Feykir - 24.03.1999, Page 2
2 FEYKIR 11/1999
Fiskur í miðri sveit
Norðurland vestra
eitt sveitarfélag ?
Undanfama fjóra mánuði hef-
ur verið starfrækt fiskvinnslufyr-
irtækið Hrímnir í Skagafirði. Það
er staðsett í Steinsstaðabyggð í
Lýtingsstaðahverfi. Þar var fyrir
hendi húsnæði sem áður var not-
að fyrir matvælavinnslu og þurfti
því lítilla breytinga við.
Starfsemin er fólgin í karfa-
vinnslu. Hráefni er keypt af
frystitogurum, það er þítt upp,
flakað, roðflett og ísað. Fiskiðjan
Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki
kaupir síðan vöruna og gengur
frá henni í neytendaumbúðir.
Þrír hafa starfað við vinnsluna
hjá Hrímni til þessa og mögu-
leiki að fljótlega fjölgi um einn,
að sögn Sigurðar Sigurðssonar
verkstjóra. Hann sagði að þó
þetta sé smátt í sniðum þá rnuni
um þijú störf í sveitinni. „Það
munar um allt þar sem er at-
vinnuleysi. Þetta tefur a.m.k. fyr-
ir því að ég flytji burt. Ég hef
talsvert sótt vinnu utan héraðs
undanfarið og það gengur ekki til
lengdar, því á endanum flytur
maður þangað sem örugga vinnu
er að hafa”, sagði Sigurður Sig-
urðsson.
Núverandi ástand
og þróun
Einhæft atvinnulíf, hátt hlut-
fall atvinnuþáttöku í frumfram-
leiðslugreinum og margvísleg
hraðfara þróun sem nú gengur
yfir, er meðal ástæðna fyrir því
hve á móti blæs víða á lands-
byggðinni. Það hefur verið verk-
svið margra íslendinga að vinna
að framleiðslu matvæla ofan í
aðrar þjóðir. Þessu munum við
halda áfram í verulegum mæli,
en breytingamar eru hraðfara og
því fólki mun enn fækka sem
þarna vinnur. Hin mikla tækni-
bylting undafarinna ára hefur í
för með sér, að færri þarf nú til
að vinna verðmæta vöru t.d. úr
sjávarfangi hverskonar. Og þessi
þróun mun halda áfram. I þessu
sambandi er eins gott að sem
flestir geri sér ljóst, að við erum
í samkeppni við allar aðrar þjóð-
ir þar sem matvælaframleiðsla
hverskonar er stunduð, þar sem
hinn stóri heimur er einn mark-
aður. Tæknibyltingin hefur í för
með stórfækkun starfa bæði við
landbúnað og sjávarútveg. Það
er óhjákvæmilegt vegna þess að
hin vaxandi tækni eykur afköst
og hefur í för með sér ódýrari
framleiðslu. Framleiðslu sem
verður að standast samkeppni
bæði í verði og gæðum á hinu
stóra markaðstorgi heimsins.
Með þetta í huga er hægt að
skoða byggðaþróun hér innan-
lands á undanfömum árum; bú-
seturöskun og fólksflutninga
milli svæða og milli landa.
Þama má finna a.m.k. hluta
skýringarinnar á lágum launum
og erfiðri stöðu hér á okkar
svæði; Noðurlandi vestra. At-
vinnuleysi hefur verið viðvar-
andi í kjördæminu um áraraðir
og er því miður enn, þrátt fyrir
að valdamiklir stjómmálamenn
tali um að atvinnuleysi sé liðin
tíð. Það á ekki við um Norður-
land vestra, því miður. Hér er
hátt hlutfall fólks sem starfað
hefur við fmmframleiðslu. Sú
þróun hefur síðan ekki náð fót-
festu, af ástæðum sem hafa
mætti um langt mál, að við hafi
tekið aðrar atvinnugreinar sem
nú er víða mikil gróska í s.s. við
hugbúnað, hátækni eða þjón-
ustu. Ef þessar greinar eiga að
finna sér farveg þurfa m.a.
stjómsýslueiningamar að vera
fjölmennari og öflugri en nú er.
Þrátt fyrir „nútímavæðing-
una” undanfama áratugi og
breyttar aðstæður í flestu tilliti,
hefur þótt henta að viðhalda
smáum sveitarfélögum og hefur
raunar verið ljóst um alllangt
skeið að þau em vanburða til að
takast á við nútímann. Þama var
þó stigið mikilvægt og heilla-
drjúgt skref þegar sameiningin
gekk yfir í Skagafirði á sl. ári.
Æskilegt væri þó að sjá meiri
röskleika við að koma málum
fyrir og endurskipuleggja stjóm-
sýsluna í hinu breytta samfélagi.
Eitt sveitarfélag
Miðað við hina miklu vamar-
baráttu sem byggðimar hér um
slóðir eiga í, er nú orðið tíma-
bært að athuga af fullri alvöru
næstu skref og þar á meðal hug-
myndina um að gera allt Norð-
urland vestra að einu sveitarfé-
lagi. Hér er þó sennilega rétt að
gera fyrirvara gagnvart Siglu-
firði, sem virðist sigla hraðbyri
til austurs. Er raunar ekkert við
því að segja; þetta er sú stefna
sem íbúar þar hafa valið sér.
