Feykir


Feykir - 13.10.1999, Blaðsíða 2

Feykir - 13.10.1999, Blaðsíða 2
2 I-KYKIK 34/1999 Tveir ráðherrar á jarðhita-ráðstefnuna Móttaka í Tindastóli í lokin „í Skagafirði hafa farið fram víðtækar rannsóknir á jarðhita og jrví er haldið fram að óvíða sé jarð- hiti eins aðgengilegur til vinnslu og þar og því er eðlilegt að hér komi upp áhugi fyrir því að efla umræðu og áhuga um þetta mál og nota megi Skagafjörð sem dæmi þó málefnið hafi þýðingu í öllum landshlutum, ekki síst ef horft er til þróunar í landbúnaði og búsetu í sveitum”, segir m.a. í kynningu um landsráðstefnu um jarðhita er haldin verður nk. fostu- dag í Bóknámshúsi Fjölbrauta- skólans, en það er Ræðuklúbbur Sauðárkróks sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við fleiri aðila. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra mun setja ráðstefnuna og Guðni Ágústsson landbúnaðanáð- herra ávarpar ráðstefnugesti í lok- in. Átta sérfræðingar fjalla um ýmiss svið er tengjast nýtingu jarðhita, s.s. ræktun, byggingar og markaðsmál. Þeir munu svara fyrirspumum og vænst er líflegra umræðna milli erinda. Eftir ráðstefnuna verður mót- taka fyrir ráðstefnugesti í kjallara Flótels Tindastóls þar sem fólki gefst kostur til óformlegra við- ræðna. Þettaerfýrsti viðburðurinn sem fram fer í þessu sögufræga og glæsilega húsi, sem Pétur Ein- arsson og Svanfriður Ingvadóttir eru að ljúka við að láta endurgera og bjóða þau til þessarar mót- töku. Atvinnutækifæri! Ertu jákvæður persónuleiki að leita þér að framtíðaratvinnu sem þú getur unnið á þínu heimili. Mig vantar tvo aðila sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu og fá borgað sem því nemur. Nánari upplýsingar í síma 698 8621. Nú er rétti tíminn! Þarftu að taka þér tak eftir allar grillsteikumar í sumar. Ef svo er þá er ég með 100% náttúrulegar vörur. 30 daga skilafrestur. Nánari upplýsingar í síma 698 8621. Veturinn er kominn undir Nöfum og víðar með skóla, rjúpnadrápi, alþingi og nagla- dekk og flest virðist vera í góðu gengi, þrátt fyrir uppsagnir kenn- ara, fuglafriðun í veiðilendum Reykvíkinga, moldarlituð fjárlög og hækkandi bensínvetð. Landsfeðumir stórir og smáir mæðast í mörgu og eru sammála og á öndverðu meiði allt eftir þessum frægu flokkslínum sem eru ævinlega ósýnilegar og varla viðurkenndar, en virðast þó ætíð nógu öflugar til að fjötra þá hina smærri í flokknum og leiða liðið í rétta átt þegar til átaka kemur. Að hafa stoltið í viðbit Samt hef ég þá tilfmningu að síðasta tímann sé meira gert af því hjá hinum óbreyttu liðsmönn- um að lýsa yfir skoðunum sínum þó þær gangi ekki alveg sömu slóð sem mörkuð hefur verið af forustunni. Hvort þessi andstaða skilar sér þegar til atkvæðagreiðslu kemur er ekki eins víst, en allt er það er þetta breyting sem ég er glaður yfir. í öllum álitamálum er gott að sem flestir hafi skoðun þó svo að semja veiði um niðurstöðu og sæta henni þegar málið er útrætt. Nýlokið er stórfenglegri kvennaráðstefnu sem vonandi skil- ar þeim árangri að fleiri konur komi að stjómarborðum heimsins en verið hefur, á því er þörf. En sérkennilegt er að fýlgjast með hvemig fjölmiðlar sýndu okkur þetta. - Aðalmálið virtist vera að hingað kom forsetafrú Bandaríkjanna, líklega er hún sú kona sem mest hefur völd og á- hrif í veröldinni og síst í hættu með að verða útundan, svo varla hefur þurft að berjast fýrir hennar stöðu. Þetta er ágætis kona það em allir sammála um, en hvemig í ósköpunum það á að bæta mögu- leika kvenna að hún labbar niður Laugaveginn eða kaupir