Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 38

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 38
38 þessa brennandi sterku samstöðu eins og fyrir stríðlok. Við hjá UNIFEM erum auðvitað að skoða hvernig við getum aðstoðað við að auka samvinnu milli mismunandi kvenna- hópa en ég held samt að það verði erfitt að ná fram þeim krafti sem virðist hafa ríkt hér fyrir stríðlok. Mér finnst þetta sýna mjög vel hversu mikilvæg samstaða er og að jafnvel hinir „veiku“ í samfélaginu geta komið á stórkostlegum breytingum ef samstaðan er nógu sterk. Þetta er því það sem við þurfum að aðstoða við að byggja upp.“ konur komi að uppbygg- ingu samfélaga sinna UNIFEM leggur mikla áherslu á starf sem byggist á ályktun öryggisráðs SÞ númer 1325 um konur, frið og öryggi. En hvernig hefur slíkri vinnu verið framfylgt í Líberíu? „Allt sem við gerum er í rauninni tengt ályktun 1325 þar sem það lýtur að ofbeldis- málum tengdum stríði, sem og að bæta líf kvenna eftir stríð. Hins vegar er leiðinlegt að segja frá því að það er ekkert sem bendir til þess að nauðganir eða ofbeldi á konum hafi minnkað hið minnsta frá lokum stríðs- ins fyrir fimm árum og að því leytinu hafa stjórnvöld Líberíu, sem og við frá alþjóða- samfélaginu sem vinnum að málefnum kvenna, algjörlega brugðist þeim. Í raun má líta svo á að stríðinu sé ekki lokið fyrir kon- urnar, það hefur bara færst frá almennings- sjónum inn á heimilin.“ Líbería vinnur nú að framkvæmdaáætlun um ályktun 1325 og verður væntanlega fyrsta stríðshrjáða þró- unarlandið til þess að gefa út slíka áætlun. aukin þátttaka kvenna í samfélaginu er fjárfesting til framtíðar Uppbygging samfélaga eftir stríð er gríð- arlegt verkefni. Spurð hver forgangsatriði stjórnvalda í Líberíu eigi að vera til þess að bæta stöðu kvenna og að þeirra sjónarmið nái inn í friðarumleitanir og uppbyggingu samfélaga eftir ófrið, segir Guðrún Sif að leggja þurfi miklu meiri áherslu á umbætur í dóms- og lagakerfi landsins. „Þetta er eitt af því sem er efst á lista flestra samtaka sem starfa í landinu en á meðan stjórnvöld gera þetta ekki að forgangsatriði skiptir litlu máli hvað við hin utanaðkomandi viljum gera og leggja áherslu á.“ Það er líka nauðsynlegt að bæði alþjóðasam- félagið og stjórnvöld í landinu hugi betur að því hvernig „þátttaka kvenna“ er skilgreind. „Ég held að við leggjum oft meiri áherslu á þátttöku kvenna í æðstu stöðum, sem er að sjálfsögðu mikilvægt, en við megum ekki gleyma konum í sveitum Líberíu. Það er mikil áhersla lögð á það að Líbería eigi fyrsta kven- forseta Afríku, sem þjóðin getur auðvitað verið stolt af, og það er einnig mikið um konur í háttsettum stöðum í ríkisstjórninni og öðrum valdamiklum stöðum. Þetta eru hins vegar vel menntaðar konur úr efnuðum fjöl- skyldum. Við verðum að leggja meiri áherslu á aukið vald og rétt kvenna í sveitum og sýslum landsins. Það er einmitt þar sem þær hafa minnst vald. Þar eru grasrótarhreyfingar að reyna að vinna með konum og aðstoða þær við að efla færni sína og auka völd innan sinna þorpa og sveitarfélaga. UNIFEM styður slík verkefni með mannskap og fé. Það er von mín að þetta muni til lengri tíma litið stuðla að auknum og viðvarandi breytingum fyrir líf allra kvenna í Líberíu. Kristjana Sigurbjörnsdóttir UNIFEM hefur frá upphafi lagt áherslu á að styðja efna- hagslegt frumkvæði kvenna. Í Líberíu hefur til dæmis verið stutt við bakið á konum sem rækta kassava-rótina. Kassava er ein helsta fæðuteg- und manna í löndum í sunnanverðri Afríku en auk þess er þar að finna stærstu framleiðendur kassava. Konunum eru kenndar nýjar aðferðir við ræktunina, sem gætu hentað betur, og fá aðstöðu í verksmiðjum sem hafa verið byggðar þar sem þær vinna vöruna. Að lokum fá þær aðstoð við að koma vörum sínum á markað. Hug- myndin á bak við þetta verkefni er að veita aðstoð við öll skref framleiðslunnar svo að verkefnið verði árangursríkt. Það er von UNIFEM að eftir tvö ár geti konurnar algjör- lega tekið yfir ferlið sjálfar. Þær fá einnig kennslu í ritun og lestri og einfaldri stærðfræði, sem og þjálfun í stjórn- un svo að þær séu í stakk búnar til að stjórna verkefninu þegar UNIFEM, og aðrir aðilar sem styrkja verkefnið, hverfa á braut. efnahagslegt frumkvæði kvenna í sveitum líberíu Í Monróvíu, höfuðborg landsins, býr fólk enn við fátæklegar aðstæður, þar á meðal í þessu yfirgefna húsi við eina af stærstu götum borgarinnar. Þar hafa heimilislausir komið sér fyrir á meðan landið jafnar sig eftir áratugalangt borgarastríð sem lagði það í rúst. Lj ó sm yn d : C h ri st o p h er H er w ig

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.