Feykir - 03.11.1999, Side 7
37/1999 FEYKIR 7
nokkuð á næstu árum en þegar
Flugfélag íslands og Loftleiðir
sameinuðust í eitt félag,
Flugleiði, breyttust áherslur og
bændur urðu eiginlega eftir í
lausu lofti og gistinóttum hjá
þeim fækkaði. Það var
raunverulega ekki fyrr en 1980
þegar Samtök ferðaþjónustu
bænda voru stofnuð að hjólin
fóru eitthvað að snúast aftur.
Stéttarsamband bænda og
Búnaðarfélag íslands stóðu
sameiginlega að rekstri skrif-
stofú félagsins og árið 1983 kom
fyrsti kynningarbæklingur
Ferðaþjónustu bænda út og
hefur hann komið út árlega
síðan, 34 bæir vom kynntir í
íyrsta bæklingnum en nú eru
þeir hátt í 130.
Árið 1991 var svo
Ferðaskrifstofa ferðaþjón-
ustubænda sett á laggimar og
stofnað hlutafélag um rekstur-
inn, F.B. h/f. Samstarf hags-
munafélagsins og ferðaskrif-
stofunnar var mikið næstu árin
og hafði ráðunautur samtakanna
aðsetur á skrifstofú FB hf. en það
breyttist fyrir rúmum tveimur
árum og nú er svo komið að
ekki er starfandi neinn ráðu-
nautur ferðamála. Þessi þróun er
mjög miður að mínu mati því
eigi ferðaþjónusta bænda að
vaxa og dafna þá þarf sífelld
vöruþróun að eiga sér stað og
það verður ekki gert nema með
því að miðla þekkingu og
ífæðslu til þeirra sem í greininni
eru. Að sönnu em nú starfandi
ferða- og atvinnumálafulltrúar
um land allt og geta bændur í
ferðaþjónustu leitað eftir aðstoð
þar og er sú staðreynd ein af rök-
semdum forráðamanna Bænda-
samtakanna fyrir því að leggja
starf ráðunautar ferðítmála niður.
Náin tengsl við landbúnaðinn er
ein helsta sérstaða ferðaþjónustu
bænda og því ætti það að vera
metnaður ffamámanna land-
búnaðargeirans að hlúa að og
styrkja þessa búgrein enn lfekar
og stuðla þannig að Ijölbreytni í
landbúnaði.
Fjölmargar erlendar rann-
sóknir hafa sýnt fram á það að
ferðaþjónusta skiptir konur í
dreifbýli miklu rnáli og þá er
ekki síst verið að horfa til
ferðaþjónustu bænda. Almennt
em það konur á aldrinum 50 til
60 ára sem bera ábyrgð á
ferðaþjónusturekstrinum, ekki
síst þar sem búskapur er
stundaður samhliða en hann er
þá á ábyrgð karlmannsins. Þrátt
fyrir að ferðaþjónustureksturinn
skili ekki miklum tekjum þá
sýnir það sig að þær krónur sem
frá honum koma gera hinn
hefðbundna búrekstur oft á
tíðum mögulegan.
ímyndin mikilvæg
Styrkur ferðaþjónustu bænda
er ijölbreytileikinn, smæðin og
tengslin við umhverfið. Þetta em
þær eigindir sem fólk tengir
gjama við dreifbýlið og vaxandi
andúð á fjöldaferðamennsku
gerir það að verkum að þessar
eigindir þykja eftirsóknaverðar
hjá sífellt stærri hópi fólks.
Veikleiki ferðaþjónustu bænda
er hins vegar sá að oft er erfitt að
sjá nokkum mun á henni og
annarri ferðaþjónustu í dreif-
býlinu og einnig sú staðreynd að
smáar einingar em erfiðar í
markaðssetningu. Því er mjög
mikilvægt að hægt sé að skapa
sameiginlega og sterka ímynd
og sú ímynd verður að hafa
einhverja sérstöðu, skera sig
einhvem veginn frá því sem í
boði er á markaðstorgi ferða-
þjónustunnar.
Ef við lítum eftir fordæmum
fyrir utan landsteinana þá sýnist
mér að seljendur ferðaþjónustu
bænda þar geri mun meira úr
tengslum við landbúnað og
upplifun sveitalífins heldur en
gert er hér á landi. í sumum
löndum geta þeir einir verB
aðilai' að ferðaþjónustu bænda
sem stunda samhliða
hefðbundinn búskap af
einhveiju tagi. Reyndar má sjá
teikn á lofti um að þetta sé að
breytast hér á landi og
sveitalífinu séu gerð aukin skil
en íslenska útgáfan af bæklingi
samtakanna heitir núna Upp í
sveit. Reyndar verð ég þó að
viðurkenna að forsíðumyndin
sem ég get ekki betur séð en að
tekin sé í Húsdýragaiðinum í
Reykjavík, ruglar mig dálítið í
ríminu...
Eins og allir vita er það
íslensk náttúra sem dregur
erlenda ferðamenn til landsins
en íslensk bændamenning hefur
alla tíð verið í nánu sambandi við
náttúru landsins og hennargæði.
Lambakjötsframleiðendur
markaðssetja fjallalambið sem
ómengaða náttúruafúrð og sú
staðreynd að hér á landi er
ákaflega lítið um hinn svokallaða
verksmiðjubúskap gerir teng-
ingu ferðaþjónustu og
landbúnaðs mjög jákvæða.
Að gæðin standist
En það er ekki bara að
ímyndin veiði að vera skýr,
heldur veiða rekstaraðilamir að
vera vel meðvitaðir um hana
þannig að þeir geti þróað vöm
sína undir þeim formerkjum.
Nafriið Ferðaþjónusta bænda á
að vera vömmerki á sama hátt
og Coca Cola - þegar við
kaupum kókflösku emm við að
sækjast eftir ákveðnum
eiginleikjum þessa drykkjar
umfram aðra og það sama veiður
að eiga við viðskiptavini
ferðaþjónustu bænda eigi
greinin að eiga einhverja
vaxtarmöguleika. Þetta þýðir
einungis eitt: stöðugt þarf að
kanna og fylgjast með óskum og
þörfum ferðamanna því þeir
geta verið duttlungafullar
skepnur og haga sér býsna ólíkt
eftir því hvaðan af fjallinu þeir
koma. Sömuleiðis þarf að eiga
sér stað virkt gæðaeftirlit því ein
skemmd kókflaska þykir ekki
góð latína þar sem hún kastar
rýrð á allar hinar þrátt fyrir að
þær séu í fínu lagi. Félag
ferðaþjónustubænda hefur
raunar unnið merkilegt starf hvað
varðar gæðaeftirlit í
ferðaþjónustu en öll gisting sem
seld er undir merkjum FB er
flokkuð eftir stærð og útbúnaði
herbergja, sumarhúsa eða
smáhýsa. Þannig á viðskipta-
vinurinn auðveldara með að átta
sig á því hvers konar vöm hann
er að kaupa. Það er ekki
uppskrift að vel heppnuðum
viðskiptum ef ferðamaður telur
sig vera að kaupa gistingu í
herbergi með baði ef það er svo
kannski ekki einu sinni vaskur á
herberginu sem honum er
úthlutað.
Áratugur er síðan fyrsta
markvissa úttektin á bæjum
innan FB var framkvæmd, í
kjölfarið var gefinn ákveðinn
aðlögunartími og að honum
loknum vom bæir heimsóttir
aftur og þeir sem ekki höfðu
sinnt fyrri athugasemdum gátu
ekki lengur auglýst þjónustu
sína undir merkjum FB.
Aðbúnaður á gististað er hins
vegar ekki það eina sem skiptir
máli. Afþreying hvers konar
vex hröðum skrefum og margir
ferðaþjónustu bændur bjóða upp
á einhveija afþreyingu og sumir
hafa raunar farið eingöngu út í
afþreyingarekstur. Þessi
þjónusta þarf ekki síður en
gistingin á virku aðhaldi og
eftirliti að halda. Gæðaeftirlit
kostar að sjálfsögðu tíma og
peninga og það er Ijóst að
ferðaskrifstofa sem þarf að skila
eigendum sínum hagnaði eða
minnsta kosti að hafa það að
markmiði að reksturinn sé
nokkum veginn réttu meginn við
núllið sinnir ekki svona eftirliti.
Hér þarf því að koma til
stuðningur annars staðar frá en
mestu skiptir þó að land-
búnaðarfomstan hafi skýra
framúðarsýn hvað varðar
áherslur í ferðaþjónustu bænda
og hvers konar ferðaþjónusta
það eigi að vera. Samrýmist það
t.d. sveitarómantíkinni að tæta
um á jeppum og snjósleðum um
ósnortnar heiðarlendur, áaðgera
kröfur um húsdýr á
ferðaþjónustubæjum, á að setja
einhvert þak á fjölda gistirúma á
hveijum stað?, og svo framvegis.
✓
Okeypis smáar
Til sölu!
Til sölu kvígur á öðm ári,
folar á tamningaaldri og móálótt
og vindótt folöld. Upplýsingar í
síma 453 6502 (Sigurlaug).
Til sölu kefldar kvígur 3-4,
buiðartími des.-jan. Upplýsingar
453 6553.
Til sölu 33” dekk negld á
felgum. Upplýsingar í síma
4527131.
Til sölu snjósleðakerra fyrir
tvö sleða, stærð 3,2x2,22. Nánari
upplýsingar í síma 452 2985 og
897 7291.
Til sölu vetrardekk á felgum
185x70 14”. Einnig felgur
undir Toyota double cab 16".
Upplýsingar í síma 453 7363.
Til sölu dekk á felgum með
hjólkoppum, 14” ,með fimm
götum. Upplýsingar í síma 453
6991 eða 8612860.
Vinsamlegast ekki henda:
tvinnakeflum, tölum, frost-
pinnaspýtum,allskonar spilum,
gömlum púsluspilum, filmum
og filmuboxum, gardínu-
hringumjitlum og/ eða stómm
perlum, allskonar dollum undan
matvöm (t.d. jógúrtdollur, salat-
dollur, þurmjólkurdollur, mayon-
esdollur), pennum, tússlitum (
allt í lagi þó svo að þeir skrifi
ekki) hárrúllum, klakaboxum,
snyrtivöm box, allskonar dót
sem hægt er að setja saman s.s.
vasaljós o.fl. (þarf ekki að
vera hægt að kveikja á þeim).
Með lyrirfram þökk
Starfsfólk Iðjunnar.
t
Mínar innilegustu hjartans þakkir til ykkar allra,
sem með samtíð og hlýhug veittuð okkur styrk í
sorginni, við andlát og útför ástkærs sonar míns
Örvars Pálma Pálmasonar
Grenihlíð 17, Sauðárkróki
Guð blessi ykkur öll
Fyrir hönd allra aðstandenda
Svala Jónsdóttir
Vöruflutningar
Sauðárkrókur - Skagaljörður
Daglegar ferðir
Vörumóttaka í Reykjavík hjá
Aðalflutningum Héðinsgötu 2
Sími 581 3030
Bjarni Haraldsson sími 453 5124.
Greiðsluáskorun
ff.
Innlieimta sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar hér með á
fasteignagjaldendur í sveitarfélaginu, sem ekki hafa staðið skil á
fasteignagjöldum álögðum 1999 og féllu í gjalddaga 1. júlí 1999,ásamt
eldri gjöldum, að greiða þau nú þegar og eigi síðar en 15 dögum frá
móttöku áskorunarinnar.
Að þeim tíma liðnum verður beðið um nauðungarsölu á viðkomandi
fasteign, án frekari viðvörunar.
Sauðárkróki l.nóvember 1999
Skagafjöður
Innheimta.