skó í Kringluni, fæ ég ekki skilið. Nákvæmlega þetta gerist alltaf þegar skilja á hismið frá kjamanum. Viðeyðum öllu púðiinu í að glápa á frægðina og látum glepjast af því sem við trúum að sé þeim stóm þóknanlegt. Svona hugsunarháttur er hundslegur, dillaðu rófunni og þá færðu bein að naga frá eiganda þínum, stjómmálin snúast mikið um þetta, sleikja sig upp met- orðastigann, þá stækka beinin og verða með kjöttutlum á, vissulega er það vænlegra fyrir kviðinn, en stoltið verða þessir pótintátar að hafa í viðbit, lystilegt er það varla. Ég heyrði útvarpsþátt með Guðbergi Bergssyni rithöfundi. Þar kom fram að hann hafði kom- ist áfram fýrir eigin afli og áræði - en ekki viljað lúta valdsmönn- um þeim er menningu stýrðu. Betur væm fleiri slíkir og vissu- lega em öll rök til þess að þá gæti tilveran orðið fijálsari og bæri- legri. Glaumur. yBMy Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eítirtaldir sérfræðingar verða með móttöku á stofnuninni í október og nóvember Tímabil 11/10- 15/10 18/10-22/10 25/10 - 29/10 1/11 - 12/11 15/11 - 19/11 Læknar Arnbjörn Arnbjörnsson Valur Þór Marteinsson Vilhjálmur Andrésson Hrafnkell Óskarsson Ársæll Kristjánsson Sérgrein bæklunarlæknir skurðlæknir / þvagfæraskurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir þvagfæraskurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4000. Sigluffarðarvegurinn Vígður á föstudaginn Næstkomandi föstudag 15. október kl. 14,30 mun sam- göngumálaráðuneytið og Vega- gerðin standa fýrir athöfn til að fagna því að lagningu Siglufjarð- arvegarmeðbundnu slitlagi ernú lokið. Mun samgönguráðherra afhjúpa skjöld sem komið verður íýrir á áningarstað Vegageiðar- innar í Höfðahólum, sem em sem kunnugt er um 7 km norðan Hofsóss. Þann 14. september sl. náðist sá áfangi í samgöngumálum á Nonðurlandi vestra að bundið slit- lag var komið á allan Siglufjarð- arveg og þar með komið bundið slitlag á helstu aðalvegi milli þéttbýlisstaða kjördæmisins. Saga Siglufjarðarvegar spannar nokkra áratugi þessarar aldar en árið 1946 var lokið vega- lagningu um Siglufjarðarskaið og þar með orðið akfært til og frá Siglufiiði. UMFT áfram í Eggjabikamum Tindastólsmenn em komnir í 8-liða úrslit Eggjabikarkeppninn- ar í körfubolta. Tindastóll vann Hamar frá Hverageiði í báðum leikjum í 16-liða úrslitum. I fyrri leiknum sem fram fór syðra á föstudagskvöld sigraði Tindastóll 75:69 og í seinni leiknum á Sauð- árkróki á sunnudagskvöld sigraði Tindastóll 64:43 og þótti sá leik- ur einkar daufur. Vonandi veiður annað upp á teningnum í næstu leikjum Tindastóls í úrvalsdeild- inni, sem í vetur heitir Epson- deild. Næsti leikur Tindastóls í deildinni verður einmitt gegn Hamri í Hveragerði annað kvöld og lið Snæfells í Stykkishólmi kemur sfðan í heimsókn á sunnu- dagskvöldið. Bandaríkjamaðurinn Ryan Williams hefur ekki staðið undir væntingum f Tindastólsliðinu og ljóst að annar maður kemur í hans stað á næstunni. Feykir hafði spumir að því í gær að nýr maður væri í sigtinu og vonir stæðu til þess að hann yrði mættur í næsta heimaleik, það er gegn Snæfelli á sunnudagskvöldið. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Súnar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritsljóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttíiritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjaitarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hemiannsson. Sigurður Ágústs- son og Stefán Ámason. Áskriftarvcrð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.