Feykir


Feykir - 05.01.2000, Qupperneq 1

Feykir - 05.01.2000, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI t°r1 -<£>!> 1*2- 5. janúar 2000, 1. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi Ekkert varð af stofnun kiötbandalagsins Ekkert varð af stofnun kjöt- bandalags, sem unnið hefur verið að frá miðju sumri. VB- ræður fóru út um þúfur á dögunum, eftir að stjórnir tveggja aðilanna af fimm höfðu samþykkt þau drög sem fyrir lágu að stofnsamn- ingi, stjórnir Norðvestur- bandalagsins og Kaupfélags Héraðsbúa. Aðrir sem hlut áttu af þessum viðræðum voru KEA, Kjötiðjan ehf. á Húsavík og Kjötumboðið hf. í Reykjavík. Aætlað var að nú í upphafi árs tæki til starfa nýtt hlutafélag sem hefði að markmiði að bæta afkomu greinarinnar með verulegri hagræðingu. Aðilar hafa verið tregir til að tjá sig um ástæður þessara við- ræðuslita og ekki tókst að ná sambandi við Þorstein Benón- ýsson framkvæmdastjóra Norð- vesturbandalagsins, en á ráð- stefnu um framtíð landbúnaðar á Hvammstanga síðsumars lagði hann áherslu á mikilvægi þess að sláturleyfishafar sam- einuðu krafta sína í síhamandi rekstrarumhveri, á þann hátt gætu þeir frekast sinnt mikil- vægum þáttum s.s. vöruþróun. Litlir aðilar hefðu mjög tak- markaða ntöguleika að sinna þeim nauðsynlega þætti rekst- ursins. Svo virðist sem eigna- og valdahlutföll hafi orðið ásteyt- ingarsteinninn sem viðræðumar strönduðu á. Samkvæmt heim- ildum blaðsins Dags gerðu Ey- firðingar sig ekki ánægða með þá útreikninga sem gerðir höfðu verið varðandi eignarhlutföll og vildu reikna þau upp á nýtt, en þeir munu hafa viljað hafa höf- uðstöðvar fyrirtækisins á Akur- eyri. Hinn kosturinn mun hafa verið að hafa höfuðstöðvamar í Reykjavík, en í sameiginlegri fréttatilkynningu frá aðilum málsins segir að vemlegur mun- ur sé á viðhorfum um ifamtíðar- uppbyggingu afurðastöðvanna og því hafi verið ákveðið að hverfa frá fyrirhugaðri samein- ingu að sinni, en félögin muni áfram vinna að því að treysta rekstur Kjötumboðsins hf. í Reykjavík. Álfadans félaga í ungmannafélögunum Smára í Varmahlíð og Tindastóli setti skemmtilegan svip við gamlársbrennuna á Sauðárkróki. Vel viðraði til brennu og flugeldaskota, þannig að íbúar norðvestanlands gátu fagnað nýju árþúsundi og leiftraði heiminhvolfið sem aldrei fyrr. Sveitarfélögin fá glaðning frá ríkinu Sveitarfélögin á landsbyggðinni fengu glaðning í lok ársins, ef svo má segja, þegar úthlutað var til þeirra auka- framlagi úr jöfnunarsjóði. Þama var verið að bæta upp tekjutap sveitarfé- laganna á liðnum áram, einkum vegna fólksflutninga af landsbyggðinni. Það vora Isafjarðarbær, með 48,7 milljónir og Sveitarfélagið Skagafjörður, með 47 milljónir, sem fengu hæstu framlögin, en þau hafa séð að baki um 250 manns á þremur síðustu áram. Siglufjörður og Húnaþing vestra eru einnig á lista yfir þau 10 sveitarfélög sem hæstu framlög- in hlutu. Úthlutað var á grundvelli reglna sem Páll Pétursson félagsmálaráðherra samdi í samráði við forráðamenn Sambands sveit- arfélaga. Alls 700 milljóna aukaframlagi jöfnunarsjóðs var jafnað niður, annars vegar sem fólksfækkunarframlag og hins vegar sem þjónustuframlag. Helmingur- inn, 350 milljónir, voru greidd vegna fólksfækkunar, að jafnaði um 120 þúsund krónur á hvem jreirra 2.900 íbúa sem flutt hafa af landsbyggðinni á árunum 1997- "99. Hinn helmingurinn var greiddur sem hækkuð þjónustuframlög. Skagaljörður og ísaijörður fengu hvort um sig rúmlega 31 milljón vegna íbúa- fækkunar. Átta önnur sveitarfélög fengu yfir 10 milljónir: Vestmannaeyjar 21, Fjarðarbyggð 19, Siglufjörður 14, Bol- ungarvík 13, Olafsfjörður 12, Húnaþing vestra og Húsavík 11 milljónir og Blöndu- ósbær fékk 9,5 milljónir. Hæstu þjónustu- framlögin fóru lfka á ísafjörð og Skag- fjörð, 17 milljónir vestur og 16 til Sveitar- félagsins Skagafjarðar. Þrír aðrir staðir fengu yfir 10 milljónir í þjónustuframlög: Hornarfjörður, Fjarðarbyggð og Borgar- byggð. Eins og áður segir fékk Sveitarfélagið Skagafjörður 47 milljónir alls úr þessu aukaframlagi frá jöfnunarsjóðnum. Siglu- fjörður fékk 21,6 milljónir, Húnaþing vestra 19,8 milljónir, Blönduósbær 13,3, Höfðahreppur 7,9, Sveinsstaðahreppur 1,4, Torfalækjarhreppur 1,2. Akrahrepp- ur 1,1 milljón og aðrirminna. Alls varút- hlutað til Norðurlands vestra 115,5 millj- ónum. Til samanburðar má geta þess að 116,8 milljónum var varið til Norðurlands eystra, 119,5 til Vestfjarða, 128,6 til Aust- fjarða, 94,2 til Suðurlands, 76,2 til Vestur- lands, 49,2 til Reykjaness og 27,4 til Reykjavíkur. Á blaðamannafundi þar sem útlhutun- in var kynnt sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga að þetta samkomulag fæli í sér tímamót og væri ein mesta byggðaað- gerð sem gerð hefði verið í langan tíma. Eigna- og valdahlut- föll ásteytingarsteinn —ICTen^iM Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundorgata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 Bílaviðgerðir ö Hjólbarðaviðgerðir Réttingar Sprautun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.