Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 40

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 40
40 sums staðar er það orðið svo að slíkt smit er allt að helmingur nýrra HIV-smittilfella. Ofbeldi gegn konum setur stúlkur og konur í meiri hættu á að smitast af HIV/alnæmi. Konur í sunnanverðri Afríku eru í mikilli smithættu, meðal annars vegna þess að réttindi þeirra eru oft ekki virt innan hjóna- bandsins eða af hálfu stjórnvalda.3 Talskona NACWOLA, Annet Biryetega, heldur því fram að konur þori oft ekki að neita eig- inmönnum sínum um kynlíf eða fara fram á að þeir noti verjur þótt þær viti að þeir séu þeim ótrúir og þær gruni að þeir séu smit- aðir. Efnahagslegt ósjálfstæði kvennanna og smánin sem fylgir því að vera HIV-smituð kona gerir það líka að verkum að margar konur kjósa fremur að horfa framhjá hegð- un eiginmanna sinna og forðast heilsu- gæslustöðvar þar sem „upp gæti komist“ að þær séu smitaðar. Þá eiga þær það alveg eins á hættu að vera hent út af heimilinu þótt þær eigi engan þátt í að koma með sjúkdóminn inn á heimilið.4 kallað á réttindi kvenna í Úganda Undanfarin ár hafa þessi sömu samtök, fyrir tilstuðlan UNIFEM og Human Rights Watch, beitt réttindamiðaðri nálgun í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi í Úganda. Þau hafa staðið saman að mikilli herferð und- anfarið þar sem athygli er vakin á vand- anum og hafa skorað á stjórnvöld að virða þá alþjóðasamninga sem þau eru aðilar að, eins og Mannréttindasáttmála og Kvenna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og standa við skuldbindingar sínar. Þessi þrýstingur virðist ætla að verða til þess að rykið verði dustað af rúmlega 40 ára gömlu lagafrum- varpi sem tekur á ofbeldi gegn konum. Ein- hverjar breytingar voru gerðar á frumvarp- inu fyrir um það bil áratug en það var aldrei samþykkt af þinginu og hefur því hingað til gleymst í skjalageymslu þingsins. Af almennri umræðu og töluverðri umfjöllun í fjölmiðlum að dæma virðist sem frumvarp- ið verði aftur tekið fyrir á þinginu í náinni framtíð. Verði frumvarpið að lögum mun það auðvelda alla fræðslu um réttindi kvenna og baráttu gegn viðhorfum í samfé- laginu sem eru konum skaðleg.5 en hvað er réttindamiðuð nálgun að þróun? Þegar kemur að því að skilgreina hugtakið réttindamiðuð nálgun að þróun kemur fljótt í ljós að engin ein skilgreining virðist vera til. Mismunandi stofnanir, félagasam- tök og fræðimenn hafa vissulega lagt til sínar skilgreiningar eða túlkanir en enn sem komið er er ekki fullkomin eining um „hina einu sönnu“ skilgreiningu á hugtakinu. Þrátt fyrir skort á sameiginlegri skilgrein- ingu ríkir almenn sátt um að hugtakið eða nálgunin sé byggð á grundvallargildum mannréttinda, þ.e. að þau séu algild, óskipt- anleg, jöfn, samtvinnuð, mismuni ekki, byggist á þátttöku, virði ábyrgðarskyldu og lög og reglur.6 Rauði þráðurinn sem bindur þessi gildi saman í heildstæða nálgun er ferlið. Það er að segja, allt ferli þróunarsam- vinnu, á öllum stigum, á að miðast við að þessi grundvallargildi séu höfð í heiðri þegar réttindamiðuð nálgun er notuð í þróun- arsamvinnu. Sem dæmi mætti nefna að stjórnvöld þurfa að virða rétt barna til menntunar með því að tryggja aðgengi fyrir alla að menntun/skólum svo að foreldrar hindri ekki að stúlkur hljóti menntun. Í þessu felst, í stuttu máli, að kjarninn í rétt- indamiðaðri nálgun er sambandið milli rétt- hafa og þess sem ber skylduna,7 þ.e. sam- bandið á milli ríkis og borgara. Samkvæmt þessari nálgun á einstaklingurinn rétt/kröfu (sem studd er af alþjóðlegum mannréttind- um) á ákveðinni meðferð og þjónustu. Ríki, yfirvöldum og í raun alþjóðasamfélaginu ber því skylda til að tryggja að þessi réttindi séu virt. Þar af leiðandi, hver svo sem útgangspunkturinn kann að vera, er ekki hægt að horfa fram hjá því að réttindamið- uð nálgun er hápólitísk, sem gerir hana oft móttækilegri fyrir gagnrýni og aðgreinir hana frá mörgum öðrum nálgunum innan þróunargeirans. réttindamiðuð nálgun – bætir hún einhverju við það sem fyrir var? Í grein sinni, Human Rights Approach to Development Programming, bendir Urban Jonsson á að réttindamiðuð nálgun á margt sameiginlegt með öðrum nálgunum í þró- unarsamvinnu (t.d. þarfamiðuðum nálg- unum) eins og áherslu á þátttöku, mik- ilvægi gegnsæis og góðra stjórnarhátta, ásamt ýmiss konar aðgerðum sem eru not- aðar til að efla færni og kunnáttu (e. empowerment strategies). Jonsson bendir réttilega á að í gegnum tíðina, bæði innan þróunargeirans og mannréttindageirans, Hin fimmtuga Silvia Alak bjó í flóttamannabúðum í Gulu-héraði í Norður-Úganda í ágúst 2006. Silvia og börnin hennar sjö lifðu af ofbeldi uppreisnarmanna. Eiginmaður hennar var ekki svo lánsamur. © M an o o ch er D eg h at i/I R IN Ofbeldi gegn konum setur stúlkur og konur í meiri hættu á að smitast af HIV/alnæmi. Konur í sunnanverðri Afríku eru í mikilli smithættu, meðal annars vegna þess að réttindi þeirra eru oft ekki virt innan hjónabandsins eða af hálfu stjórnvalda.3

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.