Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 43

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Blaðsíða 43
43 Lj ó sm yn d : C h ri st o p h er H er w ig Ályktun 1325 Orð og aðgerðir Í októberlok voru átta ár liðin frá því að ályktun 1325 var samþykkt einróma í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Árið 2000 var brotið blað í sögu öryggisráðsins sem hafði aldrei áður ályktað um hlutskipti kvenna í vopnuðum átökum og hlutdeild þeirra í friði. Það er vel þess virði að spyrja hvaða áhrif ályktunin hefur haft á friðar- og öryggismál á þessum tíma – má greina áþreifanlegar breytingar eða er umræðan um konur, frið og öryggi orðin tóm? Eins og hér er greint frá hefur ályktunin sann- anlega komið konum á dagskrá öryggis- mála hvað varðar friðargæsluaðgerðir, ofbeldi gegn konum á átakasvæðum og friðarumleitanir. Þrýstingur á að orðum fylgi athafnir fer vaxandi og hafa ríki og alþjóðastofnanir bæst í hóp þeirra sem vilja sjá ákvæðum ályktunarinnar framfylgt. Þótt enn sé langt í land er þetta mikilvæg þróun. Staðfest að kynferðisof- beldi sé stríðsglæpur Í öryggisráðinu sjálfu hefur gengið hægt að samþætta efni ályktunarinnar daglegri starfsemi ráðsins og hefur eftirfylgnin á þeim vettvangi fyrst og fremst verið fólgin í árlegum umræðum í október þar sem fulltrúum kvennasamtaka gefst tækifæri til að ávarpa ráðið. Einstaka ríki halda þó ályktuninni á lofti innan öryggisráðsins, til að mynda Danmörk sem sat í ráðinu 2005- 2006. Ísland lagði sömuleiðis áherslu á ályktunina í framboði sínu til ráðsins þótt ekki hafi það náð kjöri. Ályktun 1820 um kynferðisofbeldi á átaka- svæðum, sem var samþykkt á fundi ráðsins í júní 2008, var engu að síður markvert skref fram á við fyrir öryggisráðið. Sú ályktun staðfestir að kynferðisofbeldi í átökum sé stríðsglæpur og ógnun við öryggi og stöð- ugleika. Hún kveður enn fremur á um fræðslu og stuðning fyrir friðargæsluliða til að bregðast við slíku ofbeldi á átakasvæð- um og aukna vernd fyrir konur, meðal ann- ars í flóttamannabúðum og innan rétt- arkerfisins. Þá hefur friðargæsluskrifstofa SÞ (Department of Peacekeeping Opera- tions, DPKO), sem starfar samkvæmt umboði ályktana öryggisráðsins, sett sér stefnu um samþættingu kynja- og jafnréttissjón- armiða. Þar er meðal annars kveðið á um jafnréttisfræðslu fyrir friðargæsluliða, stöðu jafnréttisfulltrúa í höfuðstöðvum og rekstur starfseininga á sviði jafnréttismála í öllum stærri friðargæsluaðgerðum. vinir 1325 innan SÞ Ákveðinn hópur ríkja tók fljótt að sér að fylgja ályktuninni eftir á óformlegum sam- starfsvettvangi innan Sameinuðu þjóðanna sem kallast vinir 1325. Fulltrúar ríkja í þess- um hópi funda reglulega og hvetja til umræðu um konur, frið og öryggi í ýmsum nefndum og ráðum Sameinuðu þjóðanna. Á síðustu árum hefur áhugi alþjóðlegra þróunarstofnana á ályktun 1325 færst veru- lega í aukana og mörg ríki, sérstaklega í Norður- og Vestur-Evrópu, hafa lagt sig fram um að styðja verkefni sem fylgja ákvæðum ályktunarinnar eftir. Ísland er þeirra á meðal og hefur utanríkisráðuneyt- ið stutt sérstaklega við 1325-verkefni UNI- FEM á Balkanskaganum. Árið 2007 bættist Ísland jafnframt í lítinn en vaxandi hóp ríkja sem hafa sett sér sérstaka framkvæmda- áætlun um eftirfylgni við ályktun 1325. Orðin tóm? Á alþjóðavettvangi hefur þó enginn fylgt ályktuninni jafn vel og jafn fast eftir og UNI- FEM. Kvennasjóðurinn hefur ýtt á eftir álykt- un 1325 innan stofnana, ráða og nefnda Sameinuðu þjóðanna, eflt samstarfsnet áhugasamra ríkja og veitt kvennasamtökum tæknilegan og fjárhagslegan stuðning við eft- irfylgnina á átakasvæðum. UNIFEM hefur jafnframt beitt sér sérstaklega fyrir aukinni þátttöku kvenna í friðarumleitunum og frið- arsamningum, til að mynda í Afganistan, Súdan og Úganda. Síðast en ekki síst hefur UNIFEM verið í lykilhlutverki við að vekja athygli á því að langtum meira þurfi að gera til að ályktun 1325 verði ekki bara orðin tóm. EFtir Birnu þórarinsdóttur Þrýstingur á að orðum fylgi athafnir fer vaxandi og hafa ríki og alþjóðastofnanir bæst í hóp þeirra sem vilja sjá ákvæðum ályktunarinnar framfylgt. Þótt enn sé langt í land er þetta mikilvæg þróun.

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.