Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 37

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 37
37 fyrstu konuna til að gegna því embætti í sunnanverðri Afríku. Hvaða áhrif hefur staða hennar haft á konur og þá sem ber- jast fyrir bættum réttindum kvenna? „Það hefur augljóslega áunnist mikið við að fá fyrsta kvenforseta Afríku. Þrátt fyrir að Johnson-Sirleaf sé afar hæf og merk kona, held ég að hún geti algjörlega þakk- að konum Líberíu og kvennahreyfingunni sem myndaðist í stríðinu fyrir stöðu sína í dag. Hún gerir sér líka fyllilega grein fyrir því og leggur áherslu á ofbeldismálin, sem og læsi kvenna, í sinni stefnuskrá. Konur hafa öðlast vissa virðingu eftir stríðið og trú á sjálfar sig sem stjórnendur. Hins vegar er það mótsagnakennt að tala um virðingu í garð kvenna þegar ofbeldi gegn þeim er jafn algengt og raunin er í Líberíu. Þess vegna vil ég leggja áherslu á að vald og stjórnun kvenna verður að byrja í grasrót- inni og færast þaðan upp; því þarf nú að vinna hörðum höndum með grasrótinni.“ Margt breyttist til batnaðar eftir að Johnson-Sirleaf tók við embætti en eitt af fyrstu verkum forsetans var að styðja lög- gjöf í gegnum þingið sem víkkaði skilgrein- inguna á nauðgun, þannig að samræði við barn yngra en 18 ára er nú skilgreint sem nauðgun, og hægt er að dæma ofbeldis- menn til þyngri refsingar. Það hefur ekki enn komið til þess að þessum lögum sé almennilega framfylgt en Guðrún Sif segir þetta samt vísbendingu um það að löggjöf- in í Líberíu sé að batna. Ákærum vegna nauðgunarmála hefur líka fjölgað, sem rakið er til betri vitneskju almennings, sem og betri löggæslu, frekar en aukningar í nauðgunarmálum. Hins vegar á Líbería ennþá afar langt í land þar sem dómskerfið er í molum og mjög erfitt að koma nokkr- um málum þar í gegn. „Vinna okkar hjá UNIFEM mun því að miklu leyti snúast um aðstoð við að koma dóms- kerfinu í ásættanlegt horf á ný. Dómarar og lögmenn munu til dæmis þurfa að læra um nýju nauðgunarlögin, sem og fá þjálfun í því hvernig koma á fram við þolendur ofbeldis. Einnig verður þörf fyrir mikinn stuðning í sýslunum utan höfuðborgarinn- ar, þar sem víða er til dæmis skortur á dómsölum, starfsfólki með tilhlýðilega menntun, tölvubúnaði og skráningarkerf- um. Augljóslega er það risavaxið verkefni að koma algjörlega óskilvirku kerfi aftur á legg og UNIFEM mun ekki geta gert það eitt og sér. Hins vegar eru margir að vinna að þessum málum í Líberíu og við vonumst til að geta lagt okkar af mörkum.“ Samtakamáttur kvenna skilar friði Konur í Líberíu áttu stóran þátt í því að enda borgarastríðið. Það myndaðist gríðarlega sterk samstaða þeirra á milli og þær börðust allar saman opinberlega fyrir sama málstað fyrir stríðslok. Eftir stríð misstu grasrót- arhreyfingarnar marga af sínum leiðtogum til stjórnvalda, sem er að sjálfsögðu ekki slæmt en það hefur, að mati Guðrúnar Sifjar, haft svolítið neikvæð áhrif á kraft grasrót- arinnar. Að hafa heldur ekki jafn augljósan og sterkan málstað sem allar konur berjast fyrir hefur líka dregið úr samstöðunni. Ofbeldismálin eru auðvitað ofarlega á lista yfir málefni sem brenna á konum, og stjórn- völdum, í dag en einnig efnahagslegt öryggi og efling færni og frumkvæðis kvenna. Guð- rún Sif leggur áherslu á að bæði sé hægt að læra af því sem tókst vel í Líberíu og því sem gengur ekki nógu vel núna og að samstaða kvenna er fyrir öllu ef þær vilja hafa áhrif bæði á friðartímum sem og á tímum átaka. Hún bætir við að það dragi svolítið úr mætti kvenna núna að „þær dreifa vinnu sinni og kröftum á marga staði og hafa ekki lengur Ung kona og bekkjarfélagar hennar í Lögregluskólanum í Monróvíu hefja daginn á morgunæfingum. „Samstaða kvenna er fyrir öllu ef þær vilja hafa áhrif bæði á friðar tímum sem og á tímum átaka … jafnvel hinir „veiku“ í samfélaginu geta komið á stórkostlegum breytingum ef samstaðan er nógu sterk.“ Lj ó sm yn d : C h ri st o p h er H er w ig

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.