Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 41

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 41
41 hafi mörg góð tæki orðið til sem eiga fullt erindi inn í réttindamiðaða nálgun. Það er því ekki nauðsynlegt að finna upp hjólið. Nálgunin byggist að miklu leyti á þeirri vinnu og þeim rannsóknum sem hafa verið unnar og notaðar hingað til á sviði mann- réttinda og þróunarsamvinnu. Mikilvægt að greina hver ber ábyrgðina Þrátt fyrir að margt sé sameiginlegt með rétt- indamiðaðri nálgun og þarfamiðuðum nálg- unum innan þróunargeirans eru líka mik- ilvægir þættir sem skilja þær að. Að mati Jonssons er einn mikilvægasti munurinn fólg- in í því að þarfamiðaðar nálganir gera ekki ráð fyrir „þeim sem ber skylduna“ vegna þess að þær byggja ekki á lagalegum grunni. Að margra mati er hér um að ræða eina mik- ilvægustu viðbótina sem réttindamiðuð nálg- un hefur fram að færa fyrir þróunarmál; að hún byggir á lagalegum grunni. Þeir sem til- heyra þessum hópi benda á að þrátt fyrir vissar lagalegar hindranir8 sé þessi þáttur gríð- arlega mikilvægur fyrir alla baráttu fyrir grunnþörfum. Lagalegi þátturinn skiptir einn- ig sköpum þegar greina þarf hvar réttarfars- leg ábyrgð liggur þegar kemur að því að veita ákveðna þjónustu við almenning. Það má því kannski segja að þeir sem leggja megináherslu á lagalega hlið nálgunarinnar einbeiti sér einna helst að því að alþjóðasamþykktir og lög séu virt og að „þeir sem bera skylduna“ axli hana (hvort heldur sem er fyrir tilstuðlan utanaðkomandi aðstoðar eða þrýstings). Fylgjendur réttindamiðaðrar nálgunar eru hins vegar ekki allir sammála um að lagalegi grunnurinn skipti mestu máli. Þeir sem til- heyra þeim hópi sem leggur minna upp úr lagalegu hliðinni leggja aftur meiri áherslu á inntak laganna, ef svo má segja. Þeir benda á mikilvægi þess að réttindamiðuð nálgun byggi á réttindum og kröfum fólks en ekki ölmusu. Þessi útgangspunktur hefur það í för með sér að starfsfólk innan þróunargeirans fer að hugsa meira út frá stefnumótun, félagslegu skipulagi, misrétti, mismunun og útskúfun í stað þess að hugsa út frá fátækt sem útganspunkti. Þess í stað megi nýta rétt- indamiðaða nálgun í þróunarsamvinnu sem hvetjandi áætlun eða tæki í leitinni að und- irrót vandans. Mannréttindi virt – konur og börn í starfi Sameinuðu þjóðanna Eins og fram kom hér að ofan nota mörg félagasamtök og stofnanir réttindamiðaða nálgun í starfi sínu. Þeirra á meðal eru UNIFEM og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Sá lagalegi grunnur sem stofnanirnar byggja á eru Kvennasáttmáli SÞ (CEDAW) annars vegar og Barnasáttmáli SÞ (CRC) hins vegar. Enginn sáttmáli, fyrir utan stofnsáttmálann og Mann- réttindayfirlýsinguna, hefur verið samþykktur af jafn mörgum ríkjum og á jafn stuttum tíma og Barnasáttmálinn. En á eftir honum er Kvennasáttmálinn sá samningur sem flest aðildarríki hafa samþykkt. Þessi staðreynd gerir það að mörgu leyti að verkum að UNI- CEF og UNIFEM eiga auðveldara með að beita réttindamiðaðri nálgun í sínu starfi. UNIFEM telur að grundvöllur þessarar nálgunar í mannréttindasáttmálum styrki þróun- arverkefni stofnunarinnar umtalsvert vegna þess að nálgunin gerir þeim kleift að nýta ákvæði Kvennasáttmálans kerf- isbundið í baráttunni fyrir mannréttind- um kvenna. Flestir eru sammála því að heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi hindri að konur og börn njóti réttinda sinna. Það er því nauðsynlegt að gripið sé til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir að sú ógn og réttindaskerðing sem felst í kynbundnu ofbeldi viðgangist. Rétt- indamiðuð nálgun í þróunarstarfi gerir þeim sem berjast fyrir jafnrétti kleift að þrýsta á um að slíkar aðgerðir komist í framkvæmd í krafti þess að jafnrétti kynjanna og/eða t.d. réttindi barna koma skýrt fram í Mannréttindasátt- mála, Barnasáttmála og Kvennasáttmála SÞ, sem flestöll aðildarríkin hafa samþykkt. Heimildir: 1 Á ensku ýmist talað um „rights-based approch to deve- lopment“ eða „human rights-based approach (HRBA)“. 2 Úttekt Uganda Law Reform 2008. 3 Human Rights Watch. (2008). Just Die Queitly: Domestic Violence and Women’s Vulnerability to HIV in Uganda [vefútgáfa]. Human Rights Watch Publications, Vol. 15, pp. 1-78. Sótt 24. október 2008 á http://www.hrw.org/ reports/2003/uganda0803/uganda0803.pdf. 4 Medicus Mundi Schweiz (2007). The Experience of NAC- WOLA, Uganda: Coping with the stigma of positive motherhood [vefútgáfa]. Bulletin von Medicus Mundi Schweiz, Vol. 105. Sótt 24. október 2008 á http://www. medicusmundi.ch/mms/services/bulletin/bullet- in105_2007/kap2/Biryetega.html. 5 Human Rights Watch (2008). 6 E. universality, indivisibility, equality, non-discrimination, participation, inclusion, accountability, the rule of law. Sjá: http://www.unfpa.org/rights/principles.htm 7 Á ensku er talað um rights-holders annars vegar og duty bearers hins vegar. 8 Lagalegi grunnurinn felst fyrst og fremst í alþjóðlegum sáttmálum og ályktunum sem ríki hafa skuldbundið sig til að fylgja. Ríki samþykkja, aftur á móti, ekki alltaf slíka sáttmála og regluverk, sem getur flækt málin.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.