Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 5
1/2000 FEYKIR 5 ingarlífi þarna í þorpinu. Við hefðum t.d. ákveðið að ganga í ungmennafélagið, sem náði yfir allt Ölfusið, - og reyna að hressa það við. Við ætluðum að ganga í kórinn hans séra Ólafs í Arnarbæli, - vissum reyndar að í honum var Arný sjálf og nokkrar stúlkur úr kvennaskól- anum. Við hefðum ákveðið að beita okkur fyrir leiklistarstarfsemi og loks hefðum við hug á að efna til smávegis dansæfinga, svo sem einu sinni í mán- uði, helst oftar. Allt fyndist okkur þetta miða að því að lyfta staðnum og gera mannlífið þar betra og skemmtilegra. En á þessum áformum væri þó viss hængur og hann verulegur. Hér væri, eins og hún vissi, ákaflega fátt af ungu fólki, utan námsmeyjarnar hennar. Þessar ráðagerðir stæðu raunar alveg og féllu með þátttöku þeirra. Hvað dansæfíng- arnar áhrærði, ef af þeim yrði, þá teldum við eðlilegt að hún mætti þar sjálf með stúlkunum sínurn. - Við höfðum nefni- legaheyrt, að Arný hefði mjög gaman af að dansa. Og svo mætti að lokum minna á það, að bráðlega tæki Garðykjuskólinn til starfa að Reykja. Hún væri hins veg- ar hér með sinn kvennaskóla. Það væri mjög þýðingarmikið, bæði fyrir það fólk sem hér byggi nú og framtíð byggðar- lagsins, að sem best og nánast samstarf gæti tekist með þessum skólum. Það myndi einnig styrkja og efla þá báða, út á við jafnt sem inn á við. Við þremenn- ingarnir vildum, fyrir okkar leyti, vinna að því að skólarnir tækjum höndum saman yfir Varmána um að stuðla hér að sem mestu og fjölbreyttustu félags- og menningarlífi. Með þessum orðum lét eg máli mínu lokið og þóttist bara hafa verið nokkuð sannfærandi. Meðan eg lét dæluna ganga hafði Arný ekki sagt eitt einasta orð en öðru hvoru flögruðu brosviprur yfir andlit hennnar, sem eg var óviss um hvað ættu að merkja. Loks sagði hún: - Eg býst við að þér sé það nú ljóst, Magnús minn, að það hvílir mikil ábyrgð á mér gagnvart „stúlkunum mín- um". Eg lít svo á að þær séu fyrst og fremst komnar hingað til þess að læra en ekki til að skemmta sér. Hins vegar hef eg ekkert á móti félags- og skemmtana- lífi, sé því haldið innan siðsamlegra marka. En eg ætla að hugsa málið. Komdu eftir tvo daga. Jæja, verra gata það verið og mér var hugsað til máltækisins, sem segir að sjaldan falli tréð við fyrsta högg. Að enduðum löngum dögum Að tveimur dögum liðnum hitti eg svo Arnýju eins og um hafði verið talað. Um eftirvæntingu okkar félaganna er óþarft að ræða, hún liggur í augum uppi. - Jæja, Magnús minn, sagði hún þeg- ar við höfðum heilsast. - Eg hef nú hugsað um þetta, sem þú varst að tala um við mig. Og eg treysti því náttúrlega að ykkur Reykjapiltum gangi gott eitt til. Nokkrar „stúlknanna minna" eru nú ásamt mér, í kórnum og eg hef auðvitað ekkert á móti því að þið bætist í þann hóp. Eg vil lfka gjarnan leyfa þeim að taka þátt í leikritinu en áskil mér rétt til þesss að mæta á æfingum hjá ykkur. Og svo er það nú dansinn. Jú, eg fellst á að mæta með „stúlkunum mínum" á dansæfíngum hérna í samkomuhúsinu svona einu sinni í mánuði, kannski oftar ef allt fer vel fram. Og svo máttu gjarn- an vita það, að ástæðan fyrir því að eg tók mér þennan umhugsunarfrest var einkum sú, að mér fannst ábyrgðin á „stúlkunum mínum" þyngjast við það, að vita ykkur alla vera Skagfirðinga. Magnús H. Gíslason. A-lið Hvatar sem sigraði á Stígandamótinu. Mynd Sigurður Kr. Hvatarmenn sigmðu á Stígandamótinu A-lið Hvatar sigraði á Stígandamótnu sem fram fór í íþróttahúsinu á Blönduósi skömmu fyrir jól. Hvatarmenn sigruðuðu a-lið Tindastóls í úrslitum 6.2. I mótinu tóku þátt að þessu sinni auk þriggja liða heimamanna, þrjú lið frá Tindastóli, tvö frá Neista, og lið frá Kormáki og lið frá Njarðvfk. Norðurland og Strandir • Umboðsmenn Nýtt áskriftarár er hafið Vertu með núna af því að þú veist aldrei hvenær röðin kemur að þér illjónir óskiptar á einn miða Hæsti vinningur allra mánaða gengur örugglega út, stundum uppsafnaður. Hundruð milljóna dreifast um landið. Tryggðu þér áskrift. Hvammstangi Róberta Gunnþórsdóttir Lækjargötu 6, simi 451-2468 Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi, sími 452-4200 Skagaströnd Guðrún Pálsdóttir Bogabraut 27, sími 452-2772 Sauðárkrókur Friðrik A. Jónsson Háuhlíð 14, sími 453-5115 Hofsós Ásdís Garðarsdóttir Kirkjugötu 19, sími 453-7305 Siglufjörður Guðrún Ólöf Pálsdóttir Aðalgötu 14, sími 467-1228 Ólafsfjörður Valberg hf. Aðalgata 16, sími 466-2208 Hrísey Erla Sigurðardóttir simi466-1733 Dalvík Sólveig Antonsdóttir Hafnarbraut 5, sími 466-1300 ^^ V/SA Miðaverð 800 kr. Eitt símtal til umboðsmanns eða 552 2150 nægir og á netinu sibs.is Akureyri Björg Kristjánsdóttir Strandgötu 17, sími 462-3265 SigríðurGuðmundsdóttir Svalbarði, sími 462-3964 Grenivík Brynhildur Friðbjörnsdóttir Túngötu 13b, sími 463-3227 Grímsey Steinunn Stefánsdóttir Hátúni, simi 467-3125 Laugar Rannveig H. Ólafsdóttir Laugum, Reykdælahreppi S.-Þing., sími 464-3181 Mývatn Hólmfríður Pétursdóttir Víðihlið, Mývatnssveit sími464-4145 Húsavík Kristín Linda Jónsdóttir Midhvammi, Aðaldal sími 464-3521 Skóbúð Húsavíkur Garðarsbraut 13 simi 464-1337 HAPPDRÆTTI Kópasker Óli Gunnarsson Klifagata 10 sími 465-2118 Raufarhöfn Stella Þorláksdóttir Nónás4 sími 465-1170 Kjörvogur SveindísGuðfinnsdóttir sími 451-4041 Drangsnes Gudmundur Magnússon Kvíabala 3, sími 451-3220 Hólmavík Jóhann Bjöm Arngrímsson Höfðagötu 1 sími451-3443 Brú Agla Ögmundsdóttir Bræðrabrekku, Bitrufirði sími451-3354 Pálmi Sæmundsson Borðeyri, sími 451-1123 ...fyrir lífíð sjálft Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.