Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 1/2000 Handtak yfir Varmána ¦¦¦¦¦¦¦¦¦ — Sagt frá gömlum „milliríkjasamningi" Skagfirðingar þóttu varsamir Kvöld í janúarbyrjun. Kyrrt veð- ur og stjörnubjart, nokkurt frost. Bíll var á leið austur yfir Hellis- heiði. Farþegar voru fáir og hljóðlátir. Eg þekkti þá ekki utan félaga mína tvo. En þá þekkti eg líka vel eða eins vel og sjálfan mig, kannski betur. Við vorum kunnugir allt frá bernsku. Auk þess hafði eg verið samtíða þeim í skólum. Öðrum einn vetur í Bændaskólanum á Hólum, hin- um tvo vetur á Héraðsskólanum á Laugarvatni, þar sem við vor- um herbergisfélagar, annan vet- urinn á (Hel)-víti, hinn í Síberíu. Og nú voru lengri samvistir framundan, tvö og hálft ár, ef allt færi eins og ætlað var. Þessir fé- lagar mínir voru þeir Asgrímur Jónsson frá Ytri-Húsabakka í Seyluhreppi og Karl J. Magnús- son frá Egg í Hegranesi. Við höfðum sótt um skólavist í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölf- usi. Hann átti raunar ekki að byrja fyrr en í apríl. En þangað til áttum við að vinna við garðyrkjustöðina, sem skól- inn var nú að taka við úr hendi Guðjóns bústjóra, sem nú hafði reist sér nýbýl- ið Gufudal. Þar til skólinn hæfist feng- um við frítt fæði og húsnæði og að auki 10 krónur á mánuði í kaup. Og nú vor- um við á leið í Reyki og mun hver hafa hugsað sitt. Bjarna bflstjóra mun hafa þótt söfn- uðurinn heldur þegjandalegur. Og rétt í þann mund sem sem við ókum fram hjá Skíðaskálanum í Hveradölum hóf hann upp söng mikinn. Bjarni var mað- ur glaðvær og söngvinn, eins og við átt- um eftir að kynnast betur síðan. Hann átti heima á Stokkseyri og ók bíl fyrir Pál Guðjónsson bílaútgerðarmann þar. Líklega höfum við félagarnir verið búnir að fá nóg af þögninni eins og Bjarni, a.m.k. vorum við fljótir að taka undir með honum. Ur því varð ekki lát á söngnum fyrr en bíllinn nam staðar við Mjólkurbúið í Hveragerði. Við stöfluðum farangri okkar upp við hús- vegginn og Bjarni sagði okkur til veg- ar upp að Reykjum. Þvínæst kvödd- umst við með hressilegu lagi og pauf- uðumst út í myrkrið. Þegar þessi saga gerðist var Hvera- gerði ennþá ákaflega fámennt þorp. Muni eg rétt þá mun ekki hafa verið búið að staðaldri nema í 12-15 húsum. Auk þess voru örfáir sumarbústaðir, sem á þessum árstíma stóðu að sjálf- sögðu auðir. A skólasetrinu Reykjum var heldur ekki margt um manninn. Þar vorum við aðeins sex þar til skóla- stjórahjónin komu. Eg held að það megi segja um okk- ur þremenningana að við værum allir fremur félagslyndir. Og okkur fannst félagslífíð fremur dauft þarna í Sudda- króki, en svo nefndi Magnús heitinn Torfason sýslumaður vinkilinn þarna uppi við Hellisheiðina, þar sem Hvera- gerðisþorp var nú að myndast. Og þessi nafngift sýslumanns hitti í mark. I Hveragerði var ákaflega úrkomusamt. Þar gat rignt svo ekki væri „hundi út sigandi" þótt Ingólfsfjallið væri baðað Bræðrarborgarfélagarnir. Frá vinstri: Magnús H. Gíslason, Ásgrímur Jónsson, Karl J. Magnússon og Sigúrpáll Arnason. Fjórði Skagfirðingurinn var ókominn í hópinn þegar samningurinn var undirritaður. Herbert Jónsson, kunnur Hvergerðingur á seinni tíð og oft nefndur „borgar- stjórinn". Hann var einskonar skólaráðsmaður hjá Arnýju. Muller palest- inskur pflagrímur sem dvaldi um hríð á Hverabökkum og Arný Fillipusdóttir skólastjóri og eigandi kvennaskólans. í sólskini. Við höfðum ekkert á móti því að koniast á ball öðru hvoru. En þar var hægara um að tala en í að komast. A Reykjum var ekki annað kvenfólk en skólastjórafrúin og roskin ráðskona. í Hveragerði voru fjórir eða fimm strák- ar á aldur við okkur en varla nokkur stelpa, nema í kvennaskólanum auð- vitað. Þar voru þær milli 10 og 20. Og „Jjangað mændi vonin öll". En þar réð Arný ríkjum og okkur þótti hún ekki beint árennileg. Mikill skörungur Ámý þessi var Fillipusdóttir, Rangæ- ingur að ætt og uppruna. Gerðarkona í sjón og raun. Ágætlega menntuð. Auk náms hér heima nam nún við Det tekniske Selskapsistititut í Kaupmanna- höfn 1918-1924, í Dansk kunstflid forretningsskole í Kaupmannahöfn 1920- 1925. Fór námsferðir til Kaup- mannahafnar og Þýskalands 1928. Stundaði síðan kennslu bæði erlendis og hér heima. Stofnaði Kvennaskólann að Hverabökkum í Hveragerði 1935 og stjórnaði honum og rak með miklum skörungsskap árum saman. Arný var, eins og áður er sagt, mikil gerðar- og gáfukona, mjög listfeng, fjölhæfur kennari og reyndist okkur Reykjapilt- um góður og skilningsríkur nágranni. Hugað að aðgerðum Jæja, svo var það kvöld eitt að við félagarnir tókum þetta vandamál og áhyggjuefni til rækilegrar umræðu uppi á Bræðraborg en svo nefndum við her- bergið okkar. Og við komust að þeirri niðurstöðu að einn okkar skyldi fara á fund Árnýjar og freista þess að leiða henni fyrir sjónir nauðsyn þess, bæði fyrir okkur og „stúlkurnar mínar" (orðalag Árnýjar um námsmeyjarnar), að lyfta sér aðeins upp svona hálfsmán- aðarlega. En hverjum okkar skyldi svo falin á hendur þessi vandasama og þýð- ingarmikla samningsgerð? Við ákváð- um að láta fara fram leynilega at- kvæðagreiðslu um það. Félagar mínir kusu mig og eg hef grun um að það hafi verið samantekin ráð en eg kaus annan þeirra. Ákveðið var að láta til skarar skríða að tveimur dögum liðnum. Þangað til hugsaði eg um lítið annað en það hvernig eg ætti að haga mínum mál- flutningi. Um þessar mundir vorum við að þvo vermireitarglugga. Og til marks um það hvað eg var upptekinn af að hugsa um þær vandasömu og við- kvæmu viðræður, sem framundan voru að eg var einu sinni búinn að þvo einn glugga í hálftíma, sem annars átti ekki að vera nema fimm mínútna verk, þeg- ar félagar mínir hnipptu í mig og spurðu hvort glugginn færi ekki að verða hreinn? Örlagaríkt augnablik O-g svo kom að því að eg labbaði niður fyrir Varmána og kvaddi dyra á Hverabökkum, en svo nefndist bygg- ing kvennaskólans. Ung og broshýr stúlka kom til dyra. Mér sýndist hún ákaflega geðþekk og varð nú staðráðn- ari í því en nokkru sinni fyrr að leggja mig allan fram við samningaviðræð- urnar. Og innan stundar sat eg inni í einkastofu Arnýjar, sem þegar lét bera fyrir mig hinar bestu veitingar. Eg hafði þaulhugsað hvernig eg skyldi haga málflutningi mínum. Eg byrjaði að gera grein fyrir því að við værum nú nýkomnir að Reykjum, þrír Skagfirðingar, væntanlegir nemendur við Garðykjuskólann. Við værum eðli- lega ókunnir öllu og öllum á þessum slóðum og vildum gjaman vita ofurlít- ið um mannlífið í þessu litla samfélagi og teldum hana öðrum líklegri til að fræða okkur um það. Hvað gæti hún t.d. sagt okkur af félags- og skemmt- analífinu? - Það er nú hvorki mikið né marg- brotið, sagði Arný. - Hér er eðlilega fátt af ungu fólki utan „stúlkumar mín- ar" og það segir sig sjálft, að skemmt- analífið getur ekki verið mikið. Og skólans vegna þykir mér það nú bara gott því „stúlkurnar mínar" láta þá síð- ur glepjast frá náminu. Ekki þótt mér nú þessi orð lofa góðu um lukkuleg málalok. En ekki dugði að gefast upp við svo búið svo eg fór að tala um það, að við þremenningarnir hefðum ákveðið að beita okkur fyrir. auknu skemmtana- félags- og menn-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.