Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 3
1/2000 FEYKIR 3 Endurhæfingarstöð Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki vígð Það var stór dagur í uppbygg- ingu heilbrigðisþjónustu í Skagafirði miðvikudaginn 29. desember sl. þegar Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra opnaði formlega end- urhæfingarhús við Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki. Heilbrigðisráðherra sagði við þetta tækifæri að stofnunin á Sauðárkróki væri nú með bet- ur búnu sjúkrastofnunum í landinu, einnig ákaflega vel rekin og mundi stofnunin njóta þess í rekstrarframlög- um frá því opinbera á þessu ári. Endurhæfingarhúsið er glæsileg þjálfunarmiðstöð, sem marga Skagfirðinga hefur dreymt um lengi. í húsinu er tækjasalur, búnings- og baðað- staða, þjálfunarlaug sem er 8x5 metrar að stærð og heitur pott- ur. Þá er tengibygging sem jafnframt er anddyri hússins og í kjallara er rými umhverfis laugarbotninn þar sem allar lagnir og hreinsibúnaður er að- gengilegur. Meðal þeirra er fluttu ávarp við opnun endurhæfingarhúss- ins var Gísli Gunnarsson for- seti sveitarstjórnar Skagafjarð- ar. Gísli sagði tilkomu hússins mikið fagnaðarefni fyrir Skag- firðinga og sú bætta þjónusta Séra Guðbjörg Jóhannes- dóttir blessaði endurhæf- ingarstöðina nýju. sem það hefði í för með sér legði lóð á þær vogarskálar að gera byggðarlagið enn frekar aðlagandi til búsetu og ætti ef- laust eftir að nýtast mörgum til bættrar heilsu á ókomnum tím- um. Að sögn Birgis Gunnars- sonar framkvæmdastjóra Heil- brigðisstofnunarinnar á Sauð- árkróki mun tilkoma endur- Fjöldi gesta var viðstaddur vígslu endurhæfingarstöðvarinnar. son. Aðrir hönnuðir eru Verk- fræðistofan Stoð ehf., sem sá um hönnun burðarþols, hita-, neysluvatns- og frárennsl- islagna, Verkfræðistofa Norð- urlands hannaði loftræsti- og hreinsikerfi og Raftákn ehf. sá um hönnun á rafkerfi. Góð þjálfunarsundlaug og heitur pottur er meðal aðstöðunnar. hæfingarhússins verða til að bæta þá endurhæfingarþjón- ustu sem fyrir er og einnig út- víkka staifsemina, þannig að unnt verð að koma betur til móts við þarfir íbúa í héraðinu s.s. aldraða og fatlaða. Þjálfun- arlaugin er eina yfirbyggða laugin í héraðinu en þjálfun í vatni við réttar aðstæður hefur ótvírætt gildi fyrir marga. Ahugi Skagfirðinga fyrir þessari byggingu hefur verið mikill og hafa stofnuninni borist margar gjafir undanfarin misseri frá einstaklingum, fyr- irtækjum og félagasamtökum. I máli framkvæmdastjóra við opnunina kom fram að þessi framlög væru um fjórar millj- ónir króna. „Ég vil þakka öll- um þeim sem lagt hafa sitt að mörkum til þess að þessi bygg- ing gæti orðið að veruleika. Eg held ég halli ekki á neinn þó ég nefni í því sambandi: heilbrigð- isráðherra, sveitarstjórn, þing- menn kjördæmisins og fyrrver- andi þingmann okkar Stefán Guðmundsson, Baldur Ólafs- son starfsmann í heilbrigðis- ráðuneyti og alla þá einstak- linga, félagasamtök og fyrir- tæki sem hafa lagt okkur lið með gjafafé og tækjakaupum", sagði Birgir Gunnarsson. Framkvæmdir við bygging- una hófust í júlí 1998 eftir að samið var við verktakafyrir- tækið Óstak á Sauðárkróki sem átti eina bilboðið í verkið. Verktaki skilaði af sér um mán- aðamótin nóv.-des. sl. Heildar- kostnaður við bygginguna ásamt kostnaði við hönnun er u.þ.b. kr. 90 milljónir. Arkitekt að húsinu var Arni Ragnars- Heilbrigðisráðherra Ingi- björg Pálmadóttir flutti ávarp við upphaf athafnar- innar. Hún vék sérstaklega að því hvað rekstur Heil- brigðisstofnunar á Sauðár- króki væri til fyrirmyndar. Leiðrétting við frétt Leiðrétting á frétt í jólablaði Feykis um gagnkvæmar heim- sóknir presta og kóra Blönduós- og Miklabæjarkirkju. I blaðinu segir: „Fémenni dreifðra byggða á þarna sök og er brugðið til þess ráðs að fólk úr einni sókn sameinist." Þama átti að sjálfsögðu að standa: Fólk úr fleiri en einni sókn sameinist í kórstarfi, o.s.fvr. Er höfundur beðinn afsökunar á þessum mistökum. KIKf 1ROKf \ \ III IHIll Hinn árlegi Þrettándafagnaður kórsins verður haldin í Miðgarði laugard. 8. janúar kl. 21.00 rjölbreytt, skemmtileg söngskrá Söngstjóri: Siefán K Gíslason Undirleikari: Tlwinas Higgerson, sem einnig leikur einleik á píanó. Einsóngvarar með kóriinm eru: Einar Halldórsson, Óskar Sigfússon og Pétnr Sigfússoii. Geslnr kvöldsins erGeirH. Haarde, fjármálaráóherra (á léliiim nótum) Kynnir: Sr. Hjálmar jónsson aljnngismadnr Hljómsveit Geirmu ndar Valtýssonar leikur að loknum skemmtiatriðum HEIMSIFÉLAGAR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.