Einnig kemur til álita hve langt
til vesturs sveitarfélagið gæti
náð; hvort hagkvæmar gæti þótt
fyrir Hvammstanga og V,-
Húnavatnssýslu að leita sam-
starfs í vestur. Allt þetta þarfnast
þó nánari skoðunar. En það er
nokkuð ljóst að hægt er að gera
starfhæfa og sæmilega öfluga
byggð úr þeim þremur kjömum
sem liggja miðsvæðis þ.e.
Blönduósi, Skagaströnd og
Sauðárkróki, ásamt þeirri dreifð-
ari byggð sem eðlilegt þætti að
þar fýlgi með og vilji íbúa stend-
ur til.
Öflugt samfélag - stór-
bættar samgöngur
Eftir því hve einingin næði
langt út til endanna, má ætla að
þarna geti orðið sveitarfélag
sem hefði 7 - 9000 íbúa. Þar er
kominn sá íbúafjöldi sem sér-
fræðingar telja að þurfi til, að
þjónusta geti orðið nokkuð
sjálfbær og spretti upp vegna
íbúafjöldans eins. En algjör for-
senda þessa em stórbættar sam-
göngur innan svæðisins. Ber þar
líklega hæst öflugur og góður
vegur yfir Þverárfjall, sem lengi
er búinn að vera í umræðunni.
Mun vegalengd milli staðanna
styttast um 30 - 40 km, m/v nú-
verandi leið. Þama er mjög mik-
ilvægur nýr vegur milli Blöndu-
óss og Skagastrandar og á fleiri
stöðum má sjá nauðsyn á bættu
vegasambandi. Þama ættu að
opnast möguleikar til reksturs á
mannfreku iðjuveri með vinnu-
sókn bæði að austan og vestan.
Auðveldara ætti að verða fyrir
t.d. hverskonar framleiðslufýrir-
tæki að efna til samtstarfs. Þjón-
ustu, bæði opinbera og einka-
rekna ætti að vera hægt að
skipuleggja á langtum auðveld-
ari hátt og gera hana betri og
ódýrari.
Verkalýðshreyfingin
Á undafömum ámm hefur
verið hægt að fylgjast með sam-
einingu verkalýðsfélaga og
stækkun félagssvæða víða um
land. Þetta hefur gerst vegna
þess, að fólkið í félögunum hef-
ur komið auga á hagkvæmni og
skynsemi þess, að hafa heildim-
ar stærri og öflugri. Má þar
benda á nýtt öflugt félag sem
orðið er til á Reykjavíkursvæð-
inu með því að fjögur stór félög
sameinuðust. Með þeirri breyt-
ingu sem hér er um rætt, yrði
allt ntiklu auðveldara í þessum
efnum og þá myndi að sjálf-
sögðu vera eitt verkalýðsfélag í
sveitarfélaginu. Reyndar ætti
ekki að þurfa að bíða eftir því að
kanna þennan möguleika, því að
næg rök em til staðar nú þegar
með því að einingis eitt verka-
lýðsfélag sé starfandi í kjördæm-
inu að núverandi sveitarfélaga-
mörkum óbreyttum.
Umræðan um vandamál
hinnar svokölluðu landsbyggðar
hefur uppá síðkastið verið frem-
ur dapurleg og ófrjó. Umræðan
hefur stundum beinst að því
einu, að stjómvöld geti með ein-
um eða öðmm hætti breytt hér
allri stöðu. Hún er varasöm, því
að hún felur ekki í sér raunvem-
legar lausnir. I því skyni m.a. að
víkka og breyta umfjölluninni,
em þessar hugmyndir - sem þó
em ekki nýjar - settar hér fram.
Er nú brýn þörf á að upp hefjist
fijó og efnismikil umræða um
þau úrræði sem tiltæk em. Þar
þarf einnig að horfa inná við og
greina það sem við sjálf, íbúam-
ir getum gert. Þar verðum við að
treysta á okkur sjálf, en að sjálf-
sögðu á að gera sanngjamar og
eðlilegar kröfur til stjómvalda og
annarra þeirra sem nauðsynlegt
er að komi að málum.
Jón Karlsson.
(formaður Verkalýðs-
félagsins Fram, Skagafirði)
OÞ.
Þeir eru víða stóru snjóhaugarnir sem búið er að nioka
upp á Sauðárkróki Þessi myndarlegi skafl umlykur þó
ekki kirkjuna, heldur er hann á Kirkjrtorginu.
Innilegar þakkir til vina og
kunningja fyrir allar heimsóknir,
gjafir, hlóm og aðrar kveðjur í tilefni
90 ára afmœlis míns 16. mars.
Sérstakar þakkir til lœkna, hjúkrunar-
fólks og annarra starfsmanna á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga, sem gerðu
mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll!
Markús Sigurjónsson
Reykjarhóli
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra
Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang:
feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásntundsson.
Fréttaritari: Önt Þórarinsson.
Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð-
brandsson, Sæmundur HeiTnannsson, Sigurður
Ágústsson og Stefán Ámason.
Áskriftaiverð 170 krónur hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 200 krónur nteð vsk. Setning og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.
Feykir á aðild að Samtökuin bæja- og héraðs-
fréttablaða.