Feykir


Feykir - 13.10.1999, Blaðsíða 8

Feykir - 13.10.1999, Blaðsíða 8
13. október 1999,34. tölublað, 19. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill TT! KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! M Landsbanki í torystu til framti _ Útibúlð á Sauðárkróki - S: 453 5353 „Vonum að þetta verði til þess að styðja við ferðaþjónustuna" segir ferðamálafulltrúinn um rjúpaveiðileyfin í Húnaþingi vestra Þorvarður Guðmundsson. búið þegar vertíðin hefst nk. föstudag. Hann sagði að talsvetð ásókn hafi verið í veiði á einstök- um svæðum í Húnaþingi vestra, svokallaðan Gaflinn sem er í Víðidalsíjalli, og einnig svæði á Víðidalstunguheiði, Amarvatns- heiði og Vatnsnesfjalii. Aðspurður hvort áform væri um eftirlit með þessum svæðum til að koma í veg fyrir veiði manna án leyfis, sagði Þorvaiður að yfirvöld í héraði hefðu ekki mannafla til þess og sjálfsagtyrði að treysta á heiðarleika veiði- manna. „Mönnum verðurgertað skila veiðiskýrslum til ferðaþjón- ustuaðilanna að loknum veiðidegi og þannig sér ferðaþjónustan um innra eftirlit með þessu”, sagði Þorvarður. Þorvarði og Brynjólfi Gíslassyni sveitarstjóra var falið að gera tillögur fyrir byggðaráð í þessu efni og sú sem hlaut sam- þykki ráðsins felst í því að það vetði ferðaþjónustuaðilamir sem hafi umsjón með sölu veiðileyf- anna, og aðrir landeigendur í hér- aðinu, sem hafi hug á að selja veiðileyfi í sitt land, geti snúið sér til ferðaþjónustuaðilanna. Hug- myndir vom upp með kvótasetn- ingu á leyfin, sem bundið yrði við 20 ijúpur á mann yfir daginn, en horfið var frá því. Þorvarður sagði í samtali við Feyki að þessa dagana væri unn- ið að undirbúningi á sölu veiðleyf- anna og það ætti allt að verða til- Þeir eru ekki allir háir í loftinu gangnamennimir sem koma til Skrapatunguréttar. Kristófer Skúli, sem aðeins er tveggja ára gamall, brá sér á bak á þessum stjörnótta gæðaklár frá Geitaskarði við réttina og Sigurður KR. Jónsson var ekki seinnásér að smella mynd. „Við vonumst til að þetta vetði til þess að styðja við ferðaþjónust- una f héraðinu og einnig er til- gangurinn sá að reyna að vemda þann rétt sem bændur og eigend- ur veiðilenda eiga hér”, segir Þor- vaiður Guðmundsson ferðamála- fulltrúi í Húnaþingi vestra, en byggðaráð samþykkti í síðustu viku að seld yrðu leyfi til ijúpna- veiði í héraðinu. Það em ferða- þjónustuaðilaríhéraðinu sem ætl- að er að sjá um sölu veiðileyfanna, en fjórðungur þeirra rennur í sveitarsjóð. í fyrrahaust var byij- að að selja veiðileyfi á þessu svæði, þá var gjaldið 1800 krónur á byssuna en nú hækkar það örlít- ið, upp í 2000 krónur. Undirbúningi hátíðahalda 2000 miðar hægt „Hvað er lyrirhugað, erfyrirhugaðaðráða nýjan starfsmann eða láta ráðgjafahópinn um málið, eða ætla menn að láta þessi tíma- mót framhjá sér fara þeygjandi og hljóða- laust?”, sagði Ingibjörg Hafstað á síðasta fundi sveitarstjómar Skagaijarðar, en hún á- samt fleirum á sæti í svokölluðum stýrihópi sem á að undirbúa hátíðarhöld í Skagafiiði á næsta ári í tilefni 1000 ára kristnitökuaf- mælis. Þeim undirbúningi virðist miða hægt. Og Ingibjörg bætti við: „Ég sá í blaði ný- lega sem menningarborg Reykjavíkur árö 2000 gefur út að auglýstar em búðimar í Hópi, svokallaðar, sem vom hugmyndir starfsmanns og vom lítillega ræddar hér í stýrihópi. Þetta er auglýst á ákveðnum tíma í Skagalirði næsta sumar og hvernig ætla menn sér að mæta því. Þetta mál fer að veiða allt hið dularfyllsta finnst mér. Mér finnst í hæsta máta ónotalegt að vera nefndarmaður í stýrihópi, sem engu á að stýra og ef held- ur fram sem horfir þá kynni ég frekar að vera utan hans”, sagði Ingibjörg, en fyrir- spum hafði borist frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd hvað liði undirbúningi há- tíðahalda næsta árs. Jón Ormar Ormsson sem ráðinn hafði verið starfsmaður stýrihópsins við undirbún- ing hátíðahaldanna sagði upp störfum í vor. Jón vildi ekki tjá sig um það mál við Feyki aðsvostöddu. I stýrihópnum eiga einnig sæti Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar, Herdís Sæmundardóttirformaðurbyggðaráðs, Stef- án Guðmundsson formaður atvinnu- og ferðamálanefhdar og Ásdís Guðmundsdótt- ir formaður menningar- íþrótta- og æslu- lýðsncfndar. Þá er hugsað að starfi með stýri- hópnum, svokallaður ráðgjafahópur, þar sem í eiga sæti fagaðilar s.s. ferðamálafúll- trúi Skagafjarðar, safnstjórinn í Glaumbæ og fleiri. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar sagði rétt að alllangt væri síðan stýrihópurinn kom saman, enda var málið þá í höndum starfsmanns. Þá var líka haldinn fundur með ráðgjafahópnum en örfáir mættu á þann fund. „Þannig að það hefur ekki verið mik- ill gangur á þessu máli núna seinnipartinn í sumar, og sjálfsagt ýmislegt sem þar kem- ur inn í sumarleyfi og annað slíkt, en þetta er einmitt hlutur sem við þurfum að faraað skoða núna og ég reikna með því að það muni ekki líða á löngu þar til stýrihópurinn verði kallaður saman og við þurfum allaveg- ana að fá upplýsingar um það hverju starfs- maður okkar hefur skilað af sér og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið”. Gísli segir að ákveðið sé að komið veiði upp sögusýningu um Guðríði Þorbjamar- dóttur og rætt hafi verið við Sigríði Sigurðar- dóttur safnvörð í Glaumbæ um það. Sú sýn- ing yrði væntanlega í Glaumbæ, en hug- myndir starfsmanns um að byggja búðir á Sauðárkróki, að Hópi eins og hann vildi kalla þær til skírskotunar búða Islendinga í Ameríku við landafundina, yrðu ekki byggV ar, en áætlun gerði ráð fýrir að bygging þeirra mundi kosta um fimm milljónir króna. „Þegar það kom inn á borð stýrihópsins, þá sögðum við að við gætum ekki framkvæmt slíka sýningu. Þessi sögusýning tengist at- burðum sem verða líka á Sauðárkróki, þó þeir verði ekki eins stórfelldir eins og þess- ar búðir áttu að vera. En ég held að menn geti verið sammála um það að eins og ljárhag okkar sé háttað þá hafi þetta verið svoh'tið stór biti að kyngja”, sagði Gísli. BÚSTAðUR FASTEIGNASALA Á LANDSBYGGÐINNI Jón Sigfús Sigurjónsson HDL. Aðalgötu 14, Sauðárkróki, sími 453 6012

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.