna- og barnadauði: 150 af 1.000 deyja innan við 1 árs og 250 af 1.000 deyja áður en þau ná fimm ára aldri – 1 af hverjum 4 nýfæddum börn- um deyr áður en það nær fimm ára aldri HIv/alnæmi: 2,6% „Það var hér sem ég jarðaði foreldra mína og manninn minn. Hér á ég heima,“ segir hún um leið og hún lítur í kringum sig í afskekktu og eyðilegu þorpi í Suður-Súdan. Eins og svo margar aðrar ungar konur neyddist hún til að flýja þorpið ásamt börn- um sínum tveimur þegar borgarastyrjöldin stóð sem hæst. Eftir meira en átta ár á flótta hefur hún snúið til baka til þess að reyna að byggja sjálfri sér og börnum sínum nýtt líf í þorpinu þar sem hún ólst upp. En þrátt fyrir allt sem á undan er gengið – óttann, hungr- ið og sársaukann yfir missi ástvinanna – eru raunir hennar ekki yfirstaðnar því í þorpinu er ekkert að hafa. Þar eru engin skýli, engir vegir, engir skólar, engir markaðir, engir ástvinir sem veitt geta stuðning og gætt barnanna á meðan hún reynir að finna vatn, mat og aðrar nauðsynjar. Svona hljómar saga fjölmargra kvenna í Suður-Súdan. Innviðirnir lagðir í rúst Síðan Súdan öðlaðist sjálfstæði frá Bretum 1956 hefur landið meira og minna logað í ófriði, nema í rúm 10 ár frá 1972 til 1983. Ástæðurnar eru margar en eiga sér líka sögulegar skýringar. Undir stjórn Breta var suðurhlutanum stjórnað sem sérstöku svæði og við sjálfstæði var suðurhlutinn settur undir stjórn norðurhlutans. Uppreisnarmenn og fylkingar í suðurhlutanum hafa löngum mótmælt þessu fyrirkomulagi og ráðist ítrekað á stjórnarherinn í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Átökin sem geisuðu í Suður-Súd- an frá 1983 voru m.a. afleiðing þessa. Árið 1992 urðu hins vegar vatnaskil í atökunum þegar stjórnvöld í höfuðborginni Khartoum lýstu yfir heilögu jihad-stríði gegn aðalupp- reisnarhópnum í Suður-Súdan, SPLA (e. The Sudanese People´s Liberation Army). Hat- römm átök uppreisnarmanna gegn víga- sveitum hirðingja af arabískum uppruna (úr norðurhluta landsins) ásamt stjórnarhern- um ágerðust með áður óþekktri grimmd á svæðum þar sem uppreisnarmenn héldu til. Skelfileg mannréttindabrot af hálfu stjórn- valda og fylkinga uppreisnarhópa áttu sér stað á meðan á stríðinu stóð. Afleiðingar átakanna bitnuðu á saklausum borgurum þar sem heilu þorpin voru lögð í eyði og íbúarnir drepnir eða hraktir á flótta. Karl- mennirnir voru drepnir eða seldir í þræl- dóm, konunum nauðgað og börnunum stol- ið og þau neydd til að ganga til liðs við stríðandi fylkingar. Talið er að rúmlega tvær milljónir manna hafi verið drepnar og aðrar fjórar hraktar á flótta í þessum átökum.1 Við undirritun friðarsamninga í janúar 2005 lauk 22 ára borgarastríði. Eftir stóð sjálfráða landsvæði, álíka stórt og Afganistan, sem átti að sameina ólíka þjóðernishópa, án samfélags- þjónustu og með meira og minna alla innviði í rúst. Stríðið leiddi til eyðileggingar sem á sér nær enga hliðstæðu. Auk átakanna liðu íbúar svæðisins fyrir síendurteknar hungursneyðir og þurrka auk þess sem jarðsprengjur á helstu samgönguleiðum hömluðu ferðum fólks. Kona og barn í Suður-Súdan, ágúst 2008. Miklar rigningar í sumar eyðilögðu heimkynni íbúa á svæðinu í kringum Aweil og fjölmargir hröktust á vergang. © T im M cK u lk a/ U N M IS

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.