Feykir


Feykir - 03.11.1999, Page 2

Feykir - 03.11.1999, Page 2
2 FEYKIR 37/1999 Sainfylkiiigiii stofnar kjördæmisfélag Fjölmennt var á stofnfundi kjördæmisfélags Samfylking- arinnar á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Hótel Varmahlíð nýlega. Kjörin var 5 manna stjóm og er formaður Anna Kristín Gunnarsdóttir Skagafirði. Aðrir stjómarmenn em: Signý Jóhannesdóttir Siglufinði, Jón Karlsson Skaga- firði, Valdimar Guðmannsson Blönduósi og Pétur Hermanns- son Laugarbakka. I tilkynningu frá félaginu segir að fjölmargir fundarmenn hafi tekið til máls, hvatt til kröftugrar báráttu á komandi vetri og lýst ánægju með mál- efnalegt og öflugt starf þing- flokks Samfylkingarinnar. í sumar hefur verið unnið að byggingu 900 fermetra reiðhallar á Blönduósi og eru fram- kvæmdir langt komnar. Það er Ami Þorgilsson, Vestfirðingur sem flutti á Blönduós fyrir nokkrum árum, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum og fjármagnar þær, en áætlað er aðkostnaður verði ekki undir 20 milljónum króna. Ami hefur gert samning við hestamenn og Blönduósbæ til sjö ára um afnot þeirra af reiðhöllinni og hafa hestamenn unnið talsvert í sjálfboðavinnu við bygginguna. Er reiknað með að tilkoma þessarar aðstöðu hafi mikil og góð áhrif á hestamennskuna á þessu svæði á komandi árum. Myndina tók Sigurður Kr. Jónsson skömmu áður en smiðir og hestamenn á Blönduósi mættu með tæki sín og tól og ruddu klæðningunni á grind hússins. Veðurklúbbsmenn á Dalbæ á Dalvík í heildina nokkuð bjartsýnir Veðurspámenn á Dalbæ á Dalvík eru í heildina nokkuð bjartsýnir varðandi veðráttuna í nóvember, en samt er ekki sama bjartsýni ríkjandi þar á bæ og í október. Flestir telja að nóvem- ber verði svipaður, heldur þó kaldari. „Veðrið verður svipað og und- anfarið fram að 8. nóv., en þá verða breytingar. I mánuðinum fáum við einn góðan og hlýjan fí Skagafjörður Utboð Óskað er eftir tilboðum í jarðvegsskipti og lagnir á íbúðarsvæði alraðra að Sauðá á Sauðárkróki. Helstu magntölur eru: Jarðvegsskipti: Lagnir: Uppúrtekt 4900 m ' Fylling 2400 m3 0 150 300 m 0 200 600 m 0 250 370 m 0 300 180 m 0 350 150 m Verkinu skal lokið eigi síðar en 28. apríl 2000. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu Skagaijarðar við Faxatorg. Tilboð verða opnuðá sama stað 12. nóv. nk. kl. 11,00. Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar. kafla jafnvel svo um verði talað, en að sama skapi fáum við fyrsta vetrarhvellinn, ekki þó svo mik- inn að hann leggist að, en samt þannig að við fáum að vita af því, gæti orðið þann 23. eða rétt á eft- ir. Mánuðurinn verður í heild kaldari en okt. og meira hvítt yfir en ekki þannig að snjó festi neitt að ráði. Einn klúbbmeðlim dreymdi að það kæmi til sín kona á grænum slopp með hvít- um doppum og eigum við ekki að segja að þessi draumur segi allt um veðrið í nóvember”, seg- ir í spá Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. Kiördæmisþíng framsóknar á Siglufirði Fomiaðiirinn kom ekki Þingfulltrúar á kjördæmis- þingi Framsóknarflokksins á Siglufirði urðu iyrir sárum vonbrigðum með að formaðui' llokksins_ og utanríkisráðherra Halldór Asgrímsson komst ekki á þingið. Hann þuifti að snúa frá þegar flugvél hans gat ekki lent á Siglufiiði. Ráðherrann mun hafa verö bundinn við fundarstörf syðra á laugardagsmorgun og flaug svo norður um miðjan daginn. Þingfulltrúar margirfurðuðu sig á því hvers vegna ráðherran hafi ekki strax í upphafi sett stefnuna á Sauðárkrók og farið þaðan með bíl á þingið, þar sem mun tryggari flugsamgöngur eru við Sauðárkrók en Siglufjörð og einungis klukkustundar akstur milli staðanna, það er að segja á svokölluðum „þingmannahraða”. Kjördæmamál ýsiss vom til umræðu á þinginu og mun breyting á kjördæmaskipan hafa verið þar talsvert til umræðu, en Feyki hefur ekki borist ályktanir þingsins. Leiðrétting í grein séra Ólafs Hall- grímssonar á Mælifelli í síðasta blaði misritaðist. Þar átti að standa: „virðist mér vart benda til merkjanlegs aukins stuðnings við menninguna hér í héraðinu". „Allir fá þá eitthvað fallegt“ Handverk & Hönnun vill minna á að skilafrestur á umsóknum vegna þátttöku í jólasýningu Handverks & Hönnunar, „Allir fá þá eitthvað fallegt" rennur út 6. nóvember. Sýningin verður að Amtmannsstíg 1, 27. nóvember - 20. desember. Umsóknum skal skilað til Handverks & Hönnunar, pósthólf 1556, 121 Reykjavík. ií Skagafjörður Starf hafnarvarðar Hafnarsjóður Skagafjarðar auglýsir laust til umsóknar starf hafnarvarðar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Urn launakjör fer skv. samningum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Starfsmannafélags Skagafjarðar. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir undirritaður og skal umsóknum skilað á skrifstofu Skagafjarðar fyrir föstudaginn 12. nóvember nk. Sveitarstjóri. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðákróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttíiritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hemiannsson. Sigurður ÁgúsLs- son og Stefán Ámason. Áskiiftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluveið: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.