Feykir


Feykir - 13.10.1999, Side 6

Feykir - 13.10.1999, Side 6
6 FEYKIR 34/1999 Herdís Sigurjónsdóttir Sauðárkróki d. 30.5. 1992, Eva, f. 28.12. Herdís Sigurjónsdóttirfœdd- ist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum í Skagafirði 25. des- ember 1914. Hún lést afslysfor- um 29. septeinber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Bjömsson frá Sigrið- arstöðum í Flókadal, síðarskip- stjóri á Siglufirði, f. 20.5. 1891, d. 25.11. 1966, og kona hans Sigurlaug Jóhannsdóttir frá Helgustöðum ísömu sveit, síðar húsmóðir á Siglufirði, f. 4.6. 1889, d. 24.12. 1965. Herdís var elst átta systkina, nœstur kom Sœvaldur, f. 4.6. 1916, d. 23.7.1993, Fjóla.f. 28.7.1917, 1918, d. 1971, HennínaJ. 30.3. 1920, búsett í Bandaríkjunum, HörðurJ. 1922, d. 1925, EsterJ. 30.7. 1925, búsett í Reykjavík, Alfa, f. 6.1. 1928, búsett í Sví- þjóð, og yngstur Geir, f. 11.7. 1930, búsettur á Siglufirði. Þeg- ar Herdís var tíu ára gömul fluttist fjölskyldan að Hóli við Siglufjörð en síðan inn í kaup- staðinn á Hólaveg 5 þar sem fjölskyldan bjó upp frá því. Árið 1937 fiuttist Herdís til Sauðárkróks til Valdimars Pét- urssonar sem hún giftist síðar. Valdimar fœddist á Hlíðarenda við Sauðárkrók 2. apríl 1911. Foreldrar hans voru Pétur Hannesson, bóndi á Þröm á Langholti, og síðar á Sauðár- króki, f. 18.4. 1867, d. 31.3. 1943, og kona hans Sigríður Jónsdóttir (herkona) frá Kirkju- skarði í Laxárdal, f. 6.7.1870, d. 14.2. 1940. Böm Herdísar og Valdimars eru: l)Sigríður,f 19.12. 1937, gift Jóni Ingimarssyni, bónda frá Flugumýri. Böm þeirra eru Hrönn, hjúkrunarfrœðingur, Herdís, leikskólakennari, Sig- rún, gjaldkeri hjá TM, Sigur- laug, staifarvið Sparisjóð Suður- Þingeyinga, og Ingimar, bóndi og smiður á Flugumýri. 2) Rut, f. 20.1. 1940, gift Valgaið Guð- mundssyni, bónda í TunguhKð. Böm þeirra eru Gunnar, verk- stjóri á Bifreiðaverkstœði KS, Valdimar, starfarhjá ÖlgeiðEg- ils Skallagrímssonar, Sigurjón, bóndi íVillinganesi, Hrólfur, dó þriggja ára, og Guðbjörg, nemi og við stöifhjá Skaiwntímavist- un á Sauðárkróki. 3) Pétur, f. 22.7. 1950, kaupmaður á Sauð- árkróki, kvœntur Rögnu Jó- hannsdóttur, sjúkraliða. Þeirra börn eru Valdimai; nemi, Hrund, nemi, Amar, nemi og fyrir átti Ragna Egil Birki Sig- urðsson, verkstjóra í Hafnar- firði. Bamabamabömin eru orðin 14. Herdís gekk sem ung stúlka til liðs við Hjálprœðisherinn en síðar við aðventista og fylgdi þeim alla tíð. Útför Herdísar var gerðfrá Sauðárkrókskirkju laugardagiim 16. októbersl. Slys gera ekki boð á undan sér. Þess vegna verðuráfalliðenn þyngra og átakanlegra þegar slíkt gerist, jafhvel þótt fullorðin kona eigi í hlut. Þegar mér vanð færð fféttin um lát Herdísar vin- konu minnar að morgni þess 29. september sl., rifjuðust ósjálffátt upp liðin ár og áratugir sem við Herdís höfðum þekkst. Kynni okkar hófust fyrir margt löngu, þegar ég var 17 ára, og kom í heimsókn til konu sem ég þekkti á Sauðárkróki. Þá leigði Herdís þar en hún var ný- flutt á Sauðárkrók ffá Siglufirði. Fljótlega tókst mikill og góður kunningsskapur með okkur sem hefur staðið óslitið síðan. Sam- gangur milli okkar var þó minni á meðan við vorum báðar upp- teknar við að koma upp okkar bömum og stóðum fyrir heimili, ég frammi í sveit en Herdís sem vökukona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Eftir að ég fluttist til Sauðárkóks 1972, endumýj- uðum við samband okkar, enda bjuggum við nánast hlið við hlið, og flesta daga hittumst við eða í það minnsta töluðum við saman í síma. Herdís var einstaklega lífsglöð og mannblendin. Tók hún mjög mikinn þátt í félags- lífí eldri borgara á Sauðárkróki og kom hún mér inn í þann hóp og tók mig með sér hvert sem farið var. Minnist ég margra góðra ferða í þeim góða félags- skap, þar sem Herdís var hrók- ur alls fagnaðar, lék á alls oddi og dreif aðra með sér. Sérstak- lega er mér minnisstæð fyrsta ferðin sem farin var í Hótel Örk í Hveragerði fýrir nokkrum ámm. Þar naut Herdís sín til fullnustu sem einstakur ferðafé- lagi og gleðigjafi frá upphafi til enda. Mannkostir Herdísar voru óendanlega miklir. Það var ekki einungis að hún væri ætíð kát og hress, heldur mátti hún ekki vita neins staðar af áhyggjum eða erfiðleikum. Þá var hún komin þar, boðin og búin til að hjálpa ef hún gæti lagt eitthvað af mörk- um. Var hún á ferðinni allan daginn, heimsótti vini og kunn- ingja út um allan bæ og bar með sér gleði og bros hvert sem hún fór. Kæra vinkona. Ég veit að þú hefðir ekki viljað hlusta á ein- hveija loffæðu um þig. Ég sendi öllum þínum aðstandendum mínar innilegustu samúðar- kveðjurog þakka þér fyrir allar okkar yndislegu samverustund- ir. Að lokum vil ég senda þér þetta fallega ljóð. Það minnir mig á allt það fallega og góða sem ég kynntist svo vel í fari þínu. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós, þráir lífsins vœngjavíddir vorsins yl og sólarljós. Eg held ég skynji hug þinn all- an hjanaslátlinn, rósin mín, er kristalstœrir daggardivpar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niðui; kyssa blómið, hversu dýrðlegt finnst mérþað. Finna hjá þér ást og wiað yndislega rósin mín. Eitt erþað sem aldrei gleymist aldrei, það er minning þín. Friðrik Jónsson. Herdis mín, hvíl þú í friði. Hafðu hjartans þökk fýrir allt. Elísabet Stefánsdóttir. Pálína Konráðsdóttir húsfreyja og bóndi á Skarðsá Yfir farnar ferðaleiðir fellir tíminn gleymskuhjúp. En úr vegferð allra greipast atvikföst í minnisdjúp þeirra, sem að leiðarlokum líta yfirfarinn veg; og þar hittast oft að jöfnu atvik sár og gleðileg. Hér er lífsins sígild saga sögð til þess að minna á: til að afla, tímans krafa að treysta á hrífu orfog Ijá; geta aldrei gefið eftir ganga margoft fram afsér. Samt á lífið sólskinsstundir sem að öllum gefast hér. Hratt til baka hugur leitar hennar minnast skulum nú sem að fjarri heimsins harki hérna rœkta varð sitt bú. Þrautseigjan í blóð var borin bognaði lítt við ramman slag; einyrkjans er örðug glíma oft við strangan vinnudag. Þegar undan fannafeldi fold að liðnum vetri rís, kœtin vaknar, kveðurdyra kunnuglega vorsins dís. Þá er bjart í bóndans ríki burt er vá hins nauma arðs, lifir allt við auðsœld nóga undir mynni Reykjaskarðs. Örlög hverjum ávallt spinna œviþátt með nýjum brag. Pálína á Skarðsá við heyskaparlok. Mynd Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Þegar aðrir fögnuð fundu ífjölmenni við gleðilag, gekk hún ein með hesti og hundi heiðargötu og engjaslóð. Þekkti landsins gögn og gæði gegndi sinni köllun hljóð. Segirfátt af sumra högum. Sínar vonir, þrár og draum dylur sá, er œvi alla ekki blandast fjöldans straum. Hennar ævivegferð vilja virðing sýna á glöggan hátt, þeir sem merki um mæta konu meitla í stuðlabergið grátt. Kristján Stefánsson frá Gilhaga. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagafjörður Